Óskalisti
16:381. Plastmotta fyrir eldhúsið - Fæst í Pipar & Salt || 2. Skýja órói úr Lovliness Butik || 3. String Pocket - Fæst í Epal || 4. Nespresso kaffi vél - Fæst í Elko || 5. Chatboard - Fæst í Epal
Þið verðið að afsaka föndurhæfileika mína til að gera svona óskalista. Ég er búin að googla frá mér allt vit en fann svo loksins sniðuga síðu sem gerir svona. Heitir Polyvore. Ég er búin að vera skáð á hana í 5 ár. Man ekki einu sinni eftir því að hafa skráð mig. En já óskalistinn!
Hann er svona héðan og þaðan, aðallega allt í búið. Plastmottan finnst mér virkilega sniðugt fyrirbæri inn í eldhús fyrir neðan vaskinn. Tengdó benti mér á hana og ég er svolítið hrifin af henni í þessum græna lit. Ég rakst svo á óróann á vafri mínu í gegnum Instagram og finnst hann æði. Verst að hann er uppseldur í þessari sænsku búð sem ég fann hann svo loksins í. Ef einhver veit hver selur svona, þá má hinn sá og sami endilega segja mér frá því! String Pocket hillan er næsti hlutur sem ég ætla að "safna mér fyrir". Ég elska að setja mér markmið þegar að mig langar í eitthvað sem kostar frekar mikið að ég þurfi virkilega að safna mér fyrir því. Eins og er er safnað fyrir ísskáp. Strax erum við komin með helming og er því hillan næst. Hún mun spóka sig sérlega vel í eldhúsinu. Kaffivélin rataði líka á listann þar sem við Stefán eigum ekki slíka og munum eflaust koma til með að þurfa á henni að halda þegar að stúlkan okkar kemur í heiminn. Chatboard-ið fannst mér líka skemmtileg breyting frá krítartöflunum. Finnst hún svo stílhreint og flott og enn og aftur er eitthvað við þennan græna sem er að heilla mig.
0 ummæli