STOFAN

16:06




Jæja þá er komið að stofunni þar sem ekki enn er komin spegill inná bað. Þarf af leiðandi er það ekki fullklárað - lofa að sýna ykkur það um leið og við finnum spegil sem okkur líkar við.  Hérna eru fyrir myndirnar af stofunni:

Engar áhyggjur. Slettan á gólfinu er úr þakinu en ekki blóðblettur. 
Held að það sé öruggt að segja að gluggarnir og gluggakistan hafi verið eitt af helstu atriðunum sem heilluðu mig við þessa íbúð.

Séð úr stofunni (þið eruð að farin að þekkja þetta ;)) - Ytri veggurinn er farinn og ofninn líka. 

Búið að mála. Bóndadagstúlípanarnir fengu að skarta sínu fegursta á meðan framkvæmdum stóð. 

Pabbarnir alsælir með nýja loftið

Aldrei lognmolla

Aldrei lognmolla pt. 2


Þetta er hiklaust uppáhaldshúsgagnið mitt á heimilinu en þetta er útvarp/plötuspilari frá Blaupunkt. Ég er algjör sökker fyrir teak og þykir mér því ofboðslega vænt um þessa mublu. 

Þegar að ég hélt að allt væri að ,,smella" saman. Svo átti eftir að skipta um þak þannig að þetta útlit dugði mjög skammt. 

En til að summa þetta upp þá er stofan mjög plain og hægt að vinna mikið með hana. Ég vildi hafa hana bjarta og líflega þannig að það var tekin ákvörðun að hafa engar gardínur - allavega ekki í bili. 

Svona lítur hún út í dag (við eigum eftir að hengja upp myndir og annað en það tekur alltaf marga mánuði hvort eð er!) 


Hillur komnar upp og sjónvarpsskenkur

 
Blaupunkt mublan komin a fínan stað og auðvitað heimskortið sem fær að vera þarna órammað á meðan við komum okkur fyrir. 

 Næst á dagskrá er að finna eitthvað barnhæfara en hvítan leðursófa og auðvitað mottu til að gera stofuna aðeins hlýlegri.
Var ég búin að minnast á hvað ég elska þessar gluggakistur??

-

Veggirnir hálftómlegir en það kemur með tímanum!


Í daglega lífinu er lítið að frétta. Öllum prófum náð og síðustu vikur nýttar í að koma okkur almennilega fyrir. Settur dagur í dag en ekkert bólar á stelpunni okkar. Nú hef ég ekki verið þekkt fyrir þolinmæði og má því segja að hún sé alveg búin og allt hefur verið reynt til að koma henni í heiminn. Vonum að hún fari að láta sjá sig á næstu dögum :-)


Guffa


You Might Also Like

1 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com