Nýtt útlit og allt að gerast!
00:41
Hæ!
Sum ykkar hafa eflaust gripið í tómt undanfarna daga en ég hef verið að setja síðuna mína í algjört makeover. Ég fékk leið á henni eftir stutta stund enda blogspot ekkert með neitt sérlega skemmtileg look til að vinna með. Ég ákvað því að fara í advanced pælingar og sótti mér þetta útlit sem ég er virkilega ánægð með. Er búin að vera breyta ýmsu í html kóðanum en mér finnst hún bara líta nokkuð vel út! Mér þykir nefninlega rosalega vænt um þessa síðu og vildi ekki búa til aðra einungis til að fá rétta look-ið. Svo finnst mér viðmótið hjá blogger vera svo afskaplega notendavænt og þægilegt. Þá brettir maður bara upp ermar og fer að forrita. Sem er furðugaman by the way!
Ég ákvað líka að leyfa gömlu ferðatipsunum mínum að hanga hérna inni fyrir ykkur sem eruð stundum að spyrja. Enn ég bendi ykkur á www.gekko.is en þar er stútfullt af upplýsingum fyrir ykkur ferðalangana.
Ég ákvað líka að leyfa gömlu ferðatipsunum mínum að hanga hérna inni fyrir ykkur sem eruð stundum að spyrja. Enn ég bendi ykkur á www.gekko.is en þar er stútfullt af upplýsingum fyrir ykkur ferðalangana.
Það er allt á blússandi siglingu hjá okkur í íbúðinni og ótrúlegt en satt fer bara allt að smella saman á næstu dögum.
Annars er ekkert merkilegt að frétta af mér. Ég þurfti að kveðja vinnuna mína í vikunni vegna grindagliðnunar sem ég átti mjög erfitt með. Eins hef ég breytt nafninu mínu í Bjúgfinna en eftir að hafa stútað einum snakkpoka eitt kvöldið varð ég þreföld á öllum útlimum og með fílslappir. En ég beytti mínum brögðum og innbyrti u.þ.b. allt sem dróg úr bjúg. Ég borðaði blóðappelsínu (sem er ógeðslegur ávöxtur!!), melónu, sítrónu og lime og viti menn - bjúgurinn er alveg að fara!
Framundan eru því bara próf og flutningar. Og svo auðvitað að koma þessari dömu (sem er búin að merja öll rifbeinin mín :) ) í heiminn í lok maí.
Vona að ykkur líki nýja útlitið!
Guffa xx
0 ummæli