­
­

GRAND CANYON

Í gær vöknuðum við kl 05:00 á staðaltíma (sem er 12:00 þarna heima hjá ykkur) og hentumst af stað í rútu að skoða Grand Canyon. Við byrjuðum á að skoða Hoove Dam River og Hoover Dam Bridge sem var nú ekki merkilegra en stífla. Við löbbuðum svo á brúnni og tókum nokkrar myndir.  Svo var komið að næsta stoppi, National Geographic Visitor Center...

Continue Reading

JETLAG

Eftir 15 tíma ferðalag komum við loksins uppá hótel hér í Las Vegas. Flugum frá Miami til Houston og þaðan til Vegas. Braut allar tísku reglur í gær en það var bara svooo kalt í vélunum!  Við gerðum vel við okkur í Vegas og erum að gista á Hilton hér á The Strip.  Dagurinn í dag mun því einkennast af afslöppun en við...

Continue Reading

BIENVENIDO A MIAMI

Miami bauð uppá sól, þrumuveður og raka! Kíktum í krókódílagarð, skoðuðum hús fræga fólksins, fórum í Little Havana og kíktum á ströndina - og auðvitað mætti Brunfinna í heimsókn þar sem að mér tókst að brenna aftan á lærunum.  Miami var fínt stopp en nú liggur leiðin til Las Vegas í heila viku. Þar munum við sleikja sólina, kíkja í ræktina og í...

Continue Reading

D.C.

Hæ! og afsakið bloggleysið. Hér í Miami er mögulega versta wifi sögunnar og erum búin að hafa nóg að gera líka. Washington var frábær borg! Ég hafði í sjálfu sér engar væntingar en þegar að komið var á leiðarenda tók á móti okkur miklu rólegri borg heldur en New York. Ég hafði alltaf ímyndað mér Washington sem mjög hraða og "busy" borg en...

Continue Reading

17 JÚNÍ

Gleðilegan þjóðhátíðardag öllsömul. Vonandi höfðuð þið það gott í dag. Ég gerði það allavega með þessum sæta strák í Central Park. Erum svo að fara út að borða á TAO og svo er það Washington D.C. í fyrramálið.XOX - GBV ...

Continue Reading

NIAGARA FALLS

Við kíktum í tveggja daga ferð að skoða Niagara Falls - ferðin var nokkuð vel heppnuð. Ég læt myndirnar tala. XOX - GBV ...

Continue Reading

FYRSTU DAGARNIR

Krílí hæ krílí hó… Það er mikið búið að gerast á þessum tveimur dögum! Ferðin byrjaði nú ágætlega, flugið til NYC var mjög fínt og ESTA-ð gekk líka frekar vel. Nema hvað… um leið og við lendum fær Stefán sms frá Airbnb.com að strákurinn sem að ætlaði að hýsa okkur hafi cancelað gistingunni - JEIIII. Við létum það nú ekki á okkur fá,...

Continue Reading

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com