WHAT HAPPENS IN VEGAS - STAYS IN VEGAS

22:59

… eða þið vitið. Voða lítið búið að gerast nema að ég tapaði 60 dollurum en vann svo 70$!! Vegas 0 Guffa 1 - BOO-YA!


Vegas Vegas Vegas.. Hvar byrjar maður? Við vorum hér í 8 nætur og vorum bæði með smá efasemdir hvort að það væri ekki alltof langur tími til að vera hér. Ég get ekki sagt að eftir 8 nætur sé ég "algjörlega buguð á þessum áfangastað" eða "djöfull og dauði hvað ég væri til í að fara einhvert annað núna". Vegas býður nefninlega upp á svo mikla afþreyingu og skemmtun.



Við erum búin að vafra hér í hverja verslunarkeðju á fætur annarri, skoða "borgirnar" sem að eru hérna, kíkja í spilavítið, sólbaðast, fara í Grand Canyon ferð, kíkja í ræktina, fara í rússíbana  og spila pool (sem ég vann í tvígang og græddi 2$). Ekkert nema toppnæs dvöl sem er senn á enda. Það er hinsvegar búið að vera biiilaður hiti hérna (42°C að meðaltali) sem að þýðir það að ég og Stefán erum búin að vera hlaupa inn í verslunarkeðjurnar til að kæla okkur niður og passa ljósu húðina mína sem að ég erfði frá móður minni. Svo að þið sofið vært í nótt er ég að bera 50 blocker á mig alla dvölina hér og hef ekki snert 30 vörnina mína frá Hawaiian Tropic sem að ég fékk á 5 dollara.  

EN fyrir þá sem að hafa ekki komið til Vegas þá skal ég segja ykkur frá þessum "borgum". Hér er ein stór gata sem nefnist The Strip. Strippið er 6.8 kílómetrar á lengd. Hugmyndin er að maður þurfi ekki að fara neitt annað í heiminum nema til Vegas því þarna er búið að búa til áfangastaði, eins og t.d. New York, París, Grikkland, Little Italy og Feneyjar. Jú kæru vinir.. við erum að tala um að í Vegas er Eiffell turninn, Empire State,   Brooklyn Bridge, St. Mark's Campanile, menn á gondólum að sigla með þig inn og út úr verslunarmiðstöðum, pýramýdi, Ceasar's Palace og ég veit ekki hvað og hvað. Ég læt myndirnar útskýra þetta betur - þetta er álíka jafn mikil bilun eins og að heimsækja Dubai. Allt risastórt og augljóslega nóg til! 

Nú tekur við önnur airbnb.com gistingin okkar en hún er í Los Angeles í viku. Erum bæði mjög spennt fyrir L.A. Bæði því að þar er rúmlega 20°C en ekki 42°C eins og hér (sem þýðir að ég get byrjað að nota Hawaiian Tropic vörnina mína!!) og vegna þess að þar eru allt fræga fólkið! (vonandi hehe). Erum með þétta dagskrá um "hvað við verðum að gera" og vonandi náum við að fara í gegnum þetta allt á viku.

Í Feneyjum? Neiii bara í Grand Canall 



Komin til Parísar? Neiii ennþá í Vegas

New York New York… nema bara New York í Vegas

Að labba yfir "Brooklyn Bridge" 

Ég ætla enda þessa færslu á að þakka öllum fyrir innlitið á þessa síðu. Hún er búin að fara langt fram úr mínum væntingum.. Eitthvað sem að byrjaði sem smotterís upplýsingaflæði til fjölskyldu minnar og vina er orðið svo miklu stærra! Ég vil líka þakka ykkur sem að eruð búin að senda mér póst og spyrja um ráðgjöf - mér þykir mjög vænt um það og er meira en til í að hjálpa ykkur. 

Erum í þessum töluðu orðum að stíga uppí rútu. 



California.... here we come! 



XOX/GBV 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com