INDLAND

12:30


Eftir að hafa eytt 5 dögum í Bangkok var komið að því að það skildust leiðir. Ævar ákvað að fara til Pattaya, Ástrós og Hafsteinn voru að fara til London og ég og Stefán til Indlands. Við áttum seinustu kvöldmáltíðina á Tony Roma’s (Hvað annað?) og hentumst uppá flugvöll. Um leið og við mættum var eitt flug cancelað – og auðvitað var það flugið hjá Ástrósu og Hafsteini. Þau fóru semsagt í fýluferð aftur á Khao San Road og ég og Stefán rónuðumst á flugvellinum til 8 um morguninn.

Flugið var fínt og við vorum lent um 11 leitið til Delhi. Hótelið sótti okkur og við tók allt öðruvísi land en við bjuggumst við. Eftir að hafa heyrt svo margar vondar sögur um Indland tók á móti okkur einlægt og gott fólk. Við bókuðum óvart hótelið í 10 nætur en hótelstjórinn leyfði okkur að cancel-a því og fór í gegnum heljarins vesen bara fyrir okkur. Bílstjórinn okkar, Sanjay, fór með okkur á ferðaskrifstofu og þar bókuðum við klassísku ferðina Agra – Jaipur – Delhi.

Við brunuðum til Agra daginn eftir með Sanjay og auðvitað kom magaverkur #1 í hús en í þetta skipti var það ekki Guffa – heldur Stefán Pálsson! En það reddaðist með einni immodium á svipstundu. Planið fyrir daginn var svo að skoða Taj Mahal. Fyrir allan misskilning hélt ég alltaf að þetta væri trúarlegt hof en svo komst það í ljós að það er í raun ekkert trúarlegt við það. Við fengum okkur guide sem sagði okkur söguna af kong sem að lét byggja Taj Mahal fyrir konuna sína sem dó. Hún var 1 af 3 konum hans en var í algjöru uppáhaldi. Þegar að hún var að fæða 14 barnið hans lést hún. Hann ákvað að byggja húsið handa henni og inni í húsinu eru líkkisturnar af þeim tveim. Smáatriðin eru óborganleg og þarna er allt symmetrical sem gerir húsið endalaust fallegt.



Ég tók mig til og mætti í indverska klæðnaðinum Sari en fyrst keypti ég mér eitt slíkt og bað konuna sem hýsti okkur um að hjálpa mér að klæða mig í. Hún bölvaði og blöskraði þessu Sari og lánaði mér sitt eigið og gerði mig fína og sæta fyrir Taj Mahal. Eins skrýtið og það er að vera hvít stelpa á Indlandi þá er það ennþá skrýtnara að vera hvít stelpa í Sari á Indlandi. Allir góndu á mig og ég var beðin um að vera á myndum hjá fólki sem var mjög skrýtið.


Það var gaman að prufa þetta en undir lokin var orðið svo sjóðandi heitt undir þessum klæðum (og ég alltaf dauðhrædd um að þetta myndi pompa niður) þannig að ég skipti um föt. Í Taj Mahal er enginn dresscode – því þetta er ekki trúarlegt hof, heldur hof ástarinnar!

Við fengum svo vegan-indverskan mat hjá yndislegu konunni sem við gistum hjá og hún dekraði svoleiðis við okkur. Það var virkilega gaman að prufa svona Home stay og það verður ennþá áhugaverðara að prufa það í 5 daga en við bókuðum þannig fyrir Dubai þar sem að hótel kostnaðurinn þar er ekki bakpokaferðalöngum bjóðandi.



Daginn eftir var haldið til Jaipur. 5 tíma taxi með krúttlega Sanjay og við vorum lent uppá hótel um 3.  Sá dagur var bara tekin í afslöppun því daginn eftir fórum við svo að skoða Jaipur.

Eftir að hafa átt leti dag tókum við daginn eftir með trompi. Ræs snemma og byrjuðum að fara á fílsbak upp Amer Palace og skoðuðum þar risa stóra höll. Eftir það fórum við og skoðuðum Hawa Mahal, Water Palace og fengum að leika okkur smá með fílunum. Við keyptum banana og gáfum þeim að borða og klöppuðum þeim. Svo kom að því að við fórum í týpiska Textilebúð þar sem að voru gert góð kaup. Stefán keypti sér peysu og ég keypti mér buxur ásamt nokkrum glaðningum fyrir elsku mömmu.







Síðan var haldið aftur til Delhi. Enn og aftur 5 tíma keyrsla í litlu dollunni hans Sanjays. Skoðuðum þar týpísku húsin þ.á.m. Parliamentið og hús forsetans. Svo var bara endurpakkað og gert allt klárt fyrir Dubai en við munum vera þar í 5 daga og svo halda til London.

Það fer alveg að koma að heimkomu...


 GB.

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com