AMSTERDAM

10:01

Goedemorgen lezers,


Komin heim eftir helgarferð til Amsterdam - Góð ferð að baki en yndislegu tengdarforeldrarnir mínir buðu mér ásamt Stefáni og Emil að heimsækja fjölskylduna þeirra sem býr þarna.
Ætla nú ekki að hafa þetta langt en ætla að mæla með nokkrum hlutum sem við gerðum þarna úti og vakti mikla lukku og menningarsjokk!


- Red Light District
Það þarf nú ekki að kynna það fyrir neinum, ,,hóruhverfið" í Amsterdam. Virkilega áhugavert að sjá og svo gríðarlega frábrugðið íslenskri menningu að sjá konur í klefa að sýna á sér barminn og hvaðeina. Labbitúr þangað eitt kvöldið er must.



- Kalverstraat
Fyrir alla verslunarfíkla, þá er þetta staðurinn til að vera á. Allar búðir sem að þú þarft, H&M, Monki, Vero Moda, Vila, Zara, River Island, Nike og margar minni búðir. Allir geta fundið sér eitthvað við hæfi og óhætt að segja að peningurinn hverfur hryllilega hratt.

Ekki nógu ánægð með Monki pokana - líta út eins og hagkaupspokarnir!!


- Dam Square
Svokallaður miðbær Amsterdam. Stutt í Kalverstraat og Madame Tussoue (fyrir þá sem hafa áhuga á því). Sniðugast væri að planta sér á einum veitingarstaðnum þarna og sötra einn drykk - ég gerði það allavega! Mæli með Majestic.

Dam Square í bakgrunn - Þarna var Tívolí útaf vetrarfríum hjá börnum í Hollandi.


- Rain club
B5 Amsterdam. Say no more.

- Amsterdam ArenA
Hef þennan lúmska áhuga fyrir fótbolta og við ákváðum að fara á Ajax leik. Yfir 40.000 manns á leiknum og tryllt stemmning. Leikurinn hefði getað verið meira spennandi en hann endaði í 0-0 jafntefli. 



- Sigling um Amsterdam
Skylda ef þú vilt sjá borgina í heild sinni. Tekur um það bil klukkustund og þar er enskumælandi fararstjóri sem að segir frá borginni. Hægt að fara á næstu bryggju sem er rétt hjá aðal lestarstöðinni og hoppa um borð í eina létta ferð.



-Museumplein og Vondelpark
Virkilega fallegir garðar og vekja eflaust mikla lukku á sumrin. Fórum í þá báða og gaman að sjá hversu margir hollendingar eru á hjólum allan ársins hring.




Hafa skal í huga :
- Fólk á hjólum er í rétti 
- Amsterdam er dýr borg, þá meina ég að það er ódýrara að kaupa kókdós heldur en litla vatnsflösku.
- Dýrt að taka leigubíl - aldrei mælt með því. Nota frekar lestirnar og strætóa
- Nýta sér tax-free. Fékk 60 evrur til baka BÚMSJAGGALA $$$
- Ef að þið þekkið einhvern sem býr í Amsterdam, endilega farið í mat til þeirra eða hafið bröns - það er alltaf skemmtilegt að koma í heimahús í stórborgum.
- Mæli með Zushi veitingarstaðnum 



- GBV

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com