RIMINI
17:18
Ég ætla að skrifa þessa færslu líka á ensku ef að útlensku vinir mínir vilja lesa!
This post will also be in English for my new friends so they can understand what I'm writing about!
___________________________________________________________________
Eins og ég sagði áður þá bauðst mér að fara til Rimini á vegum Evrópu Unga Fólksins núna í lok janúar. Ég þáði tilboðið og þann 28. janúar var brottför. Við vorum fjórir íslendingar sem að fórum. Ég, Maggi yfirmaðurinn minn, Natan og Telma en þau eru unglingar í Norðlingaskóla og eru í Holtsráðinu (s.s. nemendaráði) hjá okkur.
As I said in my previous post I was given the opportunity to go to Rimini via the EU. I accepted the offer and we left Iceland on the 28th of January. In total, we were 4 icelanders; Me, Maggi my boss, Natan and Telma - teenagers from our youth center.
Það var ræs klukkan 03:00 og drifið sig á BSÍ þar sem að við tókum rútu kl 04:00. Við millilentum í Kaupmannahöfn. Þegar við vorum komin á belt-ið að sækja farangurinn okkar fattar Maggi að hann hafi gleymt ipadinum, ipodinum og heyrnatólunum í sætisvasanum í flugvélinni og ætlar að hlaupa upp að sækja hann en er ekki hleypt í gegn. Þarna tók við heljarinnar vesen sem endaði með því að Maggi fékk ekki ipadinn sinn heldur var hann sendur niður á lögreglustöð í Kaupmannahöfn. Eftir það leiðindar skak self checkuðum við farangurinn inn hjá SAS og brunuðum svo á Strikið. Þar var dottið í MC Donald's eins og allir íslendingar gera og kíkt í Monki og H&M. Svo fórum við aftur á Kastrup og tókum flug til Bologna.
We had to be at the bus station at 04:00 AM. We had a flight at 07:00 AM and arrived in Denmark around 11:00 AM. The flight plan was to stop Copenhagen for 6 hours and then transferred to Bologna. We self-checked in to our flight to Bologna with SAS. In the meantime we went to Strøget and did a little shopping and of course we went to Mc Donald's (because we don't have that in Iceland). Maggi lost his iPad on the Keflavik-Copenhagen flight.. so he has to have it sent from The Danish Police. When we were done with a little shopping, we went back at the airport and flew to Bologna.
Með Monki poka - hvað annað? // Crazy about Monki
Hovedbanegården
Þegar að við lentum í Bologna fórum við að sækja farangurinn… nema hvað að taskan hans Magga skilaði sér aldrei. Mér langaði að fara grenja fyrir hönd Magga.. ekki nóg með að ipadinn týndist, einnig taskan og til að bæta gráu ofan á svart - þá vorum við búin að kaupa íslenskan mat fyrir hinar þjóðirnar til þess að smakka. Þannig að þegar að Maggi fengi töskuna aftur væri harðfiskur, smjör, hangikjöt og tilheyrandi búið að krauma og mygla í töskunni hans. Þetta þýddi að þegar að það var "Alþjóðamenningarkvöld" þá vorum við með powerpoint sýningu og sturlaðar staðreyndir um Ísland.
When we arrived in Bologna we hurried up to get our luggage.. but of course one bag didn't arrive - and that was Maggi's bag! And he had all sorts of icelandic food in the bag which meant that we had nothing in the intercultural evening, other then a slideshow and random facts about Iceland.
Við þurftum svo að taka lest frá Bologna - Rimini. Það var maus en hafðist á endanum og við vorum mætt á hótelið kl 23:30. 17 tíma ferðalag loksins afstaðið og allir fóru að sofa.
From Bologna - Rimini we had to take a two hour train. We arrived late and went straight to sleep because we had been travelling for 17 hours.
Námkeiðið sem að við fórum á hét Eye Opener og snérist um ungmennaskipti. Það voru þjóðir þarna; Ítalía, Rúmenía, Pólland, Finnland, Belgía, Tékkland, Noregur og Ísland. Þarna lærðum við hvernig átti að sækja um ungmennaskipti og að loknu námskeiði fengum við "Youth Pass" diplomu. Við enduðum í samstarfi við Noreg og munum við fjalla um "Youth Democracy & The Social Media" sem að mér þykir gríðarlega spennandi og nauðsynleg umræða en þar verður meðal annars rætt hvaða völd ungmenni hafa í sínu landi, netnotkun ungmenna, afleiðingar varðandi netið og margt fleira. Við munum fá Noreg í heimsókn og vonandi náum við að vinna vel í þessu verkefni okkar.
The seminar that we attended was called Eye Opener and was mainly about youth exchanges. There were 8 countries total; Italy, Rumania, Poland, Finland, Belgium, Czech Republic, Norway and Iceland. We learned how to make an application for youth exchanges and when the course was done we got a diploma in "Youth Pass". We are starting a collaboration with Norway about "Youth Democracy & the Social Media". We will invite Norway to Iceland and show them the icelandic nature and hopefully make some progress.
Hópavinna // Teamwork (Maggi is not a model I swear)
Á námskeiðinu lærðum við líka fullt af hópeflisleikjum og mikið um menningu annarra þjóða - sem að er eitthvað sem að ég dýrka að læra um!
On the seminar we learned a lot of team building games and things about the culture in other countries - which is something i absolutely love to learn.
Það eina sem við vorum með í Intercultural Evening // The only thing we had at the Intercultural Evening
Þegar að taskan hans Magga kom loksins buðum við uppá íslenskan mat // When Maggi's bag finally arrived we offered traditional icelandic food.
Við kenndum hinum þjóðunum að spila vinsæla spilið Gúrku en það var ofspilað í þessari ferð. Einnig ofnotuðum við frasann "aint nobody got time for that" -
We taught the other countries to play Gúrka, and needless to say - we didn't play any other cards during the whole trip. And the fraise that we never stopped using :: Aint nobody got time for that!
Spila gúrku við Emmu og Ola frá Noregi // Playing Gúrka with Ola & Emma from Norway
Á heimleiðinni tók líka við 17 tíma ferðalag. Þegar að við vorum komin til Kaupmannahafnar læstum við töskurnar inn í skáp (sem ég mæli með að fólk geri ef það er í millilandaflugi óháð flugfélögum - P4 bílastæða húsinu á Kastrup) og héldum í Fields þar sem að það var klárað síðustu kaupin og fengið sér að borða fyrir síðasta flugið.
On our way home we stopped in Copenhagen and locked our bags in the car parking (which i highly recommend if you are going on a transfer fligt and have some time to kill - it's called P4) and went to Fields and did a little last minute shopping and grabbed a bite to eat for our final flight!
Beint með töskurnar í geymslu // putting our luggage in to storage
The Last Supper @ Kastrup airport
Ég er endalaust þakklát að fá að hafa farið í þessa ferð. Það er ekki á hverjum degi sem að manni býðst tækifæri til að fara til útlanda. Telma og Natan voru til fyrirmyndar og ég var svo stolt að sjá þau blómstra svona mikið á stuttum tíma! Ég lærði líka heilan helling m.a. að á ítalíu er ekki góð pizza (sérstaklega ekki með síld, túnfiski og ansjósum)
I'm so grateful for this trip. It's not an everyday that you can go to Italy for a week and meet new (awesome) people. I'm so proud of Telma and Natan and I loved how much progress they showed only on one week. I learned a lot in this trip for example that the italian pizza is not that good (at least not with anchovies, tuna and herring)
Misheppnaðasti broskall fyrr og síðar // This was suppose to be a smiley..
The whole gang
Ég mun svo setja inn fleiri myndir bæði hér & á Facebook.
I will post more photos on my blog & also on Facebook as soon as I get my camera back.
Nokkrir punktar um Rimini sjálfa sem borg :
- Erfitt að komast þangað
- Gott dæmi þegar að litið er á "líftími áfangastaða" en Rimini hefur verið vinsælt á árunum 1970-1980. Núna er staðurinn orðinn svolítið tekinn og sjabbí
- Rimini er eins og ég spái Benidorm eftir 10-15 ár
- Maturinn á hótelinu var sæmilegur (Imperial Beach Hotel)
- Miðbærinn virkilega fallegur að kvöldi til
- Ströndin subbuleg en er ábyggilega gerð fín yfir sumartímann
I will post more photos on my blog & also on Facebook as soon as I get my camera back.
Nokkrir punktar um Rimini sjálfa sem borg :
- Erfitt að komast þangað
- Gott dæmi þegar að litið er á "líftími áfangastaða" en Rimini hefur verið vinsælt á árunum 1970-1980. Núna er staðurinn orðinn svolítið tekinn og sjabbí
- Rimini er eins og ég spái Benidorm eftir 10-15 ár
- Maturinn á hótelinu var sæmilegur (Imperial Beach Hotel)
- Miðbærinn virkilega fallegur að kvöldi til
- Ströndin subbuleg en er ábyggilega gerð fín yfir sumartímann
XOX GBV.
0 ummæli