THINGS TO DO : N-AMERÍKA

Hér mun ég skrifa ýmsa hluti um löndin sem ég hef heimsótt í Norður Ameríku. Þau eru : Bandaríkin. Mikið af ábendingunum er mitt persónulegt álit. Ef að það vakna fleiri spurningar endilega hafið samband. 



MIAMI




Ég gerði mér miklar vonir um frægu djammborgina Miami. Ég hefði að vísu ekki átt að gera það. Á móti mér tók vont veður (þ.e. þrumur/eldingar og sól til skiptis) og ferlega vondur matur. Það var einnig upplifun fyrir sig að heyra bara talaða spænsku í 3 daga í Bandaríkjunum. Þó svo að Miami hafði sína galla eru kostirnir líka til staðar.

Afþreying: 
♤ Miami Beach á kvöldin. Sjón er sögu ríkari. 
♤ Það er gaman að fara í Everglades! Ekkert möst en ef að þú ert fyrir að halda á krókodíl og spóka þig um eins og góðvinur minn Horatio Caine í CSI þá er þetta sportið fyrir þig. 
♤ Vinsælasta afþreyingin er örugglega að fara í bátsferð að skoða hús fræga fólksins. Ég mæli alveg með því. Það var mjög skemmtilegt en hafið það í huga að maðurinn sem er að segja ykkur frá hvar stjörnunar búa ætlast til þess að verða tippaður um fullt af pening og fór í feita fýlu þegar að fólk tippaði hann lítið.
Little Havana stóð mest uppúr að mínu mati. Skemmtilegt kúbverskt hverfi þar sem hægt er að upplifa Kúbu á nokkrum tímum. Matur, kaffi og vindlar. <-- Must að mínu mati. Nema vindlarnir. Ég læt þá vera. 
♤ Að slaka á í sólbaði á miami beach er klárlega málið. Munið eftir sólavörninni.




Matur og drykkur: 
Kúbverski maturinn var besti maturinn sem ég smakkaði í Miami. 
♤ Að fá sér bulldog er góð skemmtun. Kokteill á stærð við mig sjálfa. De-Li-Sí-Ös. 
♤ Ég smakkaði Panera Bread þarna í fyrsta skipti og ég eeeeeeeelska það. Mæli hiklaust með þvi. Það er staðsett útum allt í USA. 








Staðreyndir og upplýsingar: 
♤ Ég mæli ekkert sérlega með því að vera í úthverfum (þ.e. annað en downtown Miami og South Beach) að kvöldi til. 
♤ Við gerðum smá rookey mistake og flugum til Fort Lauderdale í staðinn fyrir Miami International Airport. Fort Lauderdale er miklu lengra í burtu heldur en hinn þannig að ég mæli frekar með að taka flug til MIA.
















________________________________________________________________________________________

BOSTON





Drottinn minn dýri hvað ég elska Boston. Evrópsk og þæginleg. Svo líka bara svo ofboðslega falleg! Ég skildi aldrei áður fyrr blætið að ,,skella sér í verslunarleiðangur til Boston." Nú geri ég það. Og ætla að reyna fara aftur sem fyrst. 







Afþreying: 
♤ Outletin í Boston eru gargandi snilld. Ég fór í Wrentham Premium Outlets og var mjög sátt með það en þar eru um 170 búðir, svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Búðir á borði við Under Armour, Nike, Michael Kors, Tommy Hilfiger og Aldo. Það er hægt að panta rútu í gegnum ýmsar ferðaskrifstofur frá Boston (þetta er í klst fjarlægð). Miðarnir eru dýrir en svo sannarlega ódýrari en leigubílar! Ferðin kostar um 90$ á mann fram og til baka. 
♤ Harvard University er staðsett þarna. Það er alltaf gaman að geta nuddað því framan í einhvern að maður hafi heimsótt frægasta skóla í heimi. 
Þar sem allir þekkja nafnið þitt. Eða þið vitið. Cheers a.k.a. Staupasteinn. Ekkert sérlega spennandi. Gaman að sjá, tekur 5 mín að skoða. 
♤ Mér fannst æði að versla í Target í Boston. Fyllti heilu körfurnar af tilgangslausum hlutum, þ.á.m mini heftara því hann var svo krúttlegur, flash cards, krukkulímmiðum og  tyggjókúlum sem ég notaði í Babyshower hjá bestu vinkonu minni. Týpísk ég að kaupa drasl sem enginn notar.
♤ Við fórum á tónleika með hljómsveitinni The Kooks á pínulitlum skemmtistað sem heitir Paradise Rock Club. Ekki vitlaust að athuga hvort að það séu tónleikar á sama tíma og þú/þið eruð í Boston
Göngutúr meðfram vatninu er líka fínasta afþreying, gaman að sjá bátana, klassísku kanana að skokka og útsýnið.


Matur og drykkur:

♤ Eins og ég tók fram er Cheers staðsett í Boston. Mér fyndist tilvalið ef ég hefði þolinmæðina í það, að fá sér einn kaldann þar inni. Röðin var hinsvegar löng þegar að ég fór þar þannig að ég hætti við.

Staðreyndir og upplýsingar:

♤ Boston er virkilega vanmetin borg að mínu mati. Það er eitthvað svo ótrúlega þæginlegt að vera þarna. 











________________________________________________________________________________________

LAS VEGAS






Ég er mjög skeptísk á ,,trend" túrista staði. Ég held undantekningalaust að það sé hæp í kringum þá og byrja ósjálfrátt að forðast þá. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvað ég hélt um Las Vegas. En ótrúlegt en satt var ég mindblown. Vegas er svo nettur staður að mig dauðlangar aftur. 





Afþreying:
♤ Númer 1,2 og 3 er að fara á the Strip og labba og skoða. Það væri hægt að gera þetta í 5 daga og maður væri alltaf að sjá eitthvað nýtt. Magnað fyrirbæri þessi gata.
♤ Þarna er allt skipt upp í ákveðna ,,áfangastaði". Þetta hljómar fáránlega þegar að ég skrifa þetta niður en þetta er í alvörunni mjög nett. Þú getur farið til Parísar, Grikklands, New York og Feneyja. Þarna er búið að gera eftirlíkingar af öllu!
♤ Bellagio gosbrunnasýningin er ofboðslega falleg en á ekki roð í sýninguna í Dubai.
♤ Að gambla er lúmskt gaman. Og líka bara að fara inn í spilavíti og skoða týpurnar sem eru þarna. Það er heill afþreyingarpakki fyrir sig. 
 Það er hægt að fara í fallhlífarstökk þarna. Ég og Stefán spáðum í að flýta okkar fyrir og fara þangað en hættum við. Útsýnið þar er samt örugglega geðveikt.
♤ Við fórum í dagsferð að skoða Grand Canyon. Það er eitt flottasta náttúruundur sem ég hef á ævi minni séð. Ferðin þangað var algjör dauði en þegar uppi var staðið var ég hæst ánægð að hafa farið. Við skoðuðum líka fleiri hluti sem voru inní þessari ferð en þeir voru ekki eins spennandi, þ.á.m. Hoover Dam Bridge.


Matur og drykkur:

♤ Maturinn þarna var bara nokkuð góður. Bubba Gump stóð mest uppúr.








Staðreyndir og upplýsingar:

♤ Byrjum á því að flugvöllurinn er mjög vel staðsettur og hægt er að fara með shuttle frá flugvellinum á hvaða hótel sem er og það kostar ekki mikið. 
Ennþá meiri snilld er að kaupa strætókort til að flakka um The Strip. Það sparar manni mikinn pening!
♤ Líkurnar á að hitta Dan Bilzerian eru örugglega miklar!
♤ Það er hægt að gera allt í Vegas. Ef maður á nóg af pening þ.e.a.s.
♤ Hitinn. Lord Jesus. Fór uppí 50°C þegar að við vorum þarna enda í miðri eyðimörk. Á kvöldin vorum við að díla við 38°C og maður svitnaði við allar hreyfingar. Kannski sniðugara að fara á öðrum tíma en að sumri til! 













________________________________________________________________________________________


SAN FRANCISCO


San Francisco er æðisleg borg. Ég á erfitt með að lýsa því með orðum en menningin þar er svo afslöppuð og allir svo vinalegir. Ég var í rúma viku í San Francisco og fékk aldrei löngunina að fara einhvert annað. 






Afþreying:

Öll hverfin eru svo skemmtileg og mikill karakter í þeim öllum. Haight og Castro eru hverfi sem ég mæli með.
♤ Pier 39 er höfn við sjóinn og einn vinsælasti attraction í SF. Þarna er póstkorta myndin af selunum á bryggunni. Að vísu voru þeir fáir þegar að við fórum. Þarna er líka risastórt sædýrasafn fyrir áhugasama.
♤ Heimsfræga fangelsið Alcatraz er 12 mínútum frá bryggjunni. Ég skrifaði færslu um það hér svo endilega kíkið þangað fyrir fleiri upplýsingar. Minni á að það þarf að bóka miða fyrirfram. - Og ég mæli hiklaust með því að fara og skoða Alcatraz. Það er eiginlega uppáhaldshluturinn sem ég gerði í Bandaríkjunum yfir höfuð. 
♤ Að fara í Cable car er svona eiginlega möst. Það kostar einhverja dollara en það er mjög gaman. 
♤ Frægustu hús SF, Victorian Houses, eru hús sem vert er að skoða. Týpískt að þegar að við fórum að þá var verið að laga tvö húsin. En upplifunin var engu að síður skemmtileg. 
♤ Golden Gate Bridge. Must see. 
♤ Vinsælasta gata í heimi, Lombard Street er líka skemmtileg en stútpökkuð af túristum. Það voru lögregluþjónar að reyna hafa hemil á túrismanum þarna en auðvitað er þetta bara venjuleg gata sem að fólk þarf að nota til þess að komast á sína áfangastaði. Aftur á móti voru þeir að prufa nýtt system í sumar þar sem alla sunnudaga var lokað veginum svo að túristarnir gætu farið og tekið myndir af sér og þar af leiðandi ekki stoppað alla umferð. 





Matur og drykkur:

♤ SF er við sjóinn og bryggjurnar eru hlaðnar veitingarstöðum. Fáið ykkur sjávarrétti.
♤ Staður í Castro sem nefnist Ike's Place. Samlokurnar þarna eru fáááááááránlega góðar. Fáið ykkur límónaði með. 
♤ Við borðuðum mikið í Wholefoods í SF. Lífrænn supermarket sem kom skemmtilega á óvart.
Cheesecake Factory. Yummy in my tummy. 







Staðreyndir og upplýsingar:

Borgin er ein stór brekka, ef svo má segja. Gleymið því að ætla að rölta um SF í pinnahælum. Verið í góðum skóm og með vatnsflösku á ykkur... 
♤ Notiði strætóana og lestirnar. Þær eru sáraeinfaldar til þess að koma ykkur á milli staða.
♤ Það er svo gaman að vera í svona Gay Friendly borg! 







________________________________________________________________________________________


New York

Núna missi ég eflaust einhverja lesendur þegar að ég læt þetta útur mér. En New York hlýtur bara að vera ofmetnasta borg í hele verden. Ég sverða. 






Afþreying:

♤ Picnic í Central Park var hið fínasta (fyrir utan það að ég er með frjókornaofnæmi og hnerraði u.þ.b allan tímann sem ég var þarna). 
♤ Fara upp í Rockafeller Center og skoða útsýnið. Mjög næs.
♤ Brooklyn og Williamsburg var eitthvað sem heillaði mig mest hvað varðar menningu og andrúmsloft. 
♤ Við fórum í 2gja dagaferð að skoða Niagara Falls. Ég mæli með því enda ótrúlegir fossar. 
♤ Hægt er að fara í fría ferju til Staten Island þar sem siglt er framhjá Frelsisstyttunni. Ókeypis og skemmtilegt. Mæli með. 
♤ Time Square er ofmat útí ystu nöf. Ég vissi í alvörunni talað ekki "hvar" það væri þegar að ég kom þangað. Ég leitaði útum allt í von um að það myndi rock my world. En nei.. þá var þetta bara lítið skilti og mannmergð. Nej tack. 
♤ Labbið yfir Brooklyn Bridge! 
♤ 9/11 Memorial er krúsjal. 
♤ Flat Iron Building er skrýtin bygging en aftur á móti stórfengleg
♤ 5th Avenue ef þið fýlið sjúklega mikið kaos og mannþröng!







Matur og drykkur:

♤ Five Leaves er staður sem Heath Ledger átti. Frábær matur. Staðsettur í Williamsburg 
♤ TAO er mjög vinsæll staður en því miður var maturinn sem ég pantaði mér ekkert sérstakur. Staðurinn sjálfur er aftur á móti mjööög flottur og fancy. 
♤ KOI er líka mjög vinsæll. Mjög gott sushi þar.







Staðreyndir og upplýsingar:

♤ Ég mæli með að þið farið í Rockafeller og skoðið útsýnið á borginni þar heldur en í Empire State. Í Empire State er skipulagið á öllu saman alveg fáránlegt á meðan í Rockafeller kaupirðu miða á ákveðnum tíma (t.d. 14:00) og ferð upp með einni lyftu og málið er dautt. Í Empire State þarftu að bíða í endalausum röðum og það tekur þig yfir klukkutíma að komast upp á topp (allavega á high season). 
♤ Við bókuðum airbnb í New York sem cancelaði á síðustu stundu. Það var mjög pirrandi að þurfa redda sér nýrri gistingu á flugvellinum en það reddaðist. Gott er að tryggja að þið séuð með solid gistingar. 
♤ Þó svo að ég hafi ekki orðið ástfangin af borginni get ég ekki annað en tekið ofan fyrir þeim hvað varðar lestarkerfi. Þvílík snilld að geta notað það. En þvílík mistök að fara þarna í byrjun júní þar sem túrisminn er sem mestur. Aaaaaallltof mikið af fólki. 











________________________________________________________________________________________





Washington


Borg hina sívinsælu Oliviu Pope og Francis Underwood. Það sem að þessi borg kom mér á óvart!
Aldrei hafði mig grunað að Washington yrði ein af áhugaverðustu borgum sem ég hef farið til. Að vísu stoppuðum við einungis í 3 daga því er ég ekki stútfull af upplýsingum um borgina sjálfa. Ég mæli hinsvegar með þáttunum sem Ilmur gerði hérna í denn. Þar fer hún til Washington og það er mjög fróðlegt að horfa á þá.




Afþreying:
♤ Fyrir fólk sem hefur mikla áhuga á list og söfnum þá er þetta Mekka safnanna. Þarna er hægt að finna söfn fyrir alla og eflaust eytt dögunum saman í að skoða þau.
♤ Hvíta húsið er náttúrulega stór partur af því að fara til Washington. Alltaf pælandi hvort að Obama sé að kíkja út og sjái mann. Æ þið vitið. Lúðalegi innri túristinn kemur fram akkurat á þessum stað.
♤ Garðurinn sem hefur að geyma það helsta í Washington. Það er svo ofboðslega fallegt að labba þarna. Abraham Lincoln Memorial, Thomas Jefferson, Martin Luther King styttan, U.S Capitol og auðvitað fræga nálin, Washington Monument. Allt þetta summar ein risastóran garð sem maður getur eytt dögunum saman í að rölta/hjóla í góðu veðri. Ég held að ég og Stefán löbbuðum svona 4x í gegnum þetta og alltaf jafn mindblown.


Matur og drykkur:
♤ Busboys & Poets fær fullt hús stiga hjá mér hvað varðar mat og drykk!





Staðreyndir og upplýsingar:
♤ Notiði metro kerfið. Það er ekkert í líkingu við það í New York en það virkar samt svona rosalega vel. Við notuðum strætókerfið líka heilmikið en við vorum staðsett í úthverfunum. En það er alltaf gaman að ýta sér út fyrir þægindaramman og spara jafnvel nokkra seðla í leiðinni.
♤ Takið eftir því að á kvöldin eru svokallaðar eldflugur sem að lýsa í myrkri. Það er magnað.
♤ Það sem kom mér hvað mest á óvart varðandi Washington er hversu mikið af svörtu fólki er þar. Nú hef ég heimsótt þónokkra staði í Bandaríkjunum, en hvergi sá ég eins marga svertingja og þar. Sem er bara gaman :) 









________________________________________________________________________________________


Los Angeles





Önnur borg sem olli mér vonbrigðum var Los Angeles. Ég hélt að vera í downtown LA yrði geggjað og að ég væri loksins að uppfylla einhverja ferðamannaþrá frá því að ég horfði OC. En grasið er oft grænna hinum megin og eins og ég segi í bloggfærslunni um LA, ég hefði auðveldlega getað verið þarna lengur og þá séð vonandi það sem allir elska við LA. 




Afþreying: 

♤ Beverly Hills var krúttleg gata og fínasta fínt að skoða hana. 
♤ Eilífðarmissionið að komast að Hollywood skiltinu borgaði sig en gerðar voru margar tilraunir til þess að nálgast það. Ég mæli með að þið skoðið það. Það var allavega eitt af fáu sem mér fannst áhugavert við borgina sjálfa.
♤ Uppáhaldisstaðurinn minn var The Grove. Krúttlegur verslunarkjarni sem er úti. Ég var yfir mig hrifin af honum og við fórum þangað margoft. 
♤ Við lentum á skemmtilegum markaði sem nefnist Melrose Trading Post. Þar var hægt að finna endalaust af flottum hlutum til þess að kaupa. Ég mæli með honum ef þið eruð þarna yfir helgi. 
♤ Griffith Observatory. Ef þú hefur einhvern áhuga á stjörnufræði þá er þetta staðurinn fyrir þig. Það er algjör viðbjóður að komast þangað upp en útsýnið sem þú færð í staðinn er geggjað. 




Matur og drykkur:

♤ The Ivy er hands down krúttlegasti staður sem ég hef farið á. Maturinn er að vísu dýr og hann er vinsæll (mæli með að panta borð) en my lord, hann er svo kósý og hlýr. 





Upplýsingar og staðreyndir: 

♤ Ég get ekki mælt með því að hafa verið í downtown LA. Það er alls ekki næs. 
Strætókerfið í LA er bullandi snilld. Það er hægt að taka svokallaða Dash strætóa sem kosta 50$. Metro kerfið er líka gott.
Gallinn við LA er að hún er svo ótrúlega stór. T.d. að fara frá DTLA og að Venice Beach tók 1 og hálfan tíma í strætó. 
♤ Venice Beach hlýtur að vera eitt mesta ofmat í heimi. Punktur.
Santa Monica Pier var líka ómerkilegt en gaman að vera þar sem O.C var.
♤ Verið á bíl. Þó að strætóleiðirnar og lestirnar voru þæginlegar og einfaldar er mjög leiðinlegt að geta ekki ákveðið að skreppa einhvert án þess að þurfa hugsa útí strætó og metro. 
♤ Hollywood Boulevard er bara gata með endalausu áreiti og bleikum stjörnum. 
♤ Passið ykkur líka á afþreyingafyrirtækjunum sem eru að reyna selja ykkur að fara nálægt Hollywood skiltinu. Þeir komast ekki einu sinni nálægt því og það er algjör peningaeyðsla. Það er í rauninni bannað að fara eins langt og við fórum en hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir góðar myndir ;) 



________________________________________________________________________________________

Chicago





Ég var mjög hrifin af Chicago en við fengum mjög lítinn tíma þar eða um þrjá góða daga. Chicago er svona borg sem ég gæti hugsað mér að búa í. Borgin er svo rosalega hljóðlát miðað við hvað hún er bæði fjölmenn og stór. 











Afþreying:

♤ Cloud Gate! Skemmtilegt. Þar í kring er risastór garður þar sem fullt af arty hlutum eru í gangi. Það er mjög skemmtilegt! 
♤ Rölta um borgina. Hún er risastór en svo hljóðlát eins ég sagði hér fyrir ofan. 
♤ Ótrúlega fallegt að sjá Lake Michigan í Chicago. 
♤ Það var líka tívolí þarna rétt hjá vatninu sjálfu sem að við höfðum að vísu ekki tíma til að fara í. Gæti verið gaman að fara þangað í dagsferð!
♤ Target búðirnar þarna eru mjög skemmtilegar (eins og allstaðar annarstaðar)
♤ Það er rosalega skemmtilegt að versla í Chicago. Göturnar í miðbænum eru stútfullar af þessum klassísku búðum en andrúmsloftið er bara svo þæginlegt. Þið vitið. Ekki eins og Primark á Oxford Street. 
♤ Chicago Bulls stadium --> Það er mjög gaman að fara þangað. Að vísu var lokað þegar að við fórum en bara það að vera fyrir utan var svo nett, enda er ég Bulls fan. 


Matur og drykkur:

♤ Ég fékk engan sérstakan mat þarna en efast ekki um að það að allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð þarna. 
♤ Ruby Tuesday sló að vísu í gegn hjá okkur. Topp þjónusta og góður matur!






Staðreyndir og upplýsingar:

♤ Metro kerfið í Chicago er fáránlega þæginlegt og auðvelt að nota það. Eins er líka auðvelt að nota strætókerfið og ég mæli með að prufa það. Það einfaldar oft svo mikið og er miklu ódýrara í þokkabót. 
♤ Við Stefán fórum í fallhlífarstökk rétt fyrir utan Chicago. Hafið það í huga að ef að þið eruð á leið til Chicago og ætlið að fara í fallhlífarstökk þar að drop zone-ið er alltaf 30 mín/klst frá Chicago sjálfu, enda ekki sniðugt að lenda úr stökkinu í stórborg. 
♤ Annars mæli ég ekki með fyrirtækinu sem við fórum í fallhlífarstökk hjá þar sem þeim tókst að klúðra báðum myndunum/myndböndunum hjá okkur. 
♤ Á sumrin er hitinn í Chicago mikill en ekkert til þess að deyja yfir. Við lentum á nokkuð góðum tíma. 

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com