CAMBODIA

12:34


Við fórum í 10 tíma rútu frá Bangkok til Siem Reap í Kambódíu. Leiðin var greið en alltaf meira vesenið með visa. Endalausar raðir og óþolinmæði. Við vorum svo loksins komin á áfangastað um 6 leitið og þá hófst leit af hosteli. Fyrsta hostelið sem við gistum á var viðbjóður – viftuherbergi á 6.hæð með fúkkalykt. Seinna hostelið lofaði að vísu góðu en eftir nóttina vaknaði ég með 20 bedbugs bit! Veit ég um eitthvað verra? Nei svosem ekki!

Við gerðum ýmislegt sniðugt í Siem Reap þó svo að við dvöldum ekki lengi þar. Við kíktum á Shooting Range þar sem að við skutum úr AK47 og M16.






Leigðum okkur hjól og hjóluðum um bæinn, fórum í krókódílagarð og gáfum þeim fiska og fórum á Night Market (sem virðast vera í öllum löndum). Við kíktum líka í Angkor Wat sem er frægasta/þekktasta hof Kambódíu. Hér er allt auglýst með þessu hofi þ.á.m. bjórinn. Við vorum mætt um 5 leitið til að sjá sólarupprásina. Dagurinn var svo nýttur til hið ítrasta þar sem að við skoðuðum Ta Prohm þar sem Tomb Raider var tekin upp. Hittum kambódíska krakka og lékum aðeins við þau og hittum svo nunnur sem voru eldgamlar og snoðaðar - algjörar dúllur og við töluðum íslensku og þær kambódísku. Ævar varð líka ástfanginn, hann heitir Bóbó og gifting er auglýst síðar.

C'est amor

Munkur að blessa 

Krakkar hjá Angkor Wat

SP barnagæla

Krúttlegustu konur í heimi


Eftir Siem Reap fórum við til Phnom Penh, höfuðborgar Kambódíu. Við vorum mætt um 1 um nótt og leitin af hosteli hófst enn og aftur. Fundum krúttlegt gestahús og byrjuðum á að sofa í viftuherbergi... sem var svo breytt daginn eftir í aircon guðisélof.  Skoðuðum Russian Market daginn eftir og kíktum í Víetnamska sendirráðiði til að redda visa en auðvitað var lokað. Hér er einnig besta Chicken Fajitas í heimi (fyrir utan heima í Kvíslatungu 4 ofcurs) og ég og Ástrós hæstánægðar með það!

Room Service kl 1 um nótt - Chicken Fajitas!


Ferðinni var heitið daginn eftir á Choung Ek, sem er einn af mörgum Killing Fields hér í þessu landi. Fyrir þá sem ekki vita var hér stríð á árunum 1975-1979 þar sem að þriðjungur þjóðarinnar lét lífið eða um 3 milljónir manna. Maður að nafni Pol Pot stóð fyrir þessum þjóðarmorðum og ber ábyrgð á dauða þessara fólks. Það var virkilega erfitt að fara þarna, hlusta á sögur fólks sem hafði lifað af og sjá ýmsa staði þar sem þúsundir voru myrtir. Það sem braut hjartað í mér var eitt tré sem stóð þarna miðsvæðis. Þarna höfðu um 10.000 börn látist því að villingarnir í Rauðu Khmerunum börðu þau í tréið þangað til að þau dóu. Ég ætla ekki að setja myndir af Killing Fields á netið þó svo að ég hafi tekið nokkrar. Ég mæli frekar með því að fólk skoði þetta og upplifi þetta sjálft þegar að það fer til Kambódíu. Ég ætla hinsvegar að láta eina mynd af girðingu sem er yfir fjöldagröf 450 manns en þar hafa túristar tekið sig saman og sett 1 armband til að sýna virðingu og samúð.




Við heimsóttum líka fangelsið S21 þar sem að mörg þúsund manns var haldið og drepið. Þetta var áður fyrr gamall skóli en búið að breyta honum í fangelsi. Ég kem eiginlega ekki upp orðum hvernig var að fara þangað. Maður sá myndir af öllu fólkinu sem þurfti að dvelja þarna, hrottfengnar myndir af líkum sem höfðu verið barin til óbóta, blóðslettur, pyntingartæki og svo margt meira. Eins og ég sagði áður fyrr þá mæli ég frekar með að fólk fari á staðina og upplifi það sjálft heldur en að ég dúndri inn myndum af þessu. Í þessu fangelsi létust um 17.000 manns, börn, konur, karlar – fólk á öllum aldri. Þetta braut alveg í mér hjartað og mæli hiklaust með að fólk fari þangað.

Svo var keypt rútumiða til Víetnam og reddað víetnam-visa. Við keyptum það á netinu og bara svona smá viðvörun fyrir fyrir komandi bakpokaferðalanga þá virkar það ekki neitt að kaupa það á netinu. Þú þarft að borga það nákvæmlega sama og allir aðrir. Við enduðum sumsé á að borga 1.600 kalli of mikið – enn við bitum í það súra epli og fengum visað okkar daginn eftir sem kostaði um 60 dollara.

Planið seinasta daginn var svo að henda handsprengju og skjóta úr skammbyssu. Allt fór fyrir ekki því það var ekki hægt að henda handsprengju nema að maður keypti basúkkuskot sem kostaði 350$ og það var ekki beint í myndinni. Ég sætti mig bara við revolver. Stefán skaut líka úr revolver og gjörsamlega ace-aði það. 





Við verðum í Víetnam í rúmlega tvær vikur. Lendum í Ho Chi Min og förum svo upp Víetnam til Halong Bay.

GB

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com