Þak yfir höfuðið
15:26Við eigum loksins þak yfir höfuðið á okkur!
Eftir marga vikna bið var spáin fyrir þessari helgi fremur góð og því var ákveðið að slá til og fara í þakið. Ég hélt niðrí mér andanum alla vikuna og dauðóttaðist að það myndi koma vond spá fyrir helgina. En við vorum rosalega heppin og það rigndi aðeins um nóttina. Að öðru leyti var veðrið fullkomið.
Sérsveitin (pabbi, tengdó, Stefán, Grétar frændi, vinir Stefáns og nágrannar) voru mættir eldsnemma í verkið. Það er með ólíkindum hvað margar hendur vinna mikið verk en þeim tókst að klára þetta um tvö leytið.
Ég nældi mér í flensu og var því heima á meðan viðgerðum stóð. Ekki það að flensan hafi stoppað mig alfarið, heldur hefði ég bara verið fyrir ef að ég hefði mætt á svæðið. Ekki ætlaði ég heldur að fara fórna mér uppá þak með 30 vikna bumbuna mína þar sem einn datt niður í íbúð af þakinu. Hann slasaðist sem betur fer ekki mikið!
Ég er svo þakklát fyrir alla hjálpina sem við erum búin að fá í framkvæmdunum. Það er ekki sjálfgefið að fólk nenni að vakna 7:30 á laugardagsmorgni í þakviðgerðir. Takk allir þeir sem lögðu hönd á plóg. Ég hlakka til að bjóða ykkur í köku og kaffi.
Ég fékk að sjálfsögðu að fylgjast með í gegnum Stefán á meðan ég sat heima í tölfræðilærdómi og tilheyrandi veikindum. Má til með að deila því með ykkur:
Myndavélagæðin á símanum hans Stefáns per excelance.
Fullklárað þak sjibbí!
Ekki hægt að sjá annað en að frúin sé hæst ánægð með nýja þakið
Núna er búið að taka íbúðina í gegn að innan en hún var í maski eftir allar framkvæmdirnar. Það þarf að setja upp loftið að innan og mála það ásamt útveggjunum. Loksins sér maður fyrir endann á þessu og ég er farin að pakka meira og meira niður til þess að gera þetta allt saman auðveldara þegar að það kemur að flutningum.
Eftir þakframkvæmdirnar fórum við Stefán í Ikea ferð nr. 423 og keyptum blöndunartæki fyrir eldhúsið og plötu undir þvottavélina (Í umbúðarlaust. Á 65% afslætti. I kid you not!). Tókum svo stutt stopp í Smáralind þar sem ég kemst ekki lengur í nein föt og ákvað að kaupa mér kjól.
Ég hugsa að í næstu framkvæmdarfærslu muni ég sýna ykkur baðherbergið eða forstofuna - fer svona helst eftir því hvort verður tilbúið á undan. Annars mun ég eflaust blogga eitthvað um lífið og tilveruna í næstu færslum.
Og svona smá myndir á persónulegu nótunum þá er ég gengin 30 vikur. Ég trúi ekki að ég eigi bara 10 vikur eftir en ég er búin að vera ofboðslega heppin á þessari meðgöngu en hún hefur gengið lygilega vel. Ég er orðin ferlega spennt að fá dóttir okkar í hendurnar, það verður bara að segjast :-)
Þangað til næst,
Guffa!
1 ummæli
Frábær:)
SvaraEyðakv. Dagný