Gullin mín úr góða

13:07

Eitt af því sem mér finnst mjög gaman að gera er að kíkja í Góða Hirðirinn. Ég get gleymt mér tímunum saman þarna inni að skoða gamalt dót og láta mig dreyma um að búa í 400 fermetrum svo ég geti hýst allar gersemirnar sem felast þarna.

Þegar að ég var ólétt af Ýri fór ég oft og kíkti einn hring til að drepa tímann. Þeir góðgripir sem ég hef sankað að mér undanfarna mánuði eru af allskyns toga. Það er gaman að eiga hluti sem engir annar á og ég tala nú ekki um hvað það er allt ódýrt þarna. Góði hirðinn er að mínu mati fullkomin búð fyrir þá sem eru að kaupa sýna fyrstu íbúð og eiga ekki efni á að kaupa allt nýtt strax. Maður gerir alltaf góð kaup í góða.

Hérna eru þeir hlutir sem ég hef keypt!

 Já ég geri mér fulla grein fyrir því að Ýr er bara 2gja mánaða. En þessi rugguhestur varð að fá að koma með. Kostaði 2.000 kr

Svo er það þetta sett. Það er alls ekki dýrt en þetta mynstur var alltaf til heima þegar ég var lítil. það er meira nostalgían heldur en lúkkið. Skálin kostaði 600 og litlu skálarnar 200 krónur. 

Ýmislegir hlutir sem okkur vantaði. Þetta kostaði á bilinu 50-200 kr stk. Algjört djók verð.
Kökuspaði og kökuhnífur. Mig minnir að þeir kostuðu 1000 krónur stk. Sárvantaði slíka fyrir skírnina :) 
 plain vasi - Hann kostaði heilar 400 krónur ;-)

Þessi stóll var karrígulur og illa farinn. Málaði hann með svartri mattri málningu. Stólinn keypti ég á 2.000 kr.


Ég er pottþétt að gleyma einhverjum hlutum - en þá er það bara efni í aðra færslu!

Jæja af stað í Góða hirðirinn með ykkur ;-)

Guffa

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com