SHE KAKÓ & BOSTON
18:16
Tvær borgir sem ég gæti búið í - klárt mál. Rólegar borgir með góðum samgöngum og sól á sumrin. Draumur.
____________________________
Tíminn leið óþæginlega hratt þegar að við vorum í Chicago. Vorum liggur við mætt og þá vorum við á leiðinni til Boston. Við náðum nú ekki að gera heilmargt á þessum þremur dögum þar sem að einn dagurinn fór í fallhlífarstökk. Jú þið lásuð rétt - við skelltum okkur í eitt stykki fallhlífarstökk. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að þetta hafi verið eitthvað ,,skyndi-yolo-flipp" dæmi. En við vorum búin að ákveða það mörgum mánuðum fyrir að við myndum skella okkur á afmælisdaginn hans Stefáns.
Afmælisbarn x |
Við vildum samt bíða með að panta hoppið því að veðrið í Chicago er óútreiknanlegt þannig að við ætluðum bara að panta það nokkrum dögum fyrr. Æj. Við hefðum bara átt að panta það fyrr. Við ætluðum upprunarlega með Sky Dive Chicago - kom svo í ljós að það er ekkert staðsett í Chicago heldur klukkutíma fyrir utan. Sjokk númer eitt komið. Svo fórum við nú að leita af fleiri fyrirtækjum, þá kom í ljós að þau eru öll stödd fyrir utan Chicago (sem meikar sens eftir á auðvitað). Sjokk númer tvö. Við pöntuðum okkur þá hopp í öðru fylki, eða Wisconin. Við fórum með Über (sem ég mun fjalla um seinna) í klukkutíma keyrslu í lítinn bæ sem heitir Kenosha. Þar fórum við og horfðum á myndband, skrifuðum undir pappíra - sem var ekkert djók. Þarna skrifuðum við undir allan andskotann m.a. að við mættum ekki kæra þau til neins ef eitthvað skyldi koma fyrir, að þau bera í raun og veru enga ábyrgð á neinu og að ef að ég skemmi eitthvað af dótinu (sem að ég skil ekki hvernig ég ætti að fara að) að þá myndi ég borga það. Jújú. Skrifum bara undir þetta. Kviss. Bamm. Búmm. Málið afgreitt. Svo tóku við 45 mínútur af mér og Stefáni í stressspennukasti að bíða eftir að það kæmi að okkur. Svo kom maður að nafni Pat sem er einn sá skrýtnasti sem ég veit um. Hann gat með engu móti kallað mig Finna þannig að úr varð Aquafina - þið vitið. Eins og rándýra vatnið sem þið kaupið í útlöndum. Hann rak líka upp stór augu þegar að hann sá Ð-ið í nafninu mínu og grenjaði úr hlátri þegar að hann fékk að heyra hvernig það væri boðið fram. Já þessir kanar.
Svo var komið að okkur að henda okkur í búningana. Konan sem að hoppaði með Stefáni var endalaust að segja honum til um leiðbeiningar og ég var alltaf að reyna fylgjast með, en þá kom Pat og sagði mér að loka eyrunum og ekki vera hlusta á þessa vitleysu. Ég stresshló og hlýddi honum auðvitað. Svo settumst við upp í flugvélina sem var eitt mesta skítamix sem ég hef séð. Búið að teipa eitthvað sæti þarna (sorry mamma - ekki hata mig) og svo tróðum við okkur, öll fjögur saman í vélina. Ég sat þvert á móti flugstjóranum eða svona, þannig að ég leit upp þá var hann þar að stýra flugvélinni. Mér leið eins og ég væri að fara í eitthvað ultra leynilegt hermission. Nóg um það. Eftir að flugvélin fór hærra og hærra heyrist í Pat mínum.. ,,DOORS" og hurðin flýgur upp og þá byrjaði fiðringurinn í mallakútnum. Hann sagði mér svo að fara á brúnina og ég hugsaði með mér.. jæja. Nú er komið að þessu. Ég er í alvörunni að fara hoppa héðan út. Svo hoppaði ég. Og féll í 35 sekúndur. Shit ég get ekki lýst þessu.. ég öskraði úr gleði og spennufalli og fékk svo að stýra fallhlífinni þegar að hann togaði í hana. Þegar að við lentum svo loksins sagði Pat "Man you're a beautiful women".. eitt skrýtnasta. Ég var í svo miklu spennufalli að ég sagði bara ,,THANKS FOR NOT KILLING ME" og tók í hendina á honum.
Við keyrðum svo aftur að Skydive centerinum þar sem að við vorum alsæl og orðin ógeðslega spennt að sjá myndirnar úr þessu. Byrjuðum á að skoða myndirnar hans Stefáns og þá tók konan bara myndir fyrir og eftir hoppið - COOOL geggjað að eiga það. Svo kom að mínum myndum en þá hefði Pat ætla að copy-a þær yfir og copy-að eitthvað annað og balbalbla - þannig að mínar eyddust allar. Við vorum ógeðslega fúl. Fyrst var Stefán ógeðslega fúll því að hans myndir klikkuðu en svo varð ég ennþá fúlari því mínar eyddust allar. Ég reyndi samt bara að sjá það góða í þessu. Ég gerði þetta, ég lifði af og þetta var snilld. Eins og ég sagði við mömmu, þá neyðist ég bara til að fara aftur. Sem að við munum pottþétt gera.
Þreytt, fúl, glöð - allt á sama tíma. |
JÆJA - eitthvað annað en fallhlífarsagan. Við skoðuðum ýmislegt í Chicago, borðuðum góðan mat og versluðum. Eða ég verslaði. Stefán bar pokana og spilaði Two Dots klukkutímum saman.
Eitt stykki skrýtið listaverk í Chicago |
Vinsælasta attraction Chicag- Cloudgate |
Boston var svo síðasta stoppið. Guð ég elska Boston. Kannski útaf því að hún hefur þennan evrópska sjarma yfir sér. Eitthvað var það allavega. Fórum í outlet þar sem að ég keypti á strákana mína (Pabba og Orra nottla) og smotterí fyrir sjálfa mig. Ég skil mætavel afhverju fólk fer til Boston. Ég myndi hiklaust koma hingað aftur heldur en nokkurntímann New York. Við skoðuðum samt helstu staðina hérna, Harvard og Staupastein. En mestmegnis af ferðinni fór í að versla. Gistum líka hjá frábæru fólki! Enduðum svo ferðina á að sjá uppáhaldshljómsveitina hans Stefáns, The Kooks á pínulitlum stað hér í Boston. Tónleikarnir voru bilaðiiiir og algjör snilld að hafa tónleikana á svona litlum stað en það voru um 2.000 manns þarna. Nóg af plássi og enginn að troðast. Því í Bandaríkjunum virka svoleiðis reglur. Ef að þú ert að troðast og með dólg - þá er þér hent út. Easy. Sæi þetta aldrei fyrir mér ganga á Íslandi.
Núna sitjum við á Boston Logan Airport að bíða eftir fluginu heim. Þvílíkar vikur sem við erum búin að eiga hér í Bandaríkjunum. Það er búið að vera svo gaman að ferðast, og þá sérstaklega með Stefáni. Hann kætir og bætir og er hinn besti ferðafélagi. En ég vissi það auðvitað.
Næst á dagskrá er auðvitað verslunarmannahelgin og svo hin sívinsæla rútína. Úff. Þvílík viðbrigði sem það verða.
Ég mun setja inn upplýsingar um Bandaríkin í "Things To Do" þegar að ég nenni/get/hef tíma, annars er ykkur velkomið að senda mér skilaboð ef það er eitthvað.
GBV
0 ummæli