IF YOU'RE GOING TO SAN FRANCISCO...
07:29
…Be sure to wear some flowers in your hair. - Klikkaði reyndar á því. Man það næst!
San Francisco var frábær áfangastaður. Við gistum í hippahverfinu sem nefnist Haight og sáum ekki eftir því. Hverfið minnti mig samt á Amsterdam og á nokkrum tímapunktum fannst mér ég vera í Amsterdam!! (Ég er svo skrýtin stundum). Við erum orðin algjörir pro í samgöngum hér í Bandaríkjunum sem gerir okkur hlutina mjög auðvelda. Ég held að við séum búin að taka leigubíl þrisvar.
Fyrstu daganir einkenndust af mér grenja í Stefáni um vorkunn. Jú bruninn minn var svooooo slæmur - ég hlífi ykkur samt og set því ekki inn myndir en djís lúís hvað þetta voru sársaukafullir dagar. Aloe Vera og gelgrisjur voru mínir bestu vinir í 4 daga.
Við gerðum auðvitað allt "must do" samhliða því að slappa af. Við fórum í klippingu hér og ég hreinlega kvíði fyrir að koma heim til Íslands og láta hana elskulegu Fanney sjá um hárið á mér. Því að klippikonan mín fór ekkert sérlega vel með hárið mitt hér í USA. En jæja.. það vex svosem aftur.
Við borðuðum alltof mikið af sukki og viðbjóð. Fórum tvisvar á In N Out burger sem að er btw GOURMET. Á horninu frá gistingunni okkar var staður sem heitir Burger Urge og svo fórum við á Ike's - þar eru handsdown bestu samlokur í hele verden.
En nóg um það… Við kíktum í Alcatraz eins og þið, glöggir lesendur, lásuð hér fyrir neðan. Kíktum á Golden Gate brúnna, í "hommahverfið" Castro, Union Square, Lombard Street, Fishermans Wharf, Pier 39, China Town (sem er stærsta china town í heimi fyrir utan asíu) Cable cars og auðvitað þrömmuðum við fram og til baka í götunni okkar. Við ákváðum líka spontant að kíkja á hafnaboltaleik, það var mjög skemmtilegt en við vorum alltaf að spá í því afhverju þeir hittu aldrei boltann. ,,Hversu erfitt er bara að hitta boltann" og í framhaldi að því ákváðum við að skella okkur í batting cages og viti menn, djöfull er erfitt að hitta og skjóta hafnabolta langt!! Ég var dauð í höndunum, með blöðrur og allann pakkann.
Flat out fabulous ef þú spyrð mig…. |
Let's go Giants! |
Þar sem að þetta var svona hippagata voru allar búðirnar í götunni lífrænar. Ég hef ekkert á móti lífrænum mat og finnst hann mjög góður en ég átti erfitt með mig þegar að Stefán keypti lífrænt Cocoa Pops.. Mig langaði bara í það gamla góða. Það var svolítið fyndið að sjá matinn okkar.. allt voða lífrænt og fancy. Ég sem sætti mig við kók og snakk í kvöldmat.
ATH þetta er ekki lífrænn matur |
Menningarsjokk ferðarinnar (þá meina ég í USA í heildina) er klárlega allt heimilislausa fólkið. Ég er orðlaus yfir því hversu margir búa á götunni. Við vorum kannski að labba um kvöld og þar var bara fólk sofandi á milli trjáa.. Mér finnst þetta mjög sorglegt og varð svo meyr að sjá þetta. Maður sér það meira og meira með hverjum áfangastað hvað það eru mikil forréttindi að búa á Íslandi.
Við skilum kveðju heim. Vika í okkur.
XOX/GBV
1 ummæli
:D San Francisco er ÆÐI!! og já það er rosa mikið af heimilislausum og mikið af fólki að betla :( :( fóru þið ekkert á Chipotle eða Jamba Juice (boozt staður?) mig dreymir um þessa staði að gúffa á ;) (báðir hollir samt :Þ)
SvaraEyðaÉg vissi þetta ekki með kína hverfið, gaman að því :) labbaði bara 1x þar í gegn og sá fullt af allskonar furðulegum dýrum elduð sem héngu í gluggunum og alltaf dúfur inn á veitingastöðunum þar ...úff...