BIÐIN ENDALAUSA
01:31
Við erum loksins búin að borga allar gistingar og ferðir fyrir USA og ég er búin í prófum, þvílíkur og annar eins léttir !!
Eeenn…spennan er orðin rosaleg og löngunin að komast í frí stigmagnast með hverjum degi. Brottför er 10. júní - þetta er að bresta á. Ég er farin að vera óþreyjufull og tel niður dagana (þeir eru 15 btw).
Það urðu smá breytingar á gistingum en við enduðum á að cancel-a Hostelinu í New York vegna þess að það kostaði of mikið. Við ákváðum þess í stað að leita á snilldarsíðunni airbnb.com og fundum fína gistingu fyrir miklu betra verð - ég læt ykkur vita hvernig airbnb reynslurnar eru en við höfum bara prufað eina og það var í Dubai fyrir akkurat ári síðan! Hún heppnaðist mjög vel en við gistum hjá stráki sem heitir Zach. Hægt er að lesa meira hér
Vefsíðan hefur fengið nýtt útlit og ég vona að ykkur líki það. Síðan er ennþá í vinnslu og ég mun setja inn ýmiskonar ferðatengdar upplýsingar og fróðleik og vona að það hjálpi einhverjum ferðalingum þarna úti. Ef að þið hafið eitthvað sérstakt sem að þið viljið að ég taki fyrir (þó svo að ég er enginn sérfræðingur) þá megið þið auðvitað senda inn línu. Ég mun gera mitt besta til að svara þeim.
Ég hlakka svo mikið til að byrja mitt næsta ævintýri að það hálfa væri hellingur enda aldrei komið til Bandaríkjana!
GBV
0 ummæli