ÉG MÆLI MEÐ

Hér verða listaðir þeir hlutir sem ég mæli með  -



UBER

Að taka leigubíla í Bandaríkjunum reyndist alltaf vera meira vesenið. Maður vissi aldrei hvað maður átti að gefa í þjórfé í hvaða borg fyrir sig, hvernig maður átti að nálgast taxana og þess háttar. Uber er fyrirtæki sem er starfandi í 55 löndum. Það virkar eins og að taka leigubíl. Þú sækir app-ið og skráir þig ásamt visa kortinu þínu. Svo er hægt að panta bíl og sjá hvað ferðin kosti (t.d. frá Time Square til Central Park). Nöfn bílstjórana koma upp og hvers konar bíl hann/hún keyrir. Þið verðið sótt, setjist upp í bíl og hann skutlar ykkur á áfangastað. Ekkert þjórfé og þið eruð í raun búin að borga fyrir ferðina. Svo þegar að ferðinni er lokið þá gefið þið bílstjóranum einkunn og skrifið athugasemdir. Algjör snilld og minnsta mál í heimi. Mæli með!



Urban Ears

Ég er nú ekkert heyrnatólanörd en þessi hafa komið mér að góðum notum í ferðalögum. Svo finnst mér þau líka svo skemmtileg á litinn. Til að kóróna allt vann ég þau fyrir tveimur árum í leik hjá Nova. Ekki leiðinlegt það! Heyrnatólin kosta í kringum 10.000 krónur og fást m.a. í Nova!






Nrit Fine Well Towel


Í bakpokaferðalagi er helsti hausverkurinn að koma öllu dótinu þínu í þennan pínu litla bakpoka (sem þér fannst rosalega stór og rúmgóður þegar að þú fékkst hann í hendurnar). Það er því nauðsynlegt að kaupa hluti sem taka lítið sem ekkert pláss. Ég tók með mér handklæði úr örtrefjum eða Nrit Fine Well Towel. Handklæðið er álíka jafn þykkt og sokkapar þegar að það er komið saman. Það er að vísu mun minna en venjulegt handklæði en þegar að maður fer í reisu þá þarf maður að breyta um lífsvenjur. Og ykkur frá því að segja þá var maður ekkert sérlega þurr eftir notkun en þau gerðu sitt og það munaði heilmiklu að hafa svona lítið handklæði meðferðis í staðinn fyrir að dröslast með þetta gamla góða með sér. Handklæðin fást í Fjallakofanum og eru tilvalin gjöf fyrir ferðalangann.




Svona líta handklæðin út. Þau komu sér að góðum notum í Central Park ;-)

SNOOZTIME HEILSUKODDAR

Sem bakveikur einstaklingur getur það reynt mjög mikið á að ferðast í löngum flugum og rútuferðum. Ég er mjög slæm í mjóbakinu og þarf alltaf að hafa kodda á milli sætisins og mjóbaksins því ef að ég geri það ekki verð ég handónýt í bakinu í marga daga eftir á. Mér áskotnaðist hinsvegar algjöra snilld sem að leysir þetta vandamál, grjónapúðana frá Snooztime! Þeir eru léttir, þæginlegir, veita góðan stuðning og svo eru þeir líka fallegir í útliti. Þeir eru gerðir úr litlum microperlum sem að verkum að þær draga ekki raka inn í sig.  Ég er búin að ofnota minn síðan að ég fékk hann og það sama má segja með Stefán. Þeir henta ekki bara vel í ferðalagið heldur eru hafa þeir nýst mér vel þegar að ég er að læra, horfa á sjónvarpið og jafnvel sem svefnkoddi og ég finn þvílíkan mun á hálsinum á mér þegar að ég sef með hann. Ég mæli svo sannarlega með þeim. Þeir eru algjör nauðsyn í ferðalagið og ég fer ekki í ferðalag án koddans. Þeir endast líka til lengri tíma því það má setja þá í þvottavél og þurrkara. Tilvalin gjöf fyrir ferðalangann! Hægt er að næla sér í eintak HÉR







VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com