Barnasturta
14:39B A B Y S H O W E R
Síðasta sunnudag vaknaði ég eldhress kl. 8 um morguninn og heimtaði að fara í Ikea um leið og það opnaði. Eðlilega þar sem við vorum að kaupa fyrstu framhliðina á eldhúsinnréttinguna. Ég ætlaði svo í sakleysi mínu að koma við í Epal, jafnvel Smáralind og eyða deginum á einhverju flakki um borgina. Þegar að við erum komin á griðarstaðinn minn í Ikea, umbúðarlaust, byrjar Stefán að kvarta og kveina yfir buxunum sem hann er í. Að þær séu of þröngar og að við verðum að fara heim og skipta um buxur. Ég undraðist á því afhverju hann væri búinn að ganga heilan Ikea hring án þess að segja orð um þetta en samþykkti það að við gætum nú farið heim að skipta um föt. Einnig var tengdapabbi mættur uppí íbúð að bardúsast. Ég bið Stefán um að koma við í bakaríi og hann kaupir handa okkur rúnstykki til að eiga. Þegar að við keyrum inn í götuna sé ég bílinn hennar systir minnar og ömmu. Velti mér lítið uppúr því og hugsa með mér að það sé einhverskonar kaffiboð heima. Gatan var stútfull af bílum og blótaði ég fermingunum í sand og ösku. Vitlausari gat ég varla verið.Þegar að ég opna hurðina heima taka á móti mér vinkonur mínar í óvænt babyshower. Æi. Ég held varla afmælisveislur sjálf því mér finnst það svo pínlegt og hef verið svoleiðis frá því ég var barn. En mikið ofboðslega er þetta skemmtileg hefð. Ég var svo hrærð að ég er ennþá að jafna mig. Í boði voru allskyns leikir, fáránlega góðar veigar og dásamleg samverustund! Ég tala nú ekki um þær ótrúlegu gjafir sem Stefánsdóttir fékk. Skildi mig eftir orðlausa.
Rut systir mín, höfuðpaurinn af þessu öllu saman á stærsta hrós í heimi skilið fyrir undirbúninginn á veislunni.
Ég var svo utan við mig að ég náði ekki að festa myndir á filmu en þetta eru þær sem ég screen shot-taði frá stelpunum og fékk myndir frá systu. Það er með ólíkindum hvað maður á góða að.
Takk fyrir mig!! x
Staðan á framkvæmd á þaki: Það verður farið í þakið um helgina!! Maður lifandi hvað ég er fegin.
0 ummæli