NÝR ÓVÆNTUR ÁFANGASTAÐUR
21:05
.. Jú þið lásuð rétt - ég er "allt í einu" að fara til Ítalíu í lok janúar í smá vinnutengda ferð (Very busy and important). Maggi yfirmaðurinn minn gladdi mig með óvæntu símtali fyrr í vikunni og spurði hvort að ég væri ekki til í að skella mér til Ítalíu eftir mánuð - Ég svaraði að sjálfsögðu játandi. Við verðum í fimm daga í borginni Rimini en hún var víst vinsæl meðal Íslendinga á sínum tíma. Þarna búa tæplega 147.000 manns og þarna er strönd… ekki að það verði einhver blússandi hitabylgja en maður má láta sig dreyma(!!). Ég tryllist af spenning og get ekki beðið eftir að komast aðeins í burtu frá Íslandi..
Eins og áður þá eru allar ábendingar um áfangastaðinn velkomnar t.d. á gudfinnabirta@gmail.com eða hér í comment!
Arrivederci!
XOX GBV.
0 ummæli