DUBAI

18:57


Við sögðum skilið við Indland og héldum áleiðis til Sameinuðu-Arabísku furstadæmana eða Dubai. Við vorum búin að bóka heimagistingu í gegnum www.airbnb.com og það tók langan tíma að finna staðinn og ég var farin að halda að þetta væri einhverskonar scam en svo fundum við íbúðina sem var að öllu leyti fullkomin. Lítil stúdíóíbúð í hjarta Dubai með fríum aðgang að sundlaug, rækt, gufubaði, pool-i og borðtennis og ekki skemmdi það fyrir að The Dubai mall var í göngu færi. Hann heitir Zach sem að hýsti okkur og ég mæli eindregið með því að fólk gisti hjá honum ef það er á leiðinni til Dubai. Sjá nánar HÉR



Við höfðum 5 daga til að skoða Dubai en letilífið freistaðist oft og við enduðum oftar en ekki í sólbaði við fullkomna sundlaugarbakkann. Við fórum að vísu í eyðimerkursafari sem var ótrúlega skemmtilegt. Keyrðum um í eyðimörkinni á rándýrum Land Cruiser, fórum á úlfaldabak, borðuðum bbq og horfðum á magadansshow.





Það var vafrað alltof oft í Dubai Mall og við ákváðum að skoða einnig hitt risastóra mollið – The Emirates Mall. Þarna var skíðasvæði innandyra sem var sjúkt að sjá en engu að síður gaman að skoða! Skíðalegend-ið lagði ekki í að fara eina ferð enda kostaði það í kringum 7.000 kall.



Það var skoðað allt þetta klassíska þ.á.m. Burj Al Arab – flottasta hótel í heimi, Burj Khalifa – hæstu byggingu í heimi, Dubai Fountains og öll háhýsin sem umkringdu borgina.


Við fórum einnig í Old Souk Market sem er gamall markaður hérna en Zach mælti með að við myndum kíkja þangað og sjá 'Gamla Dubai'. Þarna voru krydd og gersemir á lágu verði og þar var kippt nokkrum minjagripum með.



Zach fór svo með okkur á Al Hallab sem er arabískur veitingarstaður. Geðveikur matur og Zach án djóks einn besti host-inn!

Dubai virkar fullkomin. Allt fáránlega hreint, allir kurteisir, ekkert áreiti og bara fullkomin. Zach sagði okkur að vísu frá því að ég væri mikil þrælavinna sem að skemmdi ímyndina mikið.

Við sáum samt enganvegin eftir breytingunni okkar (þ.e. að breyta ferðinni 5 dagar Indland/5 dagar Dubai í staðinn fyrir 10 dagar í Indlandi)

Svo fer að koma að heimkomu. London í nokkra daga og svo bara HOME SWEET HOME. Manni er farið að langa svolítið heim en samt er þetta búið að vera svo skemmtilegt. Ástrós og Hafsteinn hafa gert ferðina ógleymanlega og er ég ævinlega þakklát fyrir þrjóskuna í Ástrósu að draga mig í ferðalag. I LOVE YOU!

Ein svona af okkur saman. Mín allra besta!


Næst á dagskrá er að fylla töskurnar (það kemst samt varla neitt meira fyrir) og njóta seinustu dagana í fríi.



-GB

You Might Also Like

2 ummæli

  1. Rakst inn á þetta blogg hjá þér, rosa flott! :) Ég og kærasti minn erum að pæla fara í asíu reisu i byrjun næsta árs og mig langaði rosalega að vita svona sirka hversu miklu þið voru að eyða svona í heildina, bara upp á það hversu miklu maður þarf að safna fyrir svona ferð? :)
    Endilega svarir mér á þetta mail :)

    SvaraEyða
  2. Hæ Sara og takk fyrir hlýjar móttökur! Þetta fer alveg eftir því hvernig þú ætlar að lifa þarna úti þ.e. hvort þú ætlar að leyfa þér hluti eða ekki. Ég tók með mér 1,1 milljón fyrir 3 mánuði - en leyfði mér líka helling. Flugin voru ekki svo dýr þannig að ég hafði mikin tíma til að safna mér fyrir ferðinni sjálfri. Ég myndi allavega alltaf eiga nóg frekar en að vera tæp á aur :-) Vonandi hjálpaði þetta þér eitthvað.

    GB

    SvaraEyða

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com