BIENVENIDO A MIAMI
16:21
Miami bauð uppá sól, þrumuveður og raka!
Kíktum í krókódílagarð, skoðuðum hús fræga fólksins, fórum í Little Havana og kíktum á ströndina - og auðvitað mætti Brunfinna í heimsókn þar sem að mér tókst að brenna aftan á lærunum.
Miami var fínt stopp en nú liggur leiðin til Las Vegas í heila viku. Þar munum við sleikja sólina, kíkja í ræktina og í spilavítin að sjálfsögðu!
Það er óbærilegur hiti þarna samkvæmt veðurspánni eða 42°C. Þannig að það er eins gott að næpan ég haldi áfram að maka á mig 50 vörninni. Sá að í Seven Eleven var hægt að kaupa 110 blocker. Hugsa að ég splæsi í eitt stykki.
Sólarkveðjur heim!
XOX / GBV
0 ummæli