Baðherbergi

22:07

 Halló halló



Eftir að hafa skoðað 10 flísabúðir og farið í allar málningabúðir á höfuðborgarsvæðinu komumst við að samkomulagi með baðherbergis lúkk. Ég sá þetta alltaf sem einhverja rómantíska hugmynd að velja flísar saman og mála - en mikið rosalega var erfitt að velja eitthvað sem við vorum bæði sammála um.

Þegar að við keyptum það voru þessar flöskugrænuflísar og lítið sem ekkert rými til að athafna sig. Við rifum allar flísar út, tókum niður vegg og stækkuðum því baðið örlítið meira, bæði til þess að hafa nægilegt pláss og til þess að koma þvottavélinni inn sem var staðsett inn í eldhúsi.

Svona leit baðið út þegar að við keyptum:

Ofninn og veggurinn á vinstri hönd var fjarlægt. 



flöskugrænar flísar sem féllu ekki nógu vel í kramið hjá mér. Ég hefði verið til í að halda sjampóhorninu en það þurfti að gipsa yfir vegginn þar sem flísarnar voru pikkfastar. 

-

-
-
Búð að rífa allt í burtu 

Þar sem veggurinn var nánast tekinn með var hætt við þessar framkvæmdir

Nú er eitthvað að gerast! Búið að rífa vegginn og stækka. 
Búið að setja vegg fyrir (Séð úr eldhúsinu)

Flísar á gólfið og klósettkassann komnar.  Við færðum líka klósettkassann út í enda til að búa til meira pláss fyrir baðinnréttinguna. 


Byrjað að flísa hjá baðinu!

-

Litavalsprufur. Óboy hvað þetta tók langan tíma að velja. Við ætluðum upprunarlega í mikli dekkri lit en eftir góð ráð frá vinkonu ákvaðum við að hafa ljósari lit til þess að stækka baðherbergið enn meira. Sjáum alls ekki eftir því í dag.

Búið að fúa. 

Valið endaði á milli þessara tveggja, hörgulan og núggat. Við völdum gula litinn. 

Búið að grunna nýja vegginn

Liturinn kominn á!

Verið að gera allt reddý fyrir baðherbergisinnréttinguna
Mála, check!
Innréttingin komin upp. Við ákváðum bara að hafa hana hvíta og einfalda. Vildum ekki fylla baðherbergið af innréttingum og reynum því að fara nota ,,less is more" hugafarið
Blöndunartækin komin á. Við ákváðum að halda þeim gömlu. Þau voru í finu ásigkomulagi. 
Og náttúrulega crucial að kaupa sápu og tannbursta ;-) 
Þarna vantar glerið fyrir sturtuna

Við ákváðum svo að setja stóra skúffu undir þvottavélina fyrir ýmislegt dót sem fylgir því að reka heimili. Við erum með lítið sem ekkert geymslupláss og því kjörið að geyma þvottaklemmur, þvottaefni og allskyns hreinlætisvörur. 

Þvottavélin komin upp. Mig vantar svo einhverja sniðuga lausn á því hvernig er hægt að geyma handklæðin snyrtilega þarna fyrir ofan. Óhætt að segja að Epla pokarnir fá að fjúka við fyrsta tækifæri :) 

Búið að tengja sturtuhausinn. 

Klósettsetuinnkaup. Hef farið í skemmtilegri mission. 

 Því næst ákváðum við að kaupa gler hjá Glerborg fyrir sturtuna. Ég var búin að fara 17 ferðir í Húsasmiðjuna og Byko og var ekki alveg að fýla glerin þar því þau voru ekki föst heldur með lömum.

-

Spegillinn fengum við í innréttingar og tæki eftir margra mánaða leit. 



Á persónulegu nótunum þá er stelpan okkar Stefáns loksins komin í heiminn. Hún kom þann 3. júní kl. 06:07, var 16 merkur og 54 cm. Okkur heilsast vel en hún gerði mér svolítið erfitt með að komast í heiminn og úr varð að ég þurfti að fara í bráðakeisara. Við erum hægt og rólega að jafna okkur. Núna tekur við dýrmætur tími að kynnast.

Jæja ég vona að þetta hafi nú verið skemmtilegt að skoða.

Þangað til næst,

Guffa.


You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com