skÝRn
00:35
Það er með ólíkindum hvað ég vanræki þessa heimasíðu mína. Að vísu hefur fókusinn verið á litlu stelpunni minni en ég lofaði að ég myndi taka mig á í orlofinu, og ég ætla að standa við það! Ég fæ mega samviskubit að sjá hversu margir koma hingað daglega og síðan jafn lífleg og gervipottablómið mitt.
Ég bauð uppá:
- Satay kjúklingaspjót
- Djúpsteiktar rækjur m. sweet chili
- Bruchetta m. tómötum, rauðlauk og basiliku
- Tortilla
- Kornflexbananaköku
- Skírnarrósaköku
- Kaka með kaffisúkkulaði
- Frönsk súkkulaðikaka
- Makkarónur
- Hvítsúkkulaði hrískúlur frá Omnom (kemur vonandi bráðlega í búðir)
- Mini pizzur fyrir krakkana (sem enduðu svo á að slá rækilega í gegn hjá fullorðna fólkinu)
- Gos í gleri og safi fyrir krakkana og auðvitað kaffi.
Við skírðum í Mosfellskirkju sem er ein fallegasta kirkja landsins að mínu mati. Hérna erum við foreldrarnir ásamt skírnarvottum og guðföður, og auðvitað elsku Ýri okkar.
Ég vil líka nýta tækifærið hér og þakka öllum fyrir komuna og gjafirnar sem Ýr fékk. Það fer ekki á milli mála að hún á frábært fólk að. Takk!
Endilega haldið áfram að kíkja hingað inn. Eldhúsið er alveg að verða tilbúið og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur! Ég er líka að taka stofuna aðeins í gegn, fyrst maður er nú í orlofi. Speeeeennnandi ;-)
Guffa
Þessi færsla tengist íbúðinni ekki heldur ætla ég að deila með ykkur skírninni. Skírnin heppnaðist ofboðslega vel. Veðrið var lygilega gott, maturinn sló í gegn og margir sáu sér fært um að koma og fagna þessum degi með okkur, þrátt fyrir týpíska ferðahelgi. Það er eitthvað svo gaman að halda veislur og að vera með fólkinu sínu.
Hún fékk nafnið Ýr. Þessvegna setti ég ý í skírn hérna fyrir ofan. Þið fattið - orðagrín og allt það. Nafnið er út í bláinn en okkur fannst það líka skemmtilegt að Stefán er frá Ísafirði og ég Reykjavík. Það gerir að vísu Ír en þið skiljið - hún sameinar okkur og allt það væmna klabb.
Enn að veislunni. Ég var búin að vera með smá hugmynd í hausnum mínum um hvernig ég vildi hafa hana. Ég er mjög sátt með allt sem var í boði og vona að allir hafa farið saddir frá borði. Ég ætla að leyfa myndunum að tala:
Hún fékk nafnið Ýr. Þessvegna setti ég ý í skírn hérna fyrir ofan. Þið fattið - orðagrín og allt það. Nafnið er út í bláinn en okkur fannst það líka skemmtilegt að Stefán er frá Ísafirði og ég Reykjavík. Það gerir að vísu Ír en þið skiljið - hún sameinar okkur og allt það væmna klabb.
Enn að veislunni. Ég var búin að vera með smá hugmynd í hausnum mínum um hvernig ég vildi hafa hana. Ég er mjög sátt með allt sem var í boði og vona að allir hafa farið saddir frá borði. Ég ætla að leyfa myndunum að tala:
Makkarónurnar fékk ég á www.lindaben.is og ég get ekki mælt nógu mikið með þeim. Þær voru æðislegar og slógu í gegn í veislunni. Ég valdi með saltkaramellu, hvítu súkkulaði og hindberjum.
Ég bauð uppá:
- Satay kjúklingaspjót
- Djúpsteiktar rækjur m. sweet chili
- Bruchetta m. tómötum, rauðlauk og basiliku
- Tortilla
- Kornflexbananaköku
- Skírnarrósaköku
- Kaka með kaffisúkkulaði
- Frönsk súkkulaðikaka
- Makkarónur
- Hvítsúkkulaði hrískúlur frá Omnom (kemur vonandi bráðlega í búðir)
- Mini pizzur fyrir krakkana (sem enduðu svo á að slá rækilega í gegn hjá fullorðna fólkinu)
- Gos í gleri og safi fyrir krakkana og auðvitað kaffi.
Við skírðum í Mosfellskirkju sem er ein fallegasta kirkja landsins að mínu mati. Hérna erum við foreldrarnir ásamt skírnarvottum og guðföður, og auðvitað elsku Ýri okkar.
Ég vil líka nýta tækifærið hér og þakka öllum fyrir komuna og gjafirnar sem Ýr fékk. Það fer ekki á milli mála að hún á frábært fólk að. Takk!
Endilega haldið áfram að kíkja hingað inn. Eldhúsið er alveg að verða tilbúið og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur! Ég er líka að taka stofuna aðeins í gegn, fyrst maður er nú í orlofi. Speeeeennnandi ;-)
Guffa
0 ummæli