ÍSLAND

22:28

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað það heimsækja margir síðuna þó svo að hún hafi ekki verið virk í nokkra mánuði. Enn eftir reisuna fékk ég smá bloggleiða og var ekki að nenna sinna síðunni neitt.

Við lentum á KEF flugvelli þann 30. maí óvænt. Ég og Stefán komum foreldrum okkar alveg á óvart og óhætt að segja að mamma var í algjöru áfalli að sjá mig 2 dögum fyrr enda búin að plana daginn alveg í gegn þegar að ég kæmi heim frá London :-)

Það versta við að fara í svona reisu er að það slekkur ekki á neinni löngun hvað varðar ferðalög. Núna langar mig bara að ferðast ennþá meira enn ég skráði mig í skóla í  haust og verð þá ekki á neinu flandri.. eða svona næstum því.

Ég er nefninlega á leiðinni til Amsterdam í lok oktober sem ég er mjög spennt fyrir. Stutt helgarferð með fríðu föruneyti. Annars er ég búin að liggja yfir öllum ferðasíðum heims og skoða mér ferðir og velta því fyrir mér hvað ég vil gera næst. Er búin að stúdera ýmislegt þ.e. hvort að það sér gerlegt fjárhagslega eða ekki og er komin með þrjá valkosti, ég mun láta vita með fyrirvara hvað verður fyrir valinu og hef ég tekið meðvitaða ákvörðun um að blogga líka um Amsterdam - bara að ganni.

Ég lofaði sjálfri mér að vera dugleg að skoða landið mitt í sumar en því miður bauð veðrið ekki mikið uppá skemmtileg spontant roadtrip eða útileigur. Ég hafði gert checklista í hausnum um hvað mig langaði að heimsækja og ég held að ég hafi náð um það bil 50% af því.




Var reyndar búin að skoða Geysi en það var um kvöld og telst eiginlega ekki með. Annars hef ég nám á Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og mun þá koma við a Hofsósi og kíkja í sund í geðveiku sundlauginni sem er þar. Hitt verður að bíða til betri tíma.

Afmælisroadtrip Stefáns - Fórum austur og skoðuðum fossana og Jökulsárlón!

Jökulsárlón sveik engann

Bolafjall í Bolungarvík

Við krakkarnir


Hörgshlíð. Náttúrupollur um 100km frá Ísafirði.

Ég er bloggsjúk - skoða öll blogg sem ég finn og hef rosalega gaman af þeim. Mitt uppáhaldsblogg þessa dagana er blogg frá einni minni bestu, Jónínu Birgisdóttur, en hún er um þessar mundir að ferðast um Afríku í hjálparstarfi ABC. Jónína, Júlíana (tvíburasystir Jónínu) og Helga halda úti bloggi á meðan þær eru úti og þær eru alveg að selja mér hugmyndina að skrá mig í ABC skólann og fara ferðast um Afríku. Mæli með að þið kíkið HÉR


Annars vona ég að þið hafi gaman af því að fylgjast með og ég hlakka til að sýna ykkur annað uppáhalds ferðabloggið mitt sem mun fara aftur í gang í nóvember - Stay tuned

-GBV



You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com