BALI

13:16


Komum til Balí 6.mars í steikjandi hita og mikið áreiti. Áttum bókaða eina nótt á Sunhouse Guesthouse og vorum ekki búin að binda okkur neinar vonir við það gestahús. Við mættum um hádegi og það var voðalega fínt og chillað mest allan daginn. Á slaginu 12 fékk ég svo afmælispakka frá Stefáni mínum en í honum innihélt uppáhaldsilmvatnið mitt, Light Blue by Dolce and Gabbana. Daginn eftir vaknaði ég 21 árs og gömul. Ég fékk skítaveður á afmælisdaginn og ég fór í fýlu. Djók. Við lögðum snemma af stað í paradísarhótelið sem við vorum búin að panta í eina nótt. Við mættum um eitt leitið, sveitt eftir að hafa labbað 2 kílómetra með bakpokana okkar í 30°C hita sem lét svo loksins sjá sig eftir þrumur og eldingar.

 Það var tekið vel á móti okkur með complimentary drink og tilheyrandi (BTW besti drykkur sem ég hef smakkað á ævi minni) Komum svo inn í herbergið okkar og við tók paradís. Ég get ekki lýst með orðum hvað þetta var allt flott – þannig að ég vona að myndirnar segi allt sem segja þarf. Við fórum út að borða á fallegasta veitingarstað sem ég veit um. Mér leið eins og prinsessu þangað til að í miðjum matnum var mér farið að líða frekar illa, ógleði og tilheyrandi. Ég reyndi að bæla það niður en gat það ómögulega og þegar að við ætluðum að fara sögðu þeir að við mættum það ekki aaalveg strax. Jú – voru þeir ekki búnir að hnoða í eina afmælisköku handa stelpunni. Ekki nóg með það að hún var svona 2kg heldur komst maður ekki undan að smakka. Ég smakkaði á henni, hljóp svo uppá hótelherbergi og ældi öllu. (Classic Guffa) Svo var hringt á lækni og kom í ljós að ég væri með einhverja ferðamannaveiki. Fékk sprautu og tvær gerðir af pillum. Yndislegt svona á afmælinu.



Einkakokkurinn

Afmælisss

Paradís

Tanið kemur bráðum





Daginn eftir þurftum við því miður að tjekka okkur út. Sóttum svo Hafstein og Ástrósu uppá flugvöll. Þau komu út með fýlusvip en farangurinn þeirra hafði gleymst á Fiji. Með þeim var einnig eitt stykki heimalingur, hann Snorri. Við vorum orðin 5 íslendingar og skelltum okkur uppá hostel. Við áttum svo leigða villu daginn eftir. Þar fékk ég afmælisköku frá elsku bestu vinkonu minni sem var gúrmei á bragðið og einnig eitt stk. Afmælispakka sem innihélt skó,LAMApeysu,INCA COLA, pils og maskara.


Reunited

Afmæliskaka vol. 2 - þessi var samt miklu betri en hin

BöbbaGöff á BubbaGump! Afmælisdinner



Við tók svo íslendingaparty á Balí. Kristín og Elísabet mættu daginn eftir galvaskar frá Thailandi. Þarna var 7 mannahópur og ekkert nema gleði. Við hengum óspart við sundlaugina, kíktum á markaði og skemmtum okkur konunglega saman. Seinustu tvo dagana var mikil keyrsla. Kíktum í water activities þar sem að við prufuðum Jet ski og ég og Kristín fórum á Flying Fish. Fórum svo daginn eftir í Bali Zoo og renndum okkur á zipline, kíktum til Ubud í Monkey Forrest og að lokum í Tanah Lot sem er hof útá sjó. Virkilega flott allt og ótrúlega gaman að vera með þessum krökkum.

 Við misstum samt semí tvo daga út sökum hátíðar sem er haldin hérna á balí. Hún heitir Nyepi og er eins og gamlárskvöld/nýársdagur hjá okkur. Þann 11. Mars lokar allt mjög snemma þ.á.m er slökkt á öllum hraðbönkum. Við prinsessurnar gerðum okkur dekurdag þann 11 og tókum hand og fótsnyrtingu, heilnudd og andlitsbað – á 1.500 krónur íslenskar. Við vorum komar út seint og hentum okkur inná Hard Rock að borða því það var ekkert annað opið. Þegar við vorum búnar að borða hófst leitin af taxa. Við vorum ekki lengi að finna hann nema hvað að þeir rukkuðu allir alltof mikið. Við vorum ekki með pening og búið að slökkva á öllum hraðbönkum. Þarna vorum við, 4 stelpur, með 103 Rupiah. Sem er 1500 krónur og þurftum að reyna redda okkur heim fyrir miðnætti því eftir miðnætti mega engir bílar, læti, ljós eða neitt vera í gangi. Vorum orðnar skíthræddar í þessu myrkri og fengum loksins einhverja stráka til að skutla okkur – þeir vissu ekkert hvert þeir voru að fara og skildu okkur eftir ennþá týndari og heimtuðu peninga. Við hlupum á brott og long story short þá fundum við aðra vespukalla sem vildu taka þessar 103 rupiah fyrir skutl.
 Daginn eftir, 12 mars, var dagur sem maður mátti ekki gera neitt. Það var fínt að slaka alveg á í einn dag en þegar að það var komið að kvöldmatarleiti var ég orðin svöng og ætlaði í sakleysi mínu að skottast inní eldhús því ég heyrði að stelpurnar voru að búa sér til einhverja samloku. Áður en ég vissi af var ég búin að feisplanta á jörðina og öll marin á mjöðminni og á brenndu öxlunum mínum. Já einn versti sársauki í heimi er að fá rispur á brennda öxl. Balífólkið sem að bjó þarna kippti sér ekkert upp við þetta og héldu áfram að hafa ljósin slökkt. Ég er enn í fýlu útí þessa asnalegu hátíð.

Dreddagerð (ég hjálpaði)

Ég og Elísabet á Sky Tower - 5 hæða djammstaður

Sætir krakkar

Dekurdagur gone wrong

Nyepi mar...


Baywatch reddí í Jet Ski


Sumir voru hressari en aðrir í Monkey Forrest

Naðrast



Seinasta daginn klæddum við okkur í hvítt og áttum lokakvöldið. Það var skálað og dansað. Við (Ég, Stefán, Ástrós og Hafsteinn) lögðum svo af stað daginn eftir til Singapore og förum svo til Kuala Lumpur og þaðan til Thailands. 


GB.

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com