FORSTOFAN

00:56




Hæhæhæ - Lítið hefur bólað á mér undanfarna daga en prófalestur og flutningar hafa sett strik í reikninginn. Við erum að fara gista fyrstu nóttina hérna á Markholtinu í kvöld og erum hrikalega spennt! Þið megið því búast við slatta af færslum á næstunni (þá allra helst eftir 3. maí en þá klára ég prófin!)

Ég elska að skoða fyrir/eftir blogg. Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk sé duglegt að taka myndir þegar að það er í framkvæmdum. Það er svo gott að geta opnað albúmið í símanum og séð hversu langt maður er kominn, því oft finnst manni maður ekki neitt vera að gerast. Maður er líka svo fljótur að gleyma hvernig hlutirnir voru áður.

Að máli málanna! - Forstofan hjá okkur er pínu lítil og við þurftum að vera virkilega lunkinn að nýta hvern fermeter sem best. Við skulum skoða hvernig hún leit út í byrjun:

Suðrænu flísarnar í allri sinni dýrð

 Squat Stefán 

En byrjum á byrjuninni. Flísunum var skipt út eftir mikinn trega hjá SP sem var sjúkur í suðrænu flísarnar. Því næst var að mála en ákváðum að hafa forstofuna í sama lit og stofan, eldhúsið og gangurinn.



Byrjað að mála! 

Ég á í miklu haturssambandi við rafmagnstöfluna. Ætla að hylja hana með spegli. 

Adios flísar!

Nýju komnar á 

Tada!

Flísarnar fengum við í Múrbúðinni. 

Næst voru það skápa/hirslu mál. Þar sem venjulegur skápur hefði ekki passað inn ákváðum við að taka minni skápana úr Ikea, sem eru 37cm á breidd. Við fundum að vísu alveg eins skáp í umbúðarlaust sem er upprunarlega ætlaður fyrir eldhús og í raun 5 cm lengri en hann var svo miklu ódýrari að við ákváðum að kaupa hann frekar. Þar er hægt að koma fyrir mest notuðu flíkunum á meðan hinar fá eflaust að liggja inní herbergisskápnum. Skúffurnar inní fataskápinn fengust líka í umbúðarlaust, á 50% afslætti og hurðarnar framan á á markaðsdögum í Ikea (til hvers að eyða of miklum pening í forstofuskáp??) 

33 vikna úfinkollur

Eftir að hafa skoðað Skreytum Hús grúppuna sá ég að margir voru að deila þessum snilldar skóskáp sem við splæstum líka í. Hann kostaði litlar 5000 krónur og ég setti hann alveg sjálf saman! (sjá mynd að ofan). Hann tekur líka grínlítið pláss sem hentar þessari pínulitlu forstofu afskaplega vel. 

Höldurnar keypti ég í Indiska en þær eru úr járni - hrikalega flottar. 





Snagana er ég búin að væla um í þónokkurn tíma og fékk þá loksins í afmælisgjöf frá systu. Ég vil ekki hafa allt svart, hvítt og grátt heima hjá mér og valdi mér því hlýja liti til að tóna við vegginn og gólfið.

Punkturinn yfir i-ið er svo þessi fallegi spegill. Ég er búin að ásækja Söstrene Grene undanfarið því þau voru að selja fullkominn sjóara spegill en hann er víst ekki væntanlegur í bráð. Þessi fær þá að vera í staðinn. Kaupin á honum gengu að vísu ekki áfallalaust fyrir sig en ég þurfti tvívegis að skipta honum vegna útlitisskemmda. 

Svo var keypt ýmsir aðrir aukahlutir. Okkur vantaði t.d. bréfalúgu (og trúið mér, þær eru ekki ókeypis!), gólfmottu, höldur, hurðastoppara og svoleiðis smáhluti. Svo er framundan að splæsa í aðra gólfmottu og skóhorn. 


Ég er líka mjög skotin í þessari mynd en hana fékk ég í afmælisgjöf frá Þórdísi vinkonu hér um árið. Hún fær að prýða forstofuna.




Vonandi höfðuð þið gaman af! x

Guffa. 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com