BORG ENGLANNA
08:20
Þessir átta dagar sem að við eyddum í LA voru skuggalega fljótir að líða. Ég hefði auðveldlega getað verið lengur þarna.
Rooftop - Mjög svo næs. |
Við gistum í miðbæ LA hjá konu sem heitir Gina. Hún var frábær host og íbúðin hennar var æði og svolítið skondin. Þið sem eruð með mig á snapchat tóku eflaust eftir öllum hundamyndunum sem að ég setti í My Story. Hún á nefninlega hund sem heitir Pepe og elskar hann útaf lífinu. Heima hjá henni var að finna málverk af hundinum, fullt af ljósmyndum, útskorna mynd af honum endalaust af hunda qoute-um og margt fleira. Mér var allavega mjög skemmt. En já… aftur að húsinu hennar. Á þakinu var sundlaug og pottur og þar gátum við chillað eftir langan dag og slappað almennilega af, sem við gerðum eiginlega alla dagana.
Við skoðuðum þetta helsta sem er hér í LA og í kringum borgina. Beverly Hills var æði. Við kíktum á Griffith Observatory þar sem er hægt að sjá hið fræga Hollywood skilti. Griffith Observatory er líka snilldar hús. Það leggur áherslu á stjörnufræði og er með fullt af skemmtilegu dóti þarna. Við fengum m.a. að skoða í risastóran kíki þar sem að við sáum Satúrnus - og það var magnað!! Skoðuðum svo í annan kíki og þá sáum við tunglið.. nema bara miklu nær heldur en við gerum venjulega. Inn í húsinu er svo fullt af loftsteinum og dóti sem tengist stjörnufræði. Ef að ég væri stjörnufræðiséní (Sem ég er því miður ekki) þá væri þetta örugglega einn mest spennandi staður sem ég færi á.
Við áttum í erfileikum með að komast nálægt þessu blessaða Hollywoodskilti. Ég talaði við ýmsa reynda LA ferðamenn sem að reyndu sitt besta að segja mér frá bestu leiðunum. Ég og Stefán rákumst þá á snilldarferð sem að kostaði 30$ og við fengum að fara mjög nálægt skiltinu. Í ferðinni var líka farið og sýnt okkur hús fræga fólksins þannig að við sáum það bara auka plús. Slegið, sign me up og hvar borga ég??? Þegar að ferðin hefst svo loksins stoppum við á einhverjum grútuðum útsýnispalli. Ég segi við Stefán ,,Guð sé lof að við erum að fara á annan stað að sjá skiltið.." því maður sá varla í það, því það var svo langt í burtu. Stefán ákveður þá að spyrja kallinn hvort að við færum ekki örugglega nær því. Neinei.. þá var þetta eina stoppið í þessari helvítis ferð að skiltinu. URG. 30 bökks farnir útum gluggann og ég sjúklega pirruð og alveg drullusama hvar þessi celeb eiga heima.
Við fórum þá í pirringskasti á Hooters að borða og ákváðum bara að taka über taxa þaðan að skiltinu. Já neinei.. vopnaður vörður og allur pakkinn þegar að við vorum komin áleiðis bað okkur vinsamlegast að snúa við. Þar fór 10$.
Þarna vorum við orðin frekar pirruð, búin á því eftir daginn og 70$ fátækari í heildina eftir ömurlegt mission. Kvöldið fór því í að googla leið og viti menn.. if there's a will - there's a way!
Við tókum einn lítinn strætó og eina lest. 5$ fram og til baka. Og við komumst eins nálægt skiltinu og hægt var. En ekki er allt gull sem glóir. Eftir að við vorum búin að taka strætóinn tók við ein mesta göngugarpsleið sem ég hef á ævi minni gengið. Upp hæðina og svo voru tröppur þarna sem að drápu. Jesús. En þegar að við vorum loksins komin gleymdist allt. 70$ dollararnir voru liðin tíð og við vorum alsæl með geðveikar myndir af okkur og skiltinu. Lokaniðurstaða = alltaf að gera ferðirnar sjálf/ir/ar. Margfallt ódýrara og miklu skemmtilegra.
Sjá þennan ligeglad vitleysing. Alsæll með að vera loksins mættur. |
The PoPo að taka myndir sjálfir.. |
Við skoðuðum líka Walt Disney Concert Hall, Hollywood Boulevard, Downtown LA, Santa Monica Pier, Venice Boardwalk, The Grove, Melrose Trading Post, Melrose Avenue og fengum að upplifa ekta 4th of July. Eins og ég sagði fyrir ofan hefði ég viljað vera lengur í LA því við náðum t.d. ekki að fara í Disneyland og Universal Studios. En það verður bara að bíða til betri tíma.
Happy 4th! |
Melrose Trading Post. Ótrúlega skemmtilegur markaður. |
Mín kona, Bridget Jones! |
Chuck Norris beibí |
Á lokadeginum tókst mér svo að brenna. Brenna virkilega illa. Ég skil þetta ekki. Sólin er eitthvað öfundsjúk eða þolir mig ekki. Ég bar samviskusamlega á mig 30 vörn og hitinn var aldrei meira en 25°. Þegar að við erum svo komin að Santa Monica Pier byrja ég að sjá smá roða á höndunum. Ekkert vont að brenna þar, tala af reynslu. Nema hvað svo byrja ég að brenna á skrýtnustu stöðunum, hálsinum, handakrikanum, EINUM fæti, maganum, efri vörinni og einni rist. Ég er ennþá að kveljast úr þessum bruna enda mæli ég ekki með fyrir neina einustu manneskju að brenna á handakrikanum!!!!
Lokakvöldið fórum við svo út að borða, ég skaðbrennd og Stefán líka brenndur (þó svo að hann muni aldrei viðurkenna það). Fórum á svooo fallegan stað sem heitir The Ivy. Mæli hiklaust með honum. Maturinn er í dýrari kantinum en þess virði, ég lofa.
Annars ef litið er á björtu hliðarnar þá erum við komin til San Francisco. Borgin er dásamleg. Fólkið er afslappað, lítið um áreiti en það er að vísu svolítið kalt hérna. Eða þið vitið, miðað við hitann sem við erum búin að vera í. Veðrið hérna er eins og fullkomið íslenskt sumarveður. Ég kvarta ekki. Ekki á meðan þið fáið bara endalausa rigningu.
Á þessum tímapunktu áttaði ég mig á því að ég væri orðin að brunarúst |
Fimmtán dagar í heimkomu. Djöfull líður tíminn hratt.
XOX/GBV
0 ummæli