Eldhúsið

18:06

Ji hvað ég er búin að vera spennt að sýna ykkur þessa færslu.

Loksins er eldhúsið fullklárað. Þetta er svo sannarlega búið að taka langan tíma en það var svo þess virði. Ég held að það sé best að skoða nokkrar fyrir myndir til að fá hugmyndina um hvernig eldhúsið leit út.

Fyrir það fyrsta þá var þetta eldhusinnréttingin sem tók á móti okkur við kaup á íbúðinni. Að sjálfsögðu var farið í það strax að selja hana og believe it or not þá fengum við 20.000 fyrir hana.

Þvottavélin var geymd þarna til hægri en við stækkuðum baðherbergið til að koma henni frekar fyrir þar 


Rifið niður veggurinn sem lokaði eldhúsið af

Búið að moka öllu út og taka vegginn og gólfefnið af. Við hækkuðum s.s. gólfið 





Innréttingin að detta inn. Hér var nýtt skápaplássið 100%


 Áður en parketið var lagt 
Mattur vaskur varð fyrir valinu
Verið að vinna í nýja loftinu 


Farin að koma smá mynd á eldhúsið. Vantar bara framhliðarnar. 


Nokkrar framhliðar komnar á! 

Enn fleiri :-) 

Nokkrar framhliðar sem eiga eftir að koma á. það þurfti að skítamixa smá uppþvottavélar framhliðina og fyrir vaskaskápinn. 

Keyptum nýtt eldhúsborð. Fannst hvíta létta mun meira á í svona litlu rými :)
Ákváðum eftir á að henda tveimur efri skápum upp fyrir meira skápapláss þar sem rýmið þarna var frekar dautt. 


Maður getur víst ekki keypt allt strax. Þá notar maður vatnskönnu sem áhaldakrukku! 
Til hægri geymum er svo lítið skot sem einhverntímann verður skápur. Þangað til keyptum við bara hanka og geymum þarna poka fyrir ruslapoka og poka fyrir flöskur. Stefán á heiðurinn á hvíta pokanum, þvílíkt listaverk! 

Aldrei lognmolla hjá okkur. Vinnupallar fyrir utan og svona fínerí

 Allt orðið reddý

 String hillan og kaffihornið okkar 
 -



Verð að viðurkenna, bara nokkuð sátt með eldhúsið í litla kotinu okkar :-)


Vonandi höfðuð þið gaman af. Þessi færsla tók mig allavega nokkra mánuði hahah.

Kv.
Guffa 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com