Óskalisti II

18:32

wants

1. Le Creuset áhaldakrukka - fæst í Líf & List   || 2. Stelton kaffikanna í koparlitnum - Fæst í Líf & List || 3. Jón í lit (hvítur) - Fæst í Mýrinni || 4. Le Creuset pottur - Fæst í Líf & List  || 5. Brauðkarfa - Fæst í Líf & List || 6. Uppþvottargræjugeymsla - Fæst í Epal || 7. HAY púði - Fæst í Epal


Ég er í svolítlu andlegu sjokki. Meira svona feimin kannski. Seinasta færsla sló svo mikið í gegn að ég held að ég eigi aldrei eftir að ná að toppa hana. Takk allir sem gefa sér tíma og kíkja hingað inn. Þið gerið mömmu í fæðingarorlofi afar káta! 

Þá er komið að óskalista nr. 2. Hann var gerður fyrir u.þ.b. viku og ég er nú þegar búin að splæsa í eitt á honum en það er þessi snilldar uppþvottargræjugeymsla eins og ég kýs að kalla hana. Ég þoli ekki að hafa uppþvottaburstann ofan í vaskinum og tuskuna ofan á krananum - en heldur ekki ofan í vaskaskúffu. Þannig að þetta fannst mér vera sniðug lausn. 

EN - hinir hlutirnir sem eru á listanum. Ræðum þá aðeins. Áhaldakrukkan er svona love/hate samband sem ég á í. Ég er algjör lúði og er að "safna" mér fyrir henni því ég hef það ekki í mér að kaupa hana strax. Ég virka eins og 7 ára gamalt barn sjáið til. Mér finnst rosalega gaman að safna mér fyrir hlutum. Og krukkan kostar 6.250. Sem er fullmikið fyrir eina krukku. Stelton kaffikannan er svona aðallega því mér finnst hún svo falleg. Ég á ekki einu sinni kaffi til að hella uppá. Jón í lit er svo ofarlega á mínum lista, þá helst í hvítum. Svo  er það Le Creuset potturinn en ég hugsa að ég fái hann í brúðkaupsgjöf - ef ég gifti mig einhverntímann! Hay púðann væri ég til í inní stofuna en gulur er frekar ríkjandi á mínu heimili. Brauðkarfan er einn stórfurðulegur hlutur á mínum óskalista en ég læt það vera, hún er bara eitthvað svo hentug og sniðug. 


Kv. Guffa 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com