Fullkomin tækifærisgjöf

17:37



Ég á bróður. Mjög sniðugan meira segja. Ok ég á 3 bræður og þeir eru allir sniðugir. En sá elsti gaf mér einu sinni afmælisgjöf sem mér þótti svo rosalega vænt um. Og þykir enn. Og það besta er að hún kostar lítið sem ekki neitt.

Ég hef oft gefið þessa gjöf "áfram" og finnst mér fólk alltaf taka svo vel í gjöfina og hrósa því bak og fyr. Þessvegna vil ég deila þessu með ykkur - sérstaklega ef þið eruð jafn clueless um hvað þið eigið að gefa fólki í gjafir.

Enn þetta er einfalt.

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afmælisdagurinn minn vera rosalega mikið minn dagur. Ég hef samt aldrei verið mikið fyrir að halda afmælið mitt (og þjáist af gríðarlegri afmælisfóbíu) en einhvernveginn er 7.mars 1992 minn dagur.

Brósi gaf mér útprentað morgunblað frá afmælisdeginum mínum. Mér fannst það æði. Það var gaman að lesa framan á forsíðuna og sjá hvað átti sér stað á meðan maður var að mjaka sér í heiminn. Ég gaf Stefáni og Ýri líka sína moggasíðu og puntaði veggina heima með því. Sumum finnst þetta ef til vill fáránlegt - en mér finnst þetta bara nokkuð svalt.





Ef þið ákveðið að gefa svona gjöf mæli ég með að prenta hana út hjá t.d. Pixel á mattan pappír. Þá lítur þetta miklu betur út. Skelið svo vínflösku eða bjórkippu með og þá eruð þið komin með sniðuga gjöf fyrir hvaða tilefni sem er :-)


Kveðja,
Guffa


PS - Við erum að leggja allra lokahönd á eldhúsið okkar. Við ákváðum að kaupa nokkra efri skápa og erum að fara henda þeim upp. Þegar þeir eru komnir upp skal ég setja inn fyrir/eftir blogg af því.



You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com