NÆSTU ÁFANGASTAÐIR

18:55

Hej allihopa!


Eins og ég tók fram í ferðablogginu mínu um Ísland, þá fæ ég aldrei nóg af því að ferðast. Ég skráði mig í skóla fyrr á árinu og ákvað að taka það í fjarnámi. Með fjarnáminu þá get ég unnið miklu meira með og safnað mér pening fyrir komandi ferðalögum.

Ég tók svo ákvörðun fyrr í vikunni um að skrá mig í BA-nám í ferðamálafræði (surprise surprise?) en ég er að læra Viðburðastjórnun eins og er og ég fæ mikið metið inn í námið mitt í ferðamálafræðinni, sem er algjör snilld. Ég er mjög spennt fyrir þessu námi og finnst það höfða mikið til mín.

Eftir Amsterdam ferðina er ég búin að vera hanga inná icelandair.is, .airbnb.com, og dohop.is að leita mér að næsta ævintýri og skoða hvar flugin eru ódýrust.

Ég og Stefán erum búin að brainstorma fram og til baka um hvað við viljum gera en við tókum þá ákvörðun að ferðast um Bandaríkin næsta sumar. Við höfum aldrei farið til U.S. and A og seinasta sumar bauð uppá svo leiðinlegt veður þannig að það var tilvalið að fara út um sumarið en við komum svo heim beint í Mýrarboltann. Upprunarlega ætluðum við í Eurotrip en ákváðum að pása hana til betri tíma. Ferðalagið er að vísu ekki meira en 6 vikur (svona mini reisa) en það er þó eitthvað. Brottför yrði þá í byrjun júní og heimkoma í lok júlí. 

Það er búið að fara mikill tími í að velja og hafna áfangastöðum en erum komin með drög af ferðalaginu og ég (og vonandi Stefán líka) er að FARAST úr spenning. Við erum ekki búin að bóka neitt en núna byrjar allsherjarsöfnun og við stefnum á að borga öll flug í byrjun janúar

Drögin líta svona út : 

Ísland - New York City - Niagara Falls - New Jersey - Washington DC - Miami - Las Vegas  (Grand Canyon ferð innifalin hérna) - California (O.C., Los Angeles, Cupertino, Napa Valley) - San Francisco - Chicago - Boston - Ísland
(Uppfært 11.12.13)

Margir velta sér eflaust uppúr því afhverju Niagara Falls er þarna ofarlega en Kilroy býður uppá þriggja daga ferð frá New York til Niagara Falls á góðu verði og við ætlum að skella okkur á það. Sjá nánar HÉR

Til að gera bloggið örlítið skemmtilegra og litríkara ætla ég að láta nokkrar myndir af áfangastöðunum fljóta með.


New York City


Niagara falls 

Grand Canyon (Arizona) 

Golden Gate brúin í San Francisco 


Cloud Gate í Chicago

VEGAS baby

Newport Beach California

The White House


Já það eru spennandi tímar framundan...

XOX GBV.


PS. Allar hugmyndir um hvað við eigum að gera, hvar á að borða og þ.h. eru meira en vel þegnar í skilaboðum eða á gudfinnabirta@gmail.com !! :) 



You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com