VÍETNAM

14:00


Eftir ógeðslega 10 tíma rútu til Víetnam vorum við loksins lent. Vegirnir frá Kambódíu til Víetnam voru ekki frásögufærandi og ekki gerði það gæfumun að við lágum aftast, þar sem að vélin er staðsett og rútubílstjórarnir ákváðu svo að slökkva á air-coninu því allir voru sofnaðir. Ég að sjálfsögðu vaknaði í mínu eigin svitabaði og Ævar sömuleiðis og fór frammí og bað þá gjöra svo vel um að setja air conið á. Nokkrum mínútum síðar stekkur Ævar upp og hleypur í gegnum alla rútuna.. þá hafði ‘krókódílatarantúla’ stokkið á andlitið hans. Ég tel það líklegast að það hafi verið kakkalakki – en Ævar svaf ekkert eftir þetta atvik, og heldur ekki ég.

Við komum til Ho Chi Minh að degi til og tókum því rólega. Skoðuðum ýmislegt í þessari stórborg. Fórum á safn sem snérist um Víetnam stríðið og þar fékk maður enn og aftur fyrir brjóstið. 3 milljónir óbreyttir íbúar létu lífið en það sem mér fannst alverst var að Bandaríkjamenn settu efni sem heitir Dioxin í sprengjurnar sínar sem olli því að mikið af vötnum menguðust. Með því fæddust mörg hundruð börn með fötlun og einnig vansköpuð. Þessi ‘flokkur’ er nefndur Agent Orange. Þarna voru börn með ofsavaxinn haus, engin augu, auka útlim, færri útlimi, putta fasta saman og ég gæti endalaust haldið áfram. Ég er enn að jafna mig. Mæli með að fólk google-i eða kynni sér þetta.





Við skoðuðum einnig enn eitt háhýsið í Víetnam, Bitexco turninn. Þarna fórum við uppá fimmtugustu hæð og skoðuðum stórborgina, voða gaman. Kíktum á kaffihús og skoðuðum borgina .





Strákarnir ákváðu svo enn og aftur að fara í hárgreiðsluleik. Ævar litaði sig bleikhærðan, Stefán varð fjólubláhærður og Hafsteinn litaði sig dökkhærðan!



Næsta stopp var svo lítill bær sem heitir Vung Tau og er örlítið neðar en Ho Chi Minh á korti. Það voru engar vætingar fyrir þessum bæ en óhætt að segja þá náðum við að afreka heilmikið. Byrjuðum á að leigja okkur vespu í tvo daga. Kíktum í einhvern garð þar sem að maður borgaði 1.500 kall og við fengum að fara í alveg eins rennibraut og á Kínamúrnum, hlaupa í hamstrabolta á vatni, tívolí, leika við strúta, zip line-a og fullt af fleira drasli. Við fórum 4x í rennibrautina þangað til að okkur var bannað að fara oftar. Skoðuðum Jesú styttu hérna sem minnir helst á hina alræmdu í Ríó en þori nú að staðfesta, þó svo að ég hafi aldrei komið þangað, að þessi er ekki nærrum því eins flott. Leiðin þangað var að vísu sveitt og erfið.











Við kíktum líka á ströndina. Þarna var ströndin með mikilli golu – sem er einn mesti plús ferðarinnar. Það er ekkert verra en að liggja í logni og gjörsamlega soðna. Við eyddum 2 nóttum í Vung Tau, enda heljarinnar ferðlag upp Víetnam framundan!

Næsta stopp okkar var svo  Phan Thiet þar sem að allt var voðalega ómögulegt. Byrjum á því að rútan okkar var svo yfirbókuð að það hefði ekki komist hænuungi þarna inn og mér og Stefáni til mikillar hamingju var maður með risastóra PLÖNTU fyrir hliðiná okkur á kolli – það var bara búið til sæti þar sem að var gólf. Í Phan Thiet höfðum við planað að skoða eyðimörkina og leika okkur en við mættum aftur í local bæ þar sem að enginn talaði ensku og enduðum að fara í svaka taxaferð því að bílstjórinn skildi ekki blautan hvað við sögðum. Eftir það fengum við hálf nóg af þessum litlu bæjum og vildum bara komast strax til Hanoi. Plöntuðum okkur í lobbý á einhverju hóteli og bókuðum okkur bíl til Ho Chi Minh og flug frá Ho Chi Minh til Hanoi. Þegar að við lentum í Ho Chi Minh var ekki búið að opna Domestic flugvöllinn og þá var tekið rónarmove-ið og sofið á jörðinni í nokkra tíma.Vorum svo lent til Hanoi og fundum okkur ágætis hostel. Í Hanoi leigðum við vespur og skoðuðum borgina.

Fengum fljótt leið af Hanoi og pöntuðum okkur ferð til Halong Bay. Tókum þriggja daga ferð plús nokkra daga stopp í Cat Ba – eyju hér rétt fyrir utan. Fyrsta daginn var skoðað hella, farið á kayak, gönguferð á utsýnispall, borðað og drukkið fram á nótt. Halong Bay var ótrúlega flott en því miður búið að menga þennan stað frá toppi til táar. Sjórinn var svartur af skít og fljótandi túrtappar og tilheyrandi tóku á móti manni.













 Daginn eftir vaknaði ég að sjálfsögðu með mestu sjóveiki lífs míns (ég sver ég hefði frekar kosið þynnku) og fórum í annan bát og rútu til að fara til Cat Ba. Þar var stoppað í National Park og tók við fjallganga – ég afþakkaði pent enda með bullandi sjóriðu og hársbreidd frá því að æla. Þegar við vorum lent í central-ið í Cat Ba fórum við og skoðuðum enn og aftur fleiri apa á Monkey Island og svo var siglt með okkur á Bungalowin.












Staðurinn sem Bungalowin okkar voru á var algjör leyndur demantur. Afskekkt eyðieyja með strönd, blakvelli, fótboltamörkum og tilheyrandi. Þar eyddum við með þeim seinustu dögum okkar í Víetnam í að slaka á og njóta – því bráðum skiljast leiðir. Og eins og svo oft áður var farið í hárgreiðsluleik þar sem að greiphárið hans Stefáns fékk loksins að fjúka enn hann ákvað hinsvegar að skafa á sér hausinn í staðinn.  Hafsteinn tók sig til og rakaði sig líka í bátnum á leiðinni á Bungalow-ið þannig að núna eru tveir Bubbar í hópnum. Það var svo sannarlega slakað á á þessari eyju og afeitrað sig frá netinu því þar var ekkert internet og lítið sem ekkert símasamband.







Moskítónetið var crucial!


Sagan af Ævari og krókódílatarantúlunni væri ekki frásögufærandi nema ég hefði lent í því sama – sem gerðist að sjálfsögðu. Ég var alveg að ná að sofna þegar að einhver viðurstyggileg vera sem ber nafnið kakkalakki á Íslandi, ákveður að trítla þvert yfir magann á mér. Ég stekk að sjálfsögðu upp og vek Stefán og bið hann um að kveikja ljósið á STUNDINNI. Við leitum í rúman hálftíma eftir verunni og eftir að ég var alveg búin að gefa upp vonina (og farin að halda að ég væri eitthvað veik á geði) sé ég einn ósvikin, ógeðslegan og stóran kakkalakka vafra um veggina (JÁ ÞEIR LABBA UPP VEGGI). Stefán kom mér að sjálfsögðu til bjarga en ég var mjög treg að sofna aftur haldandi það að það væru fleiri en einn á vafri upp um herbergið.


guffadk﷽﷽﷽eitthvað nýtt og öðruvpplifa eitthvað nð til Halong Bay. Tkur
Næst á dagskrá er Bangkok. Þar munum við eyða nokkrum dögum að skoða skemmtilega hluti en þann 17 munu leiðir skiljast! :( Ég og Stefán höldum okkar reisu áfram, Ævar verður lengur í Thailandi og Ástrós og Hafsteinn fara til London. Það styttist óðfluga í heimkomu!

GB

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com