Eldum rétt

00:10



Við fengum svo sniðuga jólagjöf seinstu jól frá systur minni en við fengum matarpakka frá Eldum rétt. Systir mín nýtir sér þjónustuna mikið og er mjög ánægð með hana. Ég var því mjög spennt að prufa og við vorum ekki lengi að panta okkur matarpakka eftir að við fluttum inn.  

Við völdum vikuna þar sem Spicy fish fajitas, nautakjöt með bernaise og gljáður kjúklingur var á boðstólnum.  Fyrir þá sem vita ekki hvað eldum rétt er þá er bjóða þeir uppá 3 rétti í viku og það eina sem maður þarf að eiga er hveiti, sykur, mjólk, smjör, olía, salt og pipar. Svo sækir maður þetta bara að Nýbýlavegi 16 eða færð sent heim. Allar leiðbeiningar er hægt að finna í pakkanum.

Mér finnst þetta svo sniðug lausn fyrir svo marga hluti. Matseðilinn er mjög girnilegur, verðið er hagstætt ( 1.250 krónur á mann per máltíð - það eru 3 máltíðir í hverjum matarpakka) og það besta: maður hendir engu! Skammturinn er akkurat fyrir eina manneskju.  Mér er meinilla við matarsóun og því finnst mér þetta virkilega sniðugt. Einnig ef að maður er svangari týpan eða vill eiga meira fyrir næsta dag er einfaldlega hægt að panta meiri kjöt/fisk. 

Það er einn pínuponsulítill hlutur sem ég hef út á að setja og það er að þetta kemur allt saman í plastpokum sem er ekkert sérlega umhverfisvænt. Gaman væri að sjá öðruvísi umbúðir í framtíðinni. 

Hérna eru allavega myndir af réttunum okkar!

Við byrjuðum á Spicy fish fajitas: 
Eina prepp myndin sem ég náði.....

Nammmmm
-

 -

Sjúhúklega gott!


Næst var nautakjöt og bernaise sósa. Nú er ég hvorki mikil nautakjöts né bernaise manneskja enda fékk Stefán sð velja vikuna. En aftur á móti var máltíðin fín miðað við hvað ég er matvönd.




Seinasta daginn var gljáður kjúklingur með sweet chili sósu sem var virkilega gott! Að vísu settum við meira salat í matinn en því hefði alveg verið hægt að sleppa. Við áttum stóran bufftómat sem við vorum svo spennt að borða hahah.





Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla, pör og fjölskyldur og meira segja sniðugt fyrir einstaklinga líka. Hægt er að panta matarpakka inná heimasíðunni þeirra www.eldumrett.is 


Kveðja,
Guffa 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com