LEITIN AF FERÐABLOGGUM...
11:49
Ég man þegar að ég var að safna mér fyrir minni reisu en þá leitaði ég non stop af ferðabloggum til að skoða staðina sem ég væri að fara á. Ástandið var orðið það slæmt að ég var farin að skoða blogg frá 2009. Þessvegna ætla ég að setja niður smá lista um blogg sem ég hef verið að fylgjast með undanfarnar vikur og vona að þið hafið eins gaman af þeim og ég!
✻ Kærkomin vinkona mín, hún Ástrós, er stödd á Kúbu þessa dagana og er búin að virkja bloggið sitt á ný. Hún er í sinni annarri reisu og er að ferðast frá Miami - Bahamas - Kúba - Jamaica – Orlando – Cayman Islands – Mexico. Ég mæli eindregið með því að þið skoðið bloggið hennar en hún hefur ferðast milli heimshorna og er hvergi nærri hætt. Þið getið nálgast ferðabloggið hennar HÉR
✻ Dagbjört Kristín, bekkjarsystir mín úr Borgaskóla, er einnig með síðu en hún er nýkomin úr sinni reisu. Hún ferðaðist m.a. til Asíu, Bandaríkjana og Eyjálfu. Ótrúlega flottar myndir og gaman að skoða. Sjá nánar HÉR
✻ Að lokum mæli ég með þessi bloggi hér en stelpa sem ég þekki, Kolfinna, heldur úti síðu um Asíureisuna sína ásamt tveimur vinkonum. Virkilega skemmtilegt að skoða!
Vonandi hjálpar þetta ykkur sem eruð á leið í reisu og vantar hugmyndir um hvað á að gera í komandi löndum.
Annars eru ekki nema 180 dagar í mitt ævintýri..
XOX GBV.
0 ummæli