Í jólapakkann

00:11

Má til með að deila óskalistanum mínum fyrir þessi jól. Ég ætla að hafa þá þrískipta. Fyrir mig, heimilið (ehm eiginlega bara mig samt) og fyrir Ýri. Það er svo gaman að fá innblástur og hugmyndir frá öðrum og því tilvalið að leyfa ykkur að sjá hvað er á okkar (mínum) óskalista. Njótið!



jól

1. Joha vasi úr NORR11 (sjúk í þennan lit) // 2. Jón í lit í Antík hvítum og ljósbrúnum - Við erum með gráa veggi þannig að það er ekki allt sem passar við! // 3. Motta frá House Doctor, tilvalin í forstofuna. Fæst í Maí Verslun // 4. Blaðagrindin vinsæla frá Ferm Living (hvernig er hægt að vera svona spennt yfir blaðagrind?!) //5. Nú hlægja einhverjir. En þetta er svona hólf til að geyma lykla og annarskonar hluti sem lúkka ekki í forstofunni. Frá Normann Copenhagen sem er btw einn stílhreinasti hönnuður ever og er í miklu uppáhaldi hjá mér! - Fæst í Epal // 6. G plaggatið frá Playtype. Hugsa að ég gefi sjálfri mér þetta bara. Búið að vera á óskalistanum í þó nokkra mánuði. Fæst í dásamlegu NORR11 // 7. Royal Albert bollar (og allt stellið ef þið viljið gefa mér) í munstrinu Confetti. Eins Skandinavískur og plain smekkurinn minn er þá er ég algjörlega veik fyrir svona breskum litskrúðugum stellum // 8. Sushidiskar - Virkilega fallegir til hjá þeim í Seimei.



1. Þessar ofursætu slaufur eru bara of sætar á henni. Fást í Petit // 2. Náttgalla án sokka! Fann þessa í Name it en eflaust til í flestum barnavörubúðum // 3. Gíraffinn frá Amikat. Hún á fílinn en mér finnst þessar myndir svo fallegar fyrir augað! // 4. Joha langermapeysa. Ég er sjúk í þessa þar sem hún er örlítið há í hálsinn - Fæst í Baldursbrá // 5. Óvart allt Joha-ð. En lambúshetta er líka ofarlega á listanum. Þessi á að vera hlý og góð - Fæst í Petit// 6. Síðast en svo alls alls alls ekki síst. Þetta krúttlega sett! Fæst í Petit.

Svo að vísu er fullt af fleiri hlutum á óskalistanum t.d. dót (allt nema trommusett) og þroskaleikföng. Svo er ég veik fyrir heimaprjónuðum fötum. Ég elska elska elska allt hjemmelavet.


1. Ég er auðveldasta bráð bloggara/snappara. Ef þeir segjast mæla með einhverju þá kaupi ég það. En mig langar rosalega í þennan Skinboss kaffiskrúbb! Hann hljómar eiginlega of góður til að vera sannur. // 2. Calvin Klein taska - fæst á Asos // 3. Arnarhóll jakkinn frá 66 er bara of geggjaður til að vera ekki á þessum lista // 4. Mínir brúnu Dr. Martens hafa verið ofnotaðir síðan ég fékk þá og mig langar í svarta líka. Þæginlegri skó færðu ekki, og þeir passa við allt! // 5. Þessi taska frá 66. Sjúk í hana. Í ferðalagið, ræktina, skólann - hún má fylgja mér hvert sem er // 6. Alvöru æfingaskó. Ég er í þrotuðum málum þegar það kemur að ræktarskóm og næ alltaf að fresta því að kaupa mér góða skó til að æfa í. Sem kemur að lokum niður á mér því ég enda alltaf meidd og neyðist til að eyða 60.000 í sjúkraþjálfara. En hefði getað keypt mér 3 svona pör í staðinn :) :) - Þessi fást hinsvegar á adidas.is og mig minnir að þeir séu til í intersport líka


Í öðrum fréttum er ég á fullu í skólanum og skal reyna vera duglegri í desember. Ég set það allavega sem áramótaheit að vera duglegri hérna inná :-)

Guffa

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com