THAILAND

20:24


Eins og glöggir hafa tekið eftir ætluðum við til Malasíu eftir Singapore. Við ákváðum að breyta því plani eftir að Prashant sagði okkur að það væri í raun ekkert merkilegt að sjá þar (og við vorum sjálf bara kominn með einn hlut til að sjá). Þannig að við beiluðum Malasíu og keyptum okkur flug til Phuket í Thailandi.

Þegar að við lentum í Phuket vorum við orðin leið á því hversu þungir bakpokarnir voru og ákváðum að senda einhver föt heim (enda búin að versla fullt í Singapore líka). Við enduðum á að senda 2 risa stóra kassa, 37 KG í heildina. Við löbbuðum svo út af flugvellinum í Phuket – alsæl með létta bakpoka!




Við gistum í tvær nætur í Phuket á lélegu hosteli. Fórum í ferð um James Bond eyjuna sem var geðveik í alla staði. Fórum á Kanó, slöppuðum af í sólbaði, stungum okkur í sjóinn og nutum þess að vera í fríi.








Svo pöntuðum við okkur ferð til Koh Phi Phi. Vorum komin þangað 21 mars. Koh Phi Phi kom á óvart að því leiti hvað þetta er pínulítil eyja. Tekur mann ekki nema 3 mínútur að labba yfir á hina ströndina. Þarna var slakað virkilega á, splæstum í vindsængur og yet again – nutum. Stefán ákvað einnig að vera legend og tók svokallaðari ‘Challenge’ á Reggae bar ; 800 gramma hamborgari með laukhringjum, kartöflubátum og hrásalati – og átti að slátra þessu á 30 mín og þá færðu matinn frítt. Stefán var orðin pakksaddur þegar að hann átti alla kartöflubátana eftir og borgaði 500 bath fyrir þessa máltíð – alltof saddur og byrjaður að svitna kjötsvita. Svo um kvöldið var kíkt á næturlífið þar sem var prufað hlátursgas og sumir fóru í eldsnúsnú, sem þeir hefðu betur mátt sleppa.







Við hittum einnig íslendinga á Koh Phi Phi þar sem að ég var í sakleysi mínu inní einhverri búð og heyrði tvær íslenskar stelpur spjalla og fékk áfall þegar að ég heyrði íslenska rödd. Þær sögðu mér að þær yrðu á full moon á sama tíma og við og þegar að ég labbaði úr búðinni voru Stefán og Hafsteinn búnir að vera tala við kærasta þeirra um full moon!

Við fórum í ferð til Noh Sama Bay, Monkey Island, Maya bay og snorkluðum og borðuðum Flælæ (fried rice). Noh Sama Bay hlýtur að hafa verið fallegasti staður sem ég hef séð. Snorkluðum líka í sjó með fullt af fiskum sem var auðvitað algjör snilld.







Við áttum svo pantaða ferð til Krabi þar sem við höfðum hugsað okkur að vera í eina nótt. Það var beilað og við fórum strax til Koh Phangan og vorum mætt þangað fyrir allar aldir kl 7 um morgun. Og máttum tjekka okkur inn kl 12 á Resortið sem við áttum bókað. Krakkarnir skelltu sér strax í sólbað á meðan ég gjörsamlega rotaðist í einhverjum sófa þarna og vaknaði með vindsæng yfir mér. (þetta var gert svo ég myndi ekki vakna sem ein stór brunarúst í smettinu)



Koh Phangan bauð uppá voðalega lítið annað en Full Moon partyið. Við fengum íslendingana til okkar í fyrirparty og fórum svo niður á Haad Rin strönd þar sem þetta var haldið. Hópurinn splittaðist auðveldlega í þessu crowdi og ég skemmti mér vel þangað til að óvelkomnir kviðverkir fóru að segja til sín. Já það var líka ráðist á mig af eldmaurum sem hlýtur að vera ein óþæginlegasta tilfinning lífs míns. Full Moon partyið var skemmtilegt en voðalega mikið búið að hæpa það upp. Engu að síður er gaman að geta krossað þetta af To do listanum. Dagarnir eftir á Koh Phangan fóru í sólbað og borða meira Flælæ. Pöntuðum okkur svo ferð til Koh Tao þann 28 mars.





Við vorum í 8 daga á Koh Tao. Þar er voða lítið hægt að gera ef maður ætlar ekki að kafa. Við leigðum vespur, kíktum í minigolf, lentum í sveitta missioni ferðarinnar so far og við pöntuðum snorklferð um alla eyjuna sem var skemmtileg. Þar fórum við um Shark Island, Mango Bay og Nangyuan Island.  Fórum uppá útsýnispall á Nangyuan Island þar sem að ég missti 2kg á að labba upp og hrapaði svo næstum niður – en hvað gerir maður ekki fyrir flottar myndir?




Dagarnir á Koh Tao voru svipaðir þegar að leið undir lok. Vakna – Sólbað – Chill – Borða – Skoða markaði. Ég varð að sjálfsögðu að brunarúst og fékk svona myndarlegt sólgleraugnafar. Við kíktum svo á Lady Boy sýningu sem var ein stór skrýtin lífsreynsla. Næsta stopp var svo Bangkok og við öll dauðsfegin að skipta loksins um umhverfi.







Við komum til Bangkok 5 apríl að nóttu til. Ætluðum að vera legend og kaupa nætuferð og vera mætt snemma um morgunin en allt fór fyrir ekki og rútan var extra fljót á leiðinni og við vorum mætt um kl 3 um nótt. Við tjekkuðum okkur inná rosa fínt gestahús með sturtuhaus sem virkar!

Það var tekið uppá ýmsu í Bangkok. Það var kíkt á Weekend Market þar sem voru gerð góð kaup, Koh San Road að sjálfsögðu sem er gata full af hótelum, international veitingarstöðum, skemmtilstöðum, mörkuðum, skordýrabásum og ég veit ekki hvað og hvað..




Ævar kom svo til okkar 9 apríl og honum var tekið fagnandi! Þarna vorum við orðin the fabulous five og erum búin að gera ýmsilega fyndna hluti hérna. Ég og Ástrós strukum frá strákunum og létum setja í okkur Moniku fléttur með perlum. Ætluðum ekki að hætta hlæja þegar að við löbbuðum um Koh San Road og það heyrðist meira í perlunum okkar heldur en manninum sem var að bjóða okkur á PingPong Show.


Eðlilega byrjaði Ævar ferðina á mani&pedi






Þann 10 apríl var svo tekin skyndiákvörðun dagsins. Við ákváðum að skella okkur í tattoo! Allir fengu sér eitt sætt tattoo og hafiði engar áhyggjur við fórum á hreinan og sótthreinsaðan stað þar sem við fáum ekki aids og lifrabólgu C.




Við fengum einnig þrumur og eldingar í Bangkok og áttum kósýdag sem er alltaf jafn notalegt. Hann var t.d. nýttur í að skrifa þetta blogg!

Helgina 13-16 apríl var svo nýár hjá Thailendingum en það kallast Songkran. Við lentum líka í því á Balí að vera yfir nýár en í Thailandi var því öðruvísi háttað en hátíðin felur í sér þriggja daga vatnsstríð á götum borgarinnar (og eflaust víðsvegar um allt land). Þetta var sjúklega gaman og óhætt að segja að allir voru orðnir marnir og meiddir í höndum eftir vatnsbyssuátök. Það var líka einhverskonar efni úr duftformi til sölu, sem er svo blandað í vatn þannig að úr kemur leðja, sem var óspart notuð til að klína framan í mann og uppí mann, öllum til mikillar gleði.





Við kíktum tvisvar í bíó.. fórum fyrir mistök á myndina The Host sem ég vona að enginn annar fari á - aðeins of leiðinleg! Svo fórum við á Oblivion sem var nú skömminni skárri en The Host! Keyptum miða alltof snemma og átum allt sem við gátum fundið í þessu molli og ég splæsti í næsta langermabol sem ég sá útaf því það var ííííííískalt í bíóinu! 







Ég og Stefán tókum svo aðra skyndiákvörðun og breyttum ferðinni örlítið. Upprunarlega áttum við að vera í 10 daga í Indlandi en ákváðum í staðinn að vera þar bara í 5 daga vegna þess að margir sem við höfum hitt sögðu að 10 dagar væru einfaldlega of yfirþyrmandi þannig að við keyptum okkur flug til Sameinuðu Arabísku Furstadæmana a.k.a. DUBAI og munum eyða seinustu 5 dögum reisunnar þar, WúbbWúbb!




Næst á dagskrá hjá okkur er svo Kambódía! 


GB

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com