FRÁ PEKING TIL JAKARTA

13:59



Flugið okkar var um hádegi frá Beijing til Guangzhou þannig að það var vaknað snemma og gert allt reddý fyrir brottför. Svo fengum við bíl til að keyra okkur uppá flugvöll sem Hostelið reddaði. Þegar við vorum komin uppá flugvöll beið okkar check-in og full bodysearch – okkur til mikillar gleði. Við bitum í það súra epli að láta þreifa á okkur bak og fyr en komumst að lokum inn. Keyptum okkur morgunmat og löbbuðumum fríhöfnina. Tylltum okkur fyrir framan gate-ið og borðuðum morgunmatinn og vorum á góðum tíma. Svo ákváðu kínversku legendin að skipta um gate þannig aðvið þurftum að fara í hinn endann á fríhöfninni (þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvað flugvöllurinn í Peking er stór). 

Loksins eftir klst bið fórum við í flugvélina. Ekki nóg með þá bið heldur tók það flugvélina klukkutíma að komastí loftið vegna tafa.  Við áttum tengiflug til Jakarta þannig um leið og við lentum í Guangzhou hlupum við úr vélinni og leituðum að gate-inu til Jakarta. Auðvitað var það í öðru terminali,einhverstaðar lengst útí rassgati. Eftir kílómetra sprett, eyðublaðafyllingar,full body search vol 2, yfirheyrslu, bílferð og grun um vegabréfafals komum viðað gate-inu okkar á réttum tíma. Hefðum varla mátt vera seinni en þetta flugfélag fær sko ekki mín meðmæli því um leið og við mættum í Guangzhou-Jakarta vélina varð 15 mín seinkun (spretturinn var svo tilgangslaus eftir allt saman).

Hvorki meira né minna!


Jakarta


Fyrsta daginn okkar í Jakarta ákváðum við að skoða okkur um og fórum í göngutúr um hverfið. Hverfið okkar ríkti af mikilli fátækt og voru þar betlarar á hverju strái, ungir sem aldnir. Þar að auki hafa þeir ábyggilega aldrei séð rauðhærða hvíta stelpu áður því ég fór út í bikiní topp ogpilsi og fólk fær næstum úr hálslið. Á einum tímapunktu olli ég næstum bílslysiþví einn fellinn var svo mikið að góna á mig. Það var gífurlega mikið áreiti þarna, hrópað, flautað, bibað og elt mig. Eftir það fór ég kappklædd útúr húsi.Við enduðum á að finna lítið moll rétt hjá sem hét Lokasari. Þarna mátti finna heilmikið af ‘búðum’ með allskyns fötum, glingri og fylgihlutum á slikk. Einnigvar þarna MC Donalds og Dunkin Donuts. Ég gerði kjarakaup í mollinu og keypti mér kjól, bol og armbönd á þússara - þetta er nottla bara djók! Þegar við komum svo uppá hóte lákvað Stefán að fara í cötter hjá hommavin okkar við hliðiná og lét hann klippa sig eins og fótboltakappann El Shaarawy í tilefni búningakaupa á Silk Market(Beijing).  Stefán varð náttúrulega aðeins of tappalegur með þessa klippingu og Jakartabúar héldu að þetta væri theone and only Shaarawy. (btw – þá kostaði klippingin 600 kr ísl). Svo var þrumuveður og hellidemba um kvöldið – gaman!




Svo var farið í Ancolið(sem er höfnin í Jakarta). Við fórum í skemmtigarð sem hét Dunia Fantasi ogminnti helst á mini Terra Mitica. Enn og aftur vorum við eina hvíta fólkið og oft á tíðum var komið fram við mig eins og konungsfólk (sem er eitt óþægilegasta sem ég hef lent í) Eftir að hafa farið í öll tækin áttum við eitteftir, rússíbana en Stefán hafði aldrei prufað að fara í rússíbana. Needless tosay þá skeit Stefán á sig og ég er ennþá í kasti yfir hrópunum hans. Á einumtímapunkti hljómaði eins og hann væri að gelta. Ég hélt ég myndi ekki lifa af ég hló svo mikið.

Spenntur (dauðhræddur) að fara í fyrsta rússíbanann!

Nýkreistur appelsínusafi - juicy mama

Gaman í Tívolí

Hysteria fallturninn - pís of keik

Tada..



 Eftir að hafa verið í 4 tíma í Tívolíinu ákváðum við að þetta væri komið gott. Það var ekki fyrren í taxanum á leiðinni uppá hótel sem við byrjuðum bæði að finna fyrir sviða. Jú viti menn –við brunnum!! Við brennuvargarnir fórum þá í apótek og keyptum okkur kælandi krem og eyddum kvöldinu í sjálfsvorkunn.

Stefán bóndi


Eftir að hafa brunnið ákváðum við bara að halda okkur innandyra svo að húðin fengi tíma til að lagast. Við sváfum út (eða til 9,maður getur ekkert sofið út í sól!). Við ákváðum að kíkja í ekta Jakarta mall.Við fórum í mall sem heitir Taman Anggrek og er stærsta mallið í Indónesíu. Þar biðu okkar 500 búðir, 7 hæðir, bíó og skautasvell. Við vorum ekki lengi aðnegla okkur á skautasvellið og sýndum takta. Svo ákváðum við að fara versla.  Við fórum í búð sem er lík Primark og þar voru föt á hlægjilegu verði. Stefán skipti út ‘fataskápnum’ en ég verslaði mér einungis nauðsynjir!Svo upgrade-aði maður sig örlítið og kíktu á góðvinkonuna Zara þar sem einn sumarkjóll og kósýbuxur fengu að fara með mér heim. Eftir að hafa þrætt allar búðirnar(djók meira svona 1/50) var Stefán orðin svangur. Sushi varð fyrir valinu og enn og aftur komst ég í snertinu við sushi sem mér fannst ekki vont! (margir sem taka því fagnandi veit ég). Ég fékk mér Angry Bird rúllu og hún var meðdjúpsteiktum kjúkling (varð hugsað til þín Jórunn!) Staðurinn var á efstu hæð og hét Sushigroove (Jónka – staðurinn var gerður fyrir þig.. sushi OG groove. what a combo!) 

Mætt í mollið


Hæfileikarnir leyndu sér ekki

Skauta teymi

Asnalegur þessi

SushiGroove!

DE-LI-SÍ-ÖS
Sushi master


Sæt og fín nammibúð



Svo lá leiðin heim þar sem að beið mín sms frá AirAsia um að fluginu okkar hafi verið aflýst til Balí og flutt til 4 um daginn. Ég var ómögulega að nenna eyða öllum afmælisdeginum mínum í að bíða á flugvelli þannig að við pöntuðum okkur flug út deginum fyrr (þ.e. 6 mars) og fáum að njóta Balí í einn aukadag, þvílíkt lúxuslíf!

@ the airport, bless bless jakarta og halló balí!


Jakarta var ekki borgin sem við óskuðum eftir. Hér er lítið sem ekkert hægt að gera og allar hugmyndir sem við fengum voru óframkvæmalegar.Þeir á hótelinu voru duglegir að segja okkur til, hvað við áttum að gera og hvað ekki. Sem betur fer eyddum við ekki miklum tíma hér. Íbúar Jakarta voruaftur á móti virkilega almennilegir og kurteisir. Frábært fólk í alla staði meðgott hjarta. Hérna eru allir tilbúnir að hjálpa manni.

Við fengum samt sem áður að upplifa það merkilegasta íJakarta – umferðina. Mikið er ég fegin að þetta sé ekki svona á Íslandi. Hérna eru allir á vespum og við lentum oft í því að leigubílstjórinn klessti næstum því á fólkið á vespunum. Ætli það sé ekki óhætt að segja að í Jakarta þá átti maður sig á því hvað maður hefur það fínt á Íslandi. Jakarta skilur eftir sig menningarsjokk en lítinn sem engan söknuð. Hótelið okkar var þannig staðsett að þú upplifðir alvöru Jakarta, ekki túristahliðina (ef það er einhver þannig hliðþ.e.a.s.)

Veðrið var rokkandi á meðan dvölinni okkar stóð. 2 kvöld af3 var lemjandi rigning, þrumur og eldingar en á daginn sól og skýjað tilskiptis. Það er hinsvegar alltaf geggjað að sjá eldingar. Næst á dagskrá er Balí. Við pöntuðum okkur lúxusherbergi i eina nótt á afmælinu mínu á hóteli sem heitir Puri Santrian. Restina af dvölinni leigðum við villu með 5 öðrum krökkum sem við þekkjum – mikið verður það gaman!

Þangað til næst :))

You Might Also Like

1 ummæli

  1. þekki þetta að lenda í því að í kína að þeir skipti um gate og þú þarft að fara út í hinn endann á flugstöðinni....

    SvaraEyða

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com