ALCATRAZ

07:14

Ég er svo mikill sökker fyrir svona attraction-um. Fangelsi, flóttamannabúðir og allt þetta sem nefnist "dark tourism". Afsakið háskólaquote-ið en það er eina orðið sem lýsir þessu almennilega. Það er eitthvað við það að vera á svona sögulegum stöðum. Ekki misskilja, mér finnst alveg jafn frábært að vera á náttúruperlum og sögulegum stöðum sem eiga sér ekki hörmungar en það er eitthvað við að koma á þessa staði. 



Við gátum því ekki sleppt því að heimsækja frægasta fangelsi í heimi, Alcatraz. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta væri vinsælt ferðamanna attraction fyrr en við ætluðum að panta okkur miða. Við fengum nett sjokk þegar að við sáum að næsta lausa ferð væri 15. ágúst. Við vorum nú ekkert að stressa okkur, enda erum við hér í 8 daga. Þannig að á fimmta deginum fórum við nú að svipast um eftir miðum og fengum þetta beint í smettið. Þá hófst gúgglun á fullu og fundum við einhverja snilldar síðu þar sem kom í ljós að hvern einasta morgun væru 100 miðar seldir til almennings. Miðasalan opnaði 7:00 og ráðlagt var fólki að mæta 5:30 til að vera öruggt um miða. Það var annaðhvort þetta eða kaupa 135$ pakkaferð með einhverju fullt af rusli og tilgangslausum hlutum til að skoða. Við létum nú ekki segja okkur það tvisvar, mættum 3:30 og biðum í 3 og hálfan tíma eftir miða. Engar áhyggjur, við vorum með teppi og tilheyrandi til að halda á okkur hita og vorum fremst í röðinni í þokkabót!




Smá innskot hér. Alcatraz er staðsett á eyju hérna rétt fyrir utan San Francisco. Það tekur 12 mínútur að komast yfir með ferjunni. Það er einungis eitt fyrirtæki sem að siglir fram og til baka. Ferðamennirnir eru um 1.000.000 á hverju ári.


Við fórum með fyrsta bátnum, sem þýddi það að við vorum "fá" á eyjunni til að byrja með (eða svona í kringum 500 manns). Þegar að við mættum var einn gamall kall sem að sat hjá landverðinum. Hann var í kringum áttrætt og svona algört skólabókadæmi um gamlakallakrútt. Þessi maður afplánaði þrjú ár í Alcatraz. Hann eyddi meira og minna öllu lífinu sínu í fangelsi og fór úr fangelsi 2011 og er nú á skilorði. En róið ykkur - gamli var enginn morðingi eða nauðgari. Hann sá um að falsa ávísanir og var þjófur. Æ en hann var samt svo mikið krútt þó að hann hafi tekið slæmar ákvarðanir í lífinu. Ég spjallaði örlítið við hann og sagði honum að ég væri frá Íslandi. Augun hans stækkuðu um helming og honum fannst það vera eins og að hitta manneskju úr skáldsögu. Hann spurði mikið um landið og ég spurði hann um dvölina sína á þessari eyju. Ég spurði hann líka hvort að það væri ekki erfitt að koma hingað aftur eftir að hafa verið hér í þrjú ár að afplána dóminn sinn. Honum fannst það ekki erfitt, enda glaður að fá að hitta svona marga ferðamenn - og var svona rosalega sáttur að hitta mig og Stefán en hann sagðist aldrei hafa hitt íslendinga áður. Ég var smá hrærð. Fannst svo skrýtið að hitta svona manneskju sem að hafði verið í þessu fræga fangelsi. Þetta er authentic túrista upplifun sem að er ekki sjálfsögð. Jú maðurinn er þarna þrisvar í viku og er að auglýsa bók sem að hann skrifaði um Alcatraz, en að hann hafi gefið manni tíu mínútur í spjall - það er verðmæt minning.

Will Baker & moi í góðu chilli 





 Maður tók svokallað "Audio Tour" þar sem að maður hlustaði á fanga og fangaverði segja sína sögu af fangelsinu. Frægasti fanginn þarna var Al Capone. Það reyndu nokkrir að strjúka og örfáum tókst það en talið er að þeir hafi dáið um leið og þeir lentu í sjónum en straumurinn þarna er rosalega mikill. Það sem mér þótti líka merkilegt var að þarna bjó fólk, á eyjunni þ.e.a.s. Fjölskylda fangavarðanna átti íbúðir sem að eru/voru staðsettar fyrir neðan fangelsið og þar var hægt að sjá eitt flottasta útsýni yfir San Francisco. Alcatraz var eins og smábær, nema með risastóru fangelsi.






Skemmtileg og öðruvísi lífsreynsla!


Í þessum skrifuðu orðum erum við að bíða eftir fluginu okkar til Minneapolis. Þaðan förum við svo til Chicago. Það fer að styttast í heimkomu. Við erum sammála um það að þó svo að það sé snilld að ferðast, að þá erum við farin að sakna fólksins heima. 

XOX/GBV 

You Might Also Like

1 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com