THINGS TO DO : ASÍA

_________________________________________________


Hér mun ég skrifa ýmis hluti um löndin sem ég hef heimsótt í Asíu. Þau eru : Dubai, Kambódía, Thailand, Víetnam, Indónesía, Singapore, Kína og Indland. Mikið af ábendingunum er mitt persónulegt álit. Ef að það vakna fleiri spurningar endilega hafið samband.

____________________________________







Dubai er staður sem að allir verða að heimsækja á lífsleiðinni ef þeir hafa tök á. Að koma þangað er ótrúleg upplifun. Háhýsi umlykja mann og þetta er hreinasta borg sem ég hef farið til (Hreinni en Singapore!). Í Dubai eru nánast allir kurteisir, enskumælandi og hjálpsamir. Að vera í Dubai er draumur í dós. 


Afþreying: 
  At The Top, Burj Khalifa. Hægt að fara upp á 124 hæð í hæstu byggingu í heimi (maður fer c.a. 3/4 upp að toppi) og horfa yfir Dubai. Þar er hægt að sjá heimseyjurnar, sem eru tilbúnar eyjur í laginu eins og heimsálfurnar, og skoða alla borgina eins og hún leggur sig. Fín afþreying og kostar um 4.000 ISK (e. 125 AED). 
  Dubai Desert Safari. Dagsferð um eyðimörkina. Þar er boðið upp á úlfaldabak, henna tattoo, grillveislu, magadansshow, sand surfing, fjórhjól og margt fleira.
  Old Souk Market. Markaður í anda gamla Dubai. Klassískur staður til þess að kaupa minjagripi og ýmiskonar krydd. 
 ♤ The Dubai Mall. Risastór verslunarmiðstöð sem enginn má láta framhjá sér fara. Á hálftíma fresti er svo gosbrunnasýning sem er mjög skemmtileg fyrir utan þar sem að Burj Khalifa er í bakrunn - Virkilega flott. 
  Ströndin hjá Burj Al Arab (flottasta hóteli í heimi). Fínt að kíkja þangað einn daginn og njóta!
  Pálmatréin (e. Palm Jumeirah). Fínt að taka rúnt og sjá hvað þetta er allt saman stórt og flott.
 ♤ Atlantic Hotel. Ótrúlega flott hótel. Gaman að hafa komið þangað en ekkert nauðsynlegt.
♤ Eins hef ég séð fólk vera fara í fallhlífarstökk þarna og ég ætlaði einmitt að gera það en það var uppbókað á meðan dvölinni minni stóð. Myndirnar frá fallhlífarstökkunum eru trylltar og ég get ekki annað gert en að mæla með því. 
 ♤ Svo mæli ég með að slappa af.. sólbað, strönd, dekur, bíó og njóta.
 ♤ Eða ef að þið eruð ekki til í sólina þá getið þið alltaf farið í Emirates Mall þar sem hægt er að fara á skíði.   
Það er mjög mikið af heimsþekktum veitingarstöðum í Dubai Mall sbr. Cheesecake Factory, Starbucks, Vapiano, Pizza Hut, New York Fries, Red Lobster, Subway, Mc Donald's, KFC, Nando's, Ruby Tuesday, Fridays o.fl. Það er mjög þæginlegt fyrir okkur vestræna fólkið og fyrir þá sem að vilja lítið fara út fyrir þægindarammann. 
  Ég mæli hiklaust með Al Hallab sem er staðsettur í Dubai Mall. Arabískur matur sem að enginn má láta framhjá sér fara! Tilvalið fyrir þá sem að vilja stíga út fyrir hefðbundna rammann. 
  Brunch á Koffeecake Corner er óaðfinnanlegur. Mæli með passion fruit drink.

Vegabréfsáritun: 
  Það þarf ekki að vera með vegabréfsáritun ef maður er íslendingur (þ.e. í 30 daga eða minna)

Staðreyndir og upplýsingar: 
  Það er hægt að taka einskonar ,,konu" leigubíla þarna. Þeir leigubílar eru bara fyrir konur og pör. 
  Það er bannað að hýsa bara kvenfólk á síðum eins og airbnb.com.  Það verður að vera karlmaður með. 
  Það er ólöglegt að vera fullur og drekka á almannafæri - einungis á stöðum með leyfi fyrir því. 
  Hæsta bygging í heimi, Burj Khalifa, er í Dubai en hún er um 830 metrar á hæð. 
♤ Eitt flottasta hótel heims, Burj Al Arab, er staðsett í Dubai en það fær sjö stjörnur. 
  Dubai byggist aðallega á eyðimörk og er næst stærsta borg Arabísku Furstadæmana, á eftir Abu Dhabi.
♤ Að fylla bensíntankinn er djók. Þegar að ég var þarna kostaði tæplega 3.000 ISK að fylla Land Cruiser jeppa. 
  Margir halda að Dubai sé ,,alltof dýr" áfangastaður. Að mínu mati er Dubai mjög líkt Íslandi þegar að það kemur að verðlagningu. 
  Hitinn er mjög þæginlegur frá Oktober - Maí. Á sumrin getur hitinn verið óbærilegur. 
  Ef að það eru strákar eða par að lesa þetta mæli ég hiklaust með þessari gistingu hér en við gistum þarna þegar að við heimsóttum Dubai árið 2013. 
 ♤   Gjaldmiðlinn nefnist Emirati Dirham (e. AED) og er frekar pirrandi. 1000 krónur eru 32 Dirham og fyrir stærðfræðihefta einstaklinga eins og sjálfan mig tók það heila eilífð að reikna út hvað hlutirnir kostuðu og var því ekki lengi að sækja xe appið til að hjálpa mér!
 ♤ Það er stranglega bannað að fara inn í verslunarmiðstöð án þess að hylja axlir og hné. Ég brenndi mig á þessu 2x og lenti í ströggli við menn í einkennisklæðum. 
 ♤ Það er mikið um konur í búrkum og menn í ,,hvítum slopp með arabaklút" í Dubai.




____________________________________________________








Kambódía er yndislegt land. Ég vissi í sjálfu sér ekki við hverju ég ætti að búast þegar að ég kom þangað, enda hafði ég aldrei lært neitt um landið í skóla (svo að mig minni allavega). Þegar að ég mætti í Siem Reap tók á móti mér vingjarnlegt fólk. Fólk sem að hafði þurft að upplifa stríð fyrir 40 árum. Ég heimsótti Siema Reap og Phnom Penh. Ég mæli hiklaust með að fara til Kambódíu ef að maður hefur tækifæri. Ótrúlegt land! 

Afþreying: 
♤ Í Siem Reap er hægt að fara á shooting range og skjóta úr M16 og AK47. Einnig er hægt að skjóta úr basúkku og skammbyssu
♤ Angkor Wat, frægasta hof Kambódíu, er staðsett rétt fyrir utan Siem Reap. Þarna rétt hjá er Tomb Raider hofið (e. Ta Prohm). Þess má til gamans geta að Angkor Wat er á lista UNESCO World Heritage. 
♤ Það er líka gaman að fara í Siem Reap Crocodile Farm. Kostar 3$ og svo er hægt að kaupa fiska og fugla til að gefa þeim að éta. 
♤ Nagaworld spilavítið í Phnom Penh er ágætisafþreying 
♤ Á móti Nagaworld er tívolí sem er mjöög skemmtilegt!
The Choeung Ek Genocidal Center (e. Killing Fields) & S21. Killing Fields er eitt af mörgum svæðum þar sem að fólk var myrt í stríði sem var þar á árunum 1975-1979. Þar er hægt að hlusta á átakanlegar sögur af fórnarlömbum og hægt að sjá endalaust af beinagrindum, fötum og vopnum sem notað var í stríðinu. S21 er gamall skóli sem að var notaður sem fangelsi á stríðsárunum. Erfiðasta túrista lífsreynslan mín var að fara þangað inn en þarna er hægt að sjá myndir af börnum, konum og mönnum sem voru myrt þarna. Einnig er hægt að sjá fangaklefana og pyntingartæki. 

Matur og drykkur: 
♤ Það er algjörlega must að smaka Khmer Luclac, sem er kjötréttur í góðri sósu. 
Mæli með að prufa að panta sér froska. Smakkast eins og kjúklingur!
♤ Kambódíski bjórinn er á hlægilegu verði og ekki alslæmur
♤ Flest allur kambódískur matur er góður að mínu mati og mjög ódýr.

Vegabréfsáritun: 
♤ Það er hægt að fá Visa on Arrival í Kambódíu. Það tekur sinn tíma og kostar í kringum 5.000 krónur. Sú áritun dugar í 30 daga. 

Staðreyndir og upplýsingar: 
♤ Á árunum 1975-1979 var stríð í Kambódíu þar sem að 1.7 milljónir létust eða um 21% af þjóðinni. Stríðið var undir stjórn Pol Pots.
♤ Í kjölfar stríðsins er landið mjög ungt. Sjaldgæft er að sjá eldra fólk en flestir létu lífið í stríðinu en einnig var drepið alla þá sem voru menntaðir og ,,klárir". 
♤ Ég upplifði mikla þjóðarsorg í landinu. Mér fannst fólkið enn vera að jafna sig á hörmungunum sem að áttu sér stað fyrir 40 árum enda ekki langt síðan að stríðið var.
♤ Ég hef líka heyrt góðar sögur af bænum Shianoukville en ég fór ekki þangað í minni reisu. Mæli með að kíkja ef að tími gefst.
♤ Það er til kambódískur gjaldmiðill sem er örugglega einn veikasti gjaldmiðill sem ég veit um. Hann er verðlaus allstaðar annarstaðar en í Kambódíu. Þannig að ef að þið ætlið að taka út pening rétt áður en þið farið frá Kambódíu, skiptið því í dollara - því það er ekki hægt að skipta kambódískum gjaldmiðill neinstaðar annarstaðar í heiminum en þeir notast oftast við dollara - gott að hafa þá meðferðis.



____________________________________________________







Þegar að þú ert að velja screen saver í tölvunni eða í símanum og velur strandarmyndina þá er mjög líklegt að sú mynd sé tekin í Thailandi. Thailand er nefninlega ein risastór paradís! Þar er endalaus afþreying í boði. Hægt er að fara á Thailensku eyjurnar sem eru guðdómlega fallegar og þar má helst nefna Koh Tao, Koh Phi Phi, Phuket, Koh Phangan og Koh Nanguyan. Thailendingar eru mjög skemmtilegir, opnir og fyndnir. 

Afþreying: 
♤ Á Koh Tao er mikið um köfun. Vinsælt er að fá sér Open Water Licence þ.e. réttindi til að kafa í 18 metra dýpi. Koh Tao er tilvalinn staður til þess að fá sér þessi réttindi.
♤ Á Koh Tao er líka gaman að leigja sér vespu og keyra um eyjuna og slappa af á ströndinni 
♤ Eins mæli ég með dagsferð til eyjarinnar Koh Nanguyan. Hægt er að fara í dagsferð þar sem að er snorklað og borðað steikt hrísgrjón með grænmeti. <- Mæli hiklaust með. Það kostar 100 bath að heimsækja Koh Nanguyan. 
♤ Koh Phi Phi er pínulítil eyja. Ströndin þar er ótrúlega falleg og næturlífið fjörugt. Það sem að ég mæli helst með þar er að fara í dagsferð til Maya Bay og Loh Sama Bay að snorkla og skoða. Þvílíkar paradísir sem að eru þarna og er þetta án efa fallegasti staður sem ég hef komið á. Hægt er að fara með Water Taxi frá ströndinni og ferðin ætti ekki að kosta meira en 700TBH. 
♤ Eyjan Phuket leynir líka á sér. Ég dvaldi þar minnst en þar fórum við í dagsferð til James Bond Island. Fínasta ferð - en myndi hinsvegar ekki eyða of miklum tíma í Phuket. 
♤ Koh Phangan er fræga eyjan sem að sér um Full Moon Party í hverjum einasta mánuði. Mjög gaman að hafa upplifað Full Moon Party en efast um að ég myndi fara aftur.
♤ Bangkok er ein skemmtilegasta borg sem að ég hef komið til og jafnframt sú vanmetnasta. Ég hafði alltaf hugsað mér Bangkok sem skítuga og subbulega borg en svo er alls ekki. Ég mæli með Khao San Road, risastór gata full af mannlífi. Ég prufaði líka að fara upp í Bayioke Sky Tower sem er stærsti turn Thailands, eða um 304 metrar á hæð. Þar er svo hægt að fara í golf á 18. hæð. 
♤ Fyrir verslunarfíklana mæli ég allan daginn með Chatuchak Weekend Market í Bangkok sem er, eins og nafnið gefur sterklega til kynna, markaður einungis opinn um helgar. Þar eru um 15.000 básar með allskonar gersemum. Þar á meðal vintage fötum, skóm, dóti, bókum, minjagripum, skarti og mörgu fleiru <-- Mæli með! 
♤ Mæli með New Siam hótelinu þarna en það er staðsett tveimur götum fyrir ofan Khao San Road. Frábært og ódýrt að vera þarna. Það er í sömu götu og Subway! 

♤ Ef að þú/þið eruð stödd í Thailandi 13-15 apríl gætuð þið lent á hátíð sem nefnist Songkran. Það er einskonar nýár hjá Thailendingum sem einkennist af vatnsslögum við alla í borginni. Ef að þið ætlið að fara til Bangkok um þetta leyti mæli ég sterklega með því að skoða flug- eða rútuáætlanir ykkar, því það er ekkert leiðinlegra en að mæta í nýja borg og verða svo gegnvotur í leit af hosteli eða hóteli - því engum er sleppt á Songkran! 

Matur og drykkur:
Mér finnst thailenskur matur frábær. Þeir eru oftast bornir fram í minni magni en við íslendingar erum vanir sem gerir það að verkum að maður pantar meira og þar með smakkar meiri mat - sniðugt! Þetta er það helsta sem ég mæli með; 
♤ Sweet&sour kjúklingur steinliggur
♤ Fried rice w/ vegetables
♤ Pad Thai (Kostar 400 krónur heil máltíð)
♤ Ávextir á götumörkuðum er ódýrt t.d. ananas og mangó
♤ Djúsar, djúsar, djúsar!  Nýkreistir appelsínu, epla, mangó og vatnsmelónusafar eru hiklaust málið
Annars er ekkert mál að finna eitthvað fyrir sitt hæfi. Mc Donald's, 7eleven, Burger King, Pizza Company, Starbucks og allir þessir staðir eru staðsettir í Bangkok. 

Vegabréfsáritun: 
♤ Hægt er að vera í Thailandi í 30 daga án þess að sækja um sérstaka vegabréfsáritun. Ef að farið er umfram 30 daga þarf að borga sekt. Eins er hægt að fara úr landinu í 1 dag og koma aftur inní það (t.d. til Kambódíu)

Staðreyndir og upplýsingar: 
♤ Passið ykkur þegar að þið bókið ferð að segja aldrei já við fyrsta verðinu sem ykkur er gefið - það er alltaf hægt að prútta.
♤ Gjaldmiðillinn í Thailandi nefnist BATH. Gott er að miða við að 1 bath séu 4 krónur. 
Helstu hraðbankar í Thailandi taka 120 bath (e. 480 krónur) fyrir að taka út þannig að nýtið ferðina þegar að þið takið út af kortunum ykkar.





____________________________________________




Gooood morning Vietnam…Víetnam er ágætis land. Það á sér að baki mikla sögu og mikla þjóðarsorg.
EN ég get ekki sagt hafa séð eftir því að koma þangað. Ég mæli með að kíkja til Víetnam en ekki eyða of miklum tíma þar.


Afþreying:
♤ Víetnamskur matur er ekkert sérlega góður að mínu mati en mér fannst þó einn réttur standa uppúr. Það er rétturinn Pho en það er í raun og veru núðlusúpa með chilli <- steinliggur með kóki. 
♤ Allir sem koma til Víetnam verða að fara í Halong Bay ferð. Þar er m.a. skoðað hella, farið á kajak og ýmis konar afþreying er í boði hverju sinni. 
♤ Ég heimsótti Hanoi, Ho Chi Minh City, Halong Bay og Vung Tau. Ég mæli með að fara í ferðir í Víetman t.d. Halong Bay ferð. Við ákváðum að taka ferð þar sem að við stoppuðum á Cat Ba Island en við framlengdum þar og nutum okkar á eyðieyju þar sem að það var ekkert símasamband, ekkert net og ekkert áreiti. 
♤ Ef að það er ákveðið að fara á Cat Ba mæli ég með að fara og skoða Monkey Island. Þar er hægt að kaupa banana og einhverja ávexti og gefa öpum sem að búa á þessari eyju. Það er algjör snilld. 
♤ Ég mæli með War Remants Museum. Samansafn af minjum úr Víetnamstríðinu. Ætla ekki að fjalla meira um það en þetta er must í Ho Chi Minh City!
Vung Tau er líka fyndinn bær. Ekkert must en gaman að hafa komið þangað. Þetta er svona "ferðastaður Víetnama" þar sem að þeir fara á sumrin og yfir hátíðirnar í frí. Við vorum eina hvíta fólkið á svæðinu en skemmtum okkur hinsvegar konunglega. Ef fólk á leið þar hjá mæli ég með tívolígarðinum!


Vegabréfsáritun:
♤ Í Víetnam er nauðsynlegt að vera með visa. Ég græjaði það áður en ég fór en ég fór með rútu frá Kambódíu - Víetnam. Víetnamska sendiráðið í Pnomh Penh rukkaði 60$ fyrir vegabréfsáritunina. Hægt er að sækja um visa á netinu (ef farið er með flugi) þar sem að borgað er staðfestingargjald (15$) og svo þegar að komið er til Víetnam er borgað restina (45$). 



Upplýsingar og staðreyndir: 
♤ Gjaldmiðillinn í Víetnam nefnist Dong. Sá gjaldmiðill er ekkert sérlega þæginlegur en engan veginn sá versti. Ein íslensk króna er 187 Dong. 
♤ Á árunum 1955-1975 var stríð á milli Bandaríkjana og Víetnam. Fólkið er enn mjög brennt eftir stríðið og þarna ríkir mikil þjóðarsorg, sérstaklega í Hanoi. Fékk oftar en ekki þá spurningu hvort að ég væri bandarísk - því þeir kunna ekkert sérlega vel við þá. 
Í stríðinu notuðu Bandaríkjamenn mikið af díoxíi (e. dioxin). Díóxín er eitur sem sett var í sprengjurnar og því svo varpað í Víetnam. Sprengjurnar lentu ýmist í vötnum sem að gerði það að verkum að efnið endaði í fiskum. Mörgum árum eftir stríðið byrjaði mikið af vansköpuðu fólki að fæðast en fólkið borðaði auðvitað fiskinn í vatninu og þar af leiðandi eitrið sem fylgdi með. Fólk fæddist með vatnshöfuð, fleiri útlimi, færri tær, augalaust og svo framvegis. Hópur þessara fólks er nefndur Agent Orange. Ef að farið er í War Remante Museum má búast við því að sjá mikið af þessu fólki þar sem að það vinnur á safninu við að búa til minjagripi. Sjálf keypti ég þrjár töskur.

♤ Ein vinsælasta ferðin í Víetnam nefnist Sa Pa. Vegna tímaleysis komst ég því miður ekki í ferðina en hefði viljað fara. Þetta er ferð þar sem er gengið upp í fjall til fjölskyldna sem að búa þar og fengið að gista í heimahúsi. Ég þekki hinsvegar til nokkra sem hafa farið þanngað og þau mæla hiklaust með þessu. 
♤ Mui Ne er líka vinsæll áfangastaður og þar er hægt að fara í sólbað, chilla og drekka.

__________________________________________________








Ef að það er einhver áfangastaður ódýrari en Thailand í Asíu, þá er það Indónesía. Ég ferðaðist tilJakarta og Balí og óhætt að segja að Balí stóðst allar væntingar en ekki hægt að segja það sama með Jakarta. 

Afþreying: 
Ég mæli með Monkey Forest í Ubud. Sniðugt að "leigja" sér bíl með ökumanni sem að keyrir með mann þangað.
♤ Tanah Lot, eitt frægasta hof Balí, er þarna í grendinni. Skemmtilegt!
♤ Það er mjög mikið um Surf menningu á Balí og alls ekki vitlaust að taka nokkra surf tíma. Ég veit að Kilroy býður uppá gott tilboð í Surfskóla sem nefnist La Point Surfcamp. 
♤ Slaka á, njóta og borða góðan mat <-- Balí í hnotskurn.
Til að djamma mæli ég með Skygarden, 5 hæða skemmtistað og nóg af fólki.

Vegabréfsáritun: 
♤ Það kostar 20-30$ að fá visa í Indónesíu og hægt að gera það On Arrival. Ekkert vesen en þeir taka bara við dollurum, þannig að enn og aftur - verið með nokkra dollara með ykkur til öryggis.

Upplýsingar og staðreyndir: 
Gjaldmiðillinn er alveg út í hött og nefnist  IDR (e. Indonasian Rupiah). Maður er oft að taka út "milljónirnar" en 1 íslensk króna jafngildir 104 rúpíum. 
Ég ferðaðist einnig til Jakarta og hef fátt fallegt um þá borg að segja. Það er ekki að ástæðulausu að hún er kölluð "The busiest city in the world" því að mannfólkið og umferðin er ekki frásögufærandi. Það eina ,,jákvæða" við Jakarta er að þar er óborganlega góður Sushi staður sem að nefninst Sushi Groove og er í Mall Taman Anggrek. 
♤ Þegar að ég var á Balí var nýár. Það nefnist Nyepi og er oftast í mars (aldrei sama dagsetningin). Það var upplifun fyrir sig en ég væri ekki til í að upplifa það aftur. Nyepi einkennist af því að gera ekki neitt í heilan sólahring; bannað að horfa á sjónvarpið, spila, synda, djamma, tala saman. Allt bannað og maður á bara að þegja í sólahring. 
♤ Ef að þið eruð að ferðast mörg er sniðugt að leigja sér villu til að gista í. Kostar alls ekki mikið enda er Indónesía hlægilega ódýr. 
♤ Fyrir þá sem að vilja gera vel við sig mæli ég með hótelinu Puri Santrian en við gistum þar yfir afmælið mitt þegar að við heimsóttum Balí. Þetta er 4 stjörnu resort í Sanur. Frábær staður til að vera á og þjónustulundin þar er engu lík. 
♤ Aldrei að sætta ykkur við fyrsta verð sem að ykkur er gefið. 
♤ Ég hefði getað verið miklu lengur á Balí. Ég var viku en ég gæti eflaust eytt mánuði þarna ef það tækifæri bankaði upp á. Gefið ykkur tíma í Indónesíu.
___________________________________________





Þegar að Simon, maðurinn sem að skipulagði ferðina mína hjá www.roundtheworldflights.com, stakk upp á Singapore sem áfangastað var ég smá skeptísk. Ég vissi ekki hvers konar borg/land/ríki það væri og voru væntingarnar eftir því. Þegar að við lentum fékk ég nett menningarsjokk. Ég hafði aldrei áður séð jafn hreinan og snyrtilegan áfangastað á ævi minni! Móðurmálið er enska og háhýsi einkenna borgina. Ég var mjög lánsöm en ferðafélagarnir sem að voru með mér þekktu strák sem að býr í Singapore. Hann sýndi okkur alla helstu staðina sem bætti ferðina til muna.

Afþreying:
♤ Þar sem að Singapore er mjög nýmóðins er tilvalið að kíkja út á lífið þar. Ég mæli sterklega með klúbbnum á frægasta hótelinu þeirra, Marina Bay. 
♤ Bugis Street Market er skemmtilegur flóamarkaður þar sem hægt er að fá ferska ávaxtadjúsa fyrir 1 singapore dollar!
♤ ,,Singapore Solar Power Super Trees" er líka áhugavert en þar er verið að ,,búa" til náttúru. 
Orchard Road er tilvalin í verslunarleiðangur og þar eru búðir eins og Cotton On, H&M, Forever21 og fleiri skemmtilegar búðir.
♤ Það eru oft tónleikar þarna, ég fór t.d. á Bloc Party og þeir voru sjúklega góðir! Mæli með að tjekka á því áður en haldið er til Singapore. 
Það er hægt að fara í sund á Marina Bay en þar er ein frægasta Infinity Pool í heiminum. Tjekkið á því.


Vegabréfsáritun: 
♤ Það þarf ekki vegabréfsáritun til Singapore (ef maður er ekki meira en 30 daga). 


Upplýsingar og staðreyndir: 
Gjaldmiðillinn nefnist singapore dollar. Hann er mjög þæginlegur og eflaust þæginlegasti gjaldmiðillinn í Asíu. 1 singapore dollari eru 90 krónur.
♤ Singapore er mjög skemmtilegur áfangastaður en það er ekkert sérlega mikið hægt að gera þarna. Ég mæli því ekki með að vera meira en viku, 4 dagar duga fínt. 
♤ Singapore Zoo er einn frægasti dýragarður í heimi. Þar sem að ég hef mjög lítinn áhuga á slíku fór ég ekki í hann - en fyrir áhugasama er þetta klárlega málið. 
Það er mjög þæginlegt að það skulu allir tala ensku í Singapore. 
♤ Singapore skiptist í tvo hluta, India og China district en þegar að Singapore varð til voru það Indverjar og Kínverjar sem að komu saman og bjuggu til ríkið. 
♤ Singapore leggur mikla áherslu að eiga hreina og snyrtilega borg. Að henda tyggjói á götuna kostar mann 200.000 krónur í sekt. 
Ef að það eru fleiri spurningar varðandi Singapore, hafið þá endilega samband og ég get sett mig í samband við strákinn sem að ég þekki þarna úti og hann getur eflaust svarað þeim spurningum.




____________________________________________





Landið sem maður er ekki velkominn í… eða svona þannig lagað. Þegar að ég lenti í Kína byrjaði ferðin heldur brösulega þar sem að konan í vegabréfseftirlitinu þvertók fyrir það að Ísland væri land. Jæja, það reddaðist svosem en ekki hafði ég hugmynd um hvað túristar væru innilega ekki velkomnir til Kína. Þó svo að allt sem við skoðuðum var ótrúlega fallegt og sögulegt, var maður aldrei sérlega velkominn til Kína. Ég fór bara til Peking og skrifa því bara um þá borg hér fyrir neðan.

Afþreying:
Kínamúrinn er toppur tilverunnar. Að hafa komið þangað svalaði mínum helsta ferðamannaþorsta. Ferðirnar eru ekkert dýrar sem slíkar og hægt að nálgast ferð á hostelinu/hótelinu sem þú/þið gistið á.
♤ Temple of Heaven er sögulegt hof. Það er líka möst.
♤ Forboðna borgin (e. Forbidden City) er líka hlutur sem að maður verður að skoða.
♤ Silk Market er einn vinsælasti markaðurinn í Peking. Þarna eru margar hæðir af fötum og varningi sem er seldur til túrista. En eins og svo oft kemur hér fram, ekki sætta ykkur við fyrsta verð. Byrjiði í 1$ án gríns. Ég keypti mér úlpu á 3.500 sem að var sett 16.500 á. Það er allt gert til að hrifsa af manni peningana, þannig að passið ykkur.
♤ Night Market er mjög vinsæll staður líka. Þar er hægt að taka matarsmekkinn upp á næsta level og smakka hunda, ketti, kolkrabba og margt fleira.
♤ Verið óhrædd við að prufa framandi mat (set samt spurningarmerki við hundinn og köttinn). Það er hægt að fá svínseyru, peking önd, andatungur og margt annað á veitingarstöðunum í Kína.
♤ Það er líka gaman að skoða ólympíuþorpið. Watercube og Birdsnest. Mjög skemmtilegt!
♤ Tiananmen Square er staðsett rétt hjá forboðnu borginni. Kíkið þangað.

Vegabréfsáritun:
♤ Það þarf að hafa vegabréfsáritun inn í Kína. Hægt er að sækja um slíka hjá Kínverska sendiráðinu. Vegabréfsáritunin tekur c.a. 5-7 virka daga og kostar í kringum 10.000 krónur.

Upplýsingar og staðreyndir:

♤ Eins og kom fram fyrir ofan eru kínverjar ekkert kurteisasta þjóðin þannig að hafið það í huga áður en þið komið þangað til að koma í veg fyrir menningarsjokk.
♤ Gjaldmiðillinn er algjört fíaskó og nefnist Yuan. 1 íslensk króna er 0.055 Yuan <- góða skemmtun með þetta.
♤ Ekki láta ykkur bregða ef að leigubíll vill ekki taka ykkur uppí. Þeir einfaldlega skilja ekki ensku og vilja því ekki taka sénsinn. Ég lenti í þessu þrisvar í röð.
♤ Látið vaða og prufið strætósamgöngur. Þær kosta pínulítið og eru mjög sniðugar.


______________________________________________





Ég hef sjaldan verið jafn hrædd að fara til lands eins og þegar að ég fór til Indlands. Þegar að ég fór af í reisuna loguðu allir fjölmiðlar af neikvæðri umfjöllun um landið (og ég held að mamma mín hafi ekki sofið í þessa fimm daga sem að ég var þarna). Ég var því guðsfegin að vera fara með kærastanum mínum. Þegar að ég lenti var raunin önnur. Á móti mér tók viðkunnulegt fólk sem að vildi gera allt fyrir mann. Ég staldraði að vísu ekki lengi en 5 dagar duguðu vel. Í framtíðinni vil ég hinsvegar skoða fleiri staði á Indlandi. 


Afþreying:
♤ Númer 1, 2 og 3 er að fara Golden Triangle eða frá Delhi -> Jaipur -> Agra -> Delhi.
♤ Skoðið Water Palace!
Auðvitað er nauðsynlegt að skoða Taj Mahal. Það kostar 1.500 krónur inn c.a. og ég mæli með að fá leiðsögumann til þess að segja ykkur söguna á bakvið hofið. Hún kemur skemmtilega á óvart. 
Mitt uppáhald var að vísu Hawa Mahal (sem er hér efst á myndinni) en mér fannst byggingin ein sú allra fallegasta sem til er. 
♤ Farið í textile búð og kaupið ykkur eitthvað indverskt til að fara með heim. Það er hægt að fara í búðir þar sem að maður getur séð hvernig hlutirnir eru búnir til og keypt sér efni alveg samkvæmt því sem maður vill. Það hægt að fá mjög ódýr efni og einnig mjög dýr. -> Einnig eru þeir enga stund að breyta flíkum t.d. að skella stroffi á buxur ef að þess þarf. 

Vegabréfsáritun: 
Það þarf að vegabréfsáritun til að fara til Indlands. Það er hægt að nálgast það í Indverska sendiráðinu og kostar í kringum 6.000 krónur. 


Staðreyndir og upplýsingar: 
Það er mikil neikvæð umfjöllun um Indland undanfarin misseri. Eina sem er mikilvægt er að fara varlega og vera helst með einka bílstjóra. Þá ætti maður að vera í góðum málum en hann passar upp á mann.
♤ Passið ykkur að fara ekki í hvaða hraðbanka sem er. Farið í hraðbanka þar sem að er banki fyrir aftan. 
Fylgist með bankayfirlitinu. Ég lenti í því að það var afrituð segulröndin og tekið af mér 60.000 krónur þannig að passa sig!! 
Það er mjög mikil fátækt þarna. Undirbúið ykkur fyrir það. 
♤ Ég upplifði ekkert mikið áreiti en það var mikið horft á mann. Indverjarnir voru alveg meinlausir og gerðu manni aldrei neitt. Það sem að þeim fannst lang skemmtilegast var að eiga myndir af sér með manni. Ég tók því nú bara vel. 
Ekki vera hrædd við að smakka indverskan mat - hann er einn sá besti sem ég hef smakkað! -> og ég fékk ekki matareitrun af honum.  
Indverskur gjaldmiðill heitir Indiand Rupee og er mjög þæginlegur þar sem að 1 króna jafngildir 0.5 Rupee og er því auðvelt að muna hann --> toppnæs! 
Njótið þess að vera í Indlandi. Landið er ótrúlega fallegt og býður upp á mikla afþreyingu. 

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com