Eldhúsframkvæmdir pt. 1
20:25
Það að treysta á veðurguðina er ekki góð skemmtun. Mæli ekki með því við neinn mann. Við erum að því. Refresh-um yr.no daglega í von um spá um rigningarlausa helgi. Já eimmitt það. Engar líkur á því í janúar-apríl mánuði. Jafnlíklegt og haglél í Sahara eyðimörkinni.
Afhverju erum við að bíða eftir rigningalausri helgi? Jú vegna þess að við þurfum að skipta um þak. Flutningar hafa verið á bið útaf því að það þarf að taka þakið af. Þá meina ég allt þakið. Þá er nú ekki sniðugt að vera búin að flytja aleiguna yfir, taka svo þakið og gegnvæta allt sem er inní íbúðinni ef það skyldi koma rigning. Nehei. Við bíðum því eftir kraftaverki.
Málin standa sumsé svona. Herbergið mitt er í svona 50% í kössum og 50% útum öll gólf. Ég seldi nefninlega skrifborðið og snyrtiborðið í einhverju tryllingskasti til að þéna pening. Sé eftir því núna að hafa selt það svona fljótt. Allt draslið sem þessar mublur geymdu eru núna á einni ikea hillu. Herbergið mitt lítur því út eins og illa útilátinn flóamarkaður.
En já. Við höfum samt gert heilmikið þó svo að það þurfi að skipta um þak. Við getum ekki bara setið og borað í nefið og beðið eftir draumaverði. Þegar að ég segi að við höfum gert heilmikið þá meina ég að sjálfsögðu allir nema ég. Ég málaði nokkra veggi en bý svo vel að eiga fólk í kringum mig sem er búið að eyða kvöldstundunum í heilmikla iðnaðarvinnu. Ég gerði mitt besta að mála baðherbergið um daginn. Ég fékk aðsvif í hvert skipti sem hendurnar þurftu að fara fyrir ofan haus. Ég hef samt sem áður ekkert verið gagnslaus, einhver þarf að liggja yfir Ikea bæklingnum og innrétta hvern krók og kima í húsinu. Ég setti líka saman nokkrar einingar. Ég hlýt að fá smá klapp á bakið fyrir það!
En að framkvæmdarmyndunum. Fólk elskar framkvæmdarmyndir. Ég ætla bara að byrja á að sýna ykkur eldhúsið og hvert við erum komin með það.
Við keyptum svo fyrstu framhliðarnar líka í dag. Hlakka svo til að sjá þær fara á innréttinguna.
Vonandi hafið þið gaman að fylgjast með!
Guffa
Málin standa sumsé svona. Herbergið mitt er í svona 50% í kössum og 50% útum öll gólf. Ég seldi nefninlega skrifborðið og snyrtiborðið í einhverju tryllingskasti til að þéna pening. Sé eftir því núna að hafa selt það svona fljótt. Allt draslið sem þessar mublur geymdu eru núna á einni ikea hillu. Herbergið mitt lítur því út eins og illa útilátinn flóamarkaður.
En já. Við höfum samt gert heilmikið þó svo að það þurfi að skipta um þak. Við getum ekki bara setið og borað í nefið og beðið eftir draumaverði. Þegar að ég segi að við höfum gert heilmikið þá meina ég að sjálfsögðu allir nema ég. Ég málaði nokkra veggi en bý svo vel að eiga fólk í kringum mig sem er búið að eyða kvöldstundunum í heilmikla iðnaðarvinnu. Ég gerði mitt besta að mála baðherbergið um daginn. Ég fékk aðsvif í hvert skipti sem hendurnar þurftu að fara fyrir ofan haus. Ég hef samt sem áður ekkert verið gagnslaus, einhver þarf að liggja yfir Ikea bæklingnum og innrétta hvern krók og kima í húsinu. Ég setti líka saman nokkrar einingar. Ég hlýt að fá smá klapp á bakið fyrir það!
En að framkvæmdarmyndunum. Fólk elskar framkvæmdarmyndir. Ég ætla bara að byrja á að sýna ykkur eldhúsið og hvert við erum komin með það.
Ahh þessi elska.
Eins og þið munið eftir þá ákváðum við að taka vegginn niður svo að það væri ekki lokað inní eldhús. Það gerði heilmikið! Eins minnkuðum við eldhúsið til þess að stækka baðherbergið.
Snillingar að verki. Þeir taka niður og bæta við veggjum eins og ekkert sé.
Eins ákváðum við að fjarlæga tvo ofna. Annar var inní eldhúsi og hinn á þessum umrædda vegg. Tengdapabbi er pípari og fannst lítið mál að skella hitanum í gólfið, hversu lánsamur er maður eiginlega?
Nýr veggur kominn upp
Veggur farinn og veggur kominn. Opnar rýmið heilmikið.
Plasteinangrun fyrir gólfhitalagnirnar. Sjibbíí. Sif vinkona spurði hvort að þetta væru framhliðarnar á eldhúsinnréttinguna. Full space-að fyrir minn smekk!
Eldhúsinnréttingunni pússlað gaumgæfulega saman. Við keyptum hana í Ikea.
Í tómu hólfin fara eldavél og uppþvottavél ;-) Þess má til gamans geta að ég spaslaði hornið þarna. Bara til þess að koma mér á kortið í þessum framkvæmdum.
Hornskápurinn. Haldið í hestana ykkar hvað ég er spennt að sýna ykkur græjuna sem við keyptum inní hann!
Þessar hillur virka þannig að það er hægt að draga þær alveg út. Það er vesen að vera með hornskáp því maður nær aldrei inn í hornið og hlutirnir sem eru geymdir þar gleymast gjarnan. Ég var gjörsamlega mindblown og var ekki lengi að fjárfesta í þessu.
Uppþvottavél keypt á spottprís eftir flöskumissonið ógleymanlega. Hún er by the way með hnífaparaskúffu!!
Eftir langa og stranga leit fundum við loksins vask sem okkur langaði í!
Skemmtilegur leki í horninu - sem fer um leið og þakið er lagað sem betur fer!
Hér er verið að dúndra í eitt stykki heitt gólf
Pabbakrútt allt mulig mand að parketleggja svo aftur eftir að hitinn var kominn í gólfið
Æ má maður ekki vera aðeins of fljótur á sér. Ég átti svooo mikið af eldhúsdóti sem ég gat ekki geymt lengur heima. Þannig að ég fór bara með það uppí íbúð. Skiptir svo sem ekki öllu ef nokkrir diskar verða rykugir og blautir í þakframkvæmdunum.
Borðplatan kominn á og snilldar skúffurnar í hornskápinn líka! Ísskápur er svo væntanlegur þarna til hægri þar sem innréttingin endar.
Pepsi max og súkk er aðal fæða iðnaðarmanna. Blómin lifðu líka í 3 daga.
Eldhúsinnréttingin byrjuð að taka á sig mynd! Vinstra megin við eldavélina langar mig að setja upp fallega hvíta hálglans hillu í stíl við innréttinguna. Veggurinn verður svo málaður grár en þar sem að þetta er útveggur að þá er ekki hægt að fara í það fyrren þakið er komið.
Draumavaskurinn kominn á sinn stað.
Allt að smella.
Núna erum við hægt og rólega að byrja að kaupa framhliðar á innréttinguna. Það mun vera verkefni næstu mánuði enda ekkert ókeypis að kaupa slíkt, þó að það sé keypt í Ikea. Við erum einnig að leita af ísskáp. Óýrum, flottum og góðum. Þið vitið. Eitthvað sem er ómögulegt að finna. Allar ábendingar vel þegnar :-)
Þetta er innréttingin okkar, mér finnst hún æði.
Við nýttum okkur svo janúar útsöluna og keyptum stóla og borð sem bíður inní bílskúr hjá tengdó í kössum. Ég mæli hiklaust með því að nýta sér útsölurnar í Ikea, við stórgræddum á því. Ég og pabbi förum heldur aldrei í Ikea án þess að koma við í umbúðarlaust. Þar eru ótrúlegustu hlutir á svakalegum afslætti. Til dæmis keyptum við vaskaskápinn þar, á 60% afslætti að mig minnir. Einnig keyptum við skápinn í forstofuna á 3.000 krónur en hann átti að kosta 11.000. Mæli með að hafa augun opin því það er aldrei að vita nema þið dettið á góðan díl.
Fyrir þá sem vita ekki hvað umbúðarlaust er þá er það hægra megin við afgreiðslukassana. Vörurnar eru á lægri verði vegna þess að þær hafa verið notaðar sem sýnishorn eða eru með litlum rispum á. Og ekki gleyma markaðsdögum í Ikea! Þar keyptum við framhliðar á forstofuhurðina, framhlið á hilluna sem fer undir þvottavélina, framhlið á sökkla, dyramottu, allt á 15.000 krónur. Á fullu verði átti þetta að kosta 40.000. Og til að lofsyngja umbúðarlaust aðeins meira þá fórum við þangað í dag og fundum skúffu sem okkur vantaði akkurat inn í vaskaskápinn, á 50% afslætti!
Vonandi hafið þið gaman að fylgjast með!
Guffa
Þessi færsla er ekki kostuð af Ikea, enda eins og sjá má græddi ég svo sannarlega á þeim. Þó ég myndi glöð þiggja 10 frímiða í veitingarstaðinn fyrir þessa umfjöllun.
0 ummæli