ASÍA OG UMHEIMURINN

23:44

Hæhó!

Hér ætla ég að vera með ýmiskonar færslur um ferðalag mitt og Stefáns til Asíu og stússið í kringum það. Við förum þann 25 febrúar og munum við verja 3 mánuðum í Asíu.

Við plönuðum ferðina í gegnum www.roundtheworldflights.com en þeir sem vinna hjá henni eru mjög hjálpsamir og mæli ég eindregið með þessari síðu. Manager síðunnar, Simon, hjálpaði okkur að plana ferðina og var duglegur að hringja í mig og fara í gegnum ferðina fram og til baka. Hann tryggði okkur lægstu verðin og erum við að fljúga sex sinnum fyrir um það bil 250.000 kr. (án flugs frá Íslandi til London og til baka).

Ferðin okkar byrjar í London en þaðan fljúgum við til Kína (með millilandastoppi til Dubai). Við verðum ekki lengi í Kína sökum kulda á þessum tíma árs en það getur farið niður í allt að -6°C. 
Eftir það förum við niður til Indónesíu en við byrjum í Jakarta og fljúgum svo yfir til Balí þar sem að við munum hitta bestu vinkonu mína og kærasta hennar (sem er einnig góður vinur Stefáns!) Það er ekki komið á hreint hvort að fleiri munu koma með í ferðina en vonandi bætast fleiri við. Við förum saman frá Balí til Singapore og þræðum svo Malasíu, Kambódíu, Víetnam, Laos og Thailand saman. Planið er að fara á full moon party á eyjunni Koh Phangan þann 25 apríl. Eftir að við erum búin í Thailandi kveðjum við vini okkar og höldum svo áfram til Indlands þar sem að við munum vera í 9 daga. Planið er að koma heim 27. maí og vera svo nokkra daga í London til að ná manni aðeins niður á jörðina. Áætlaður komutími heim í Reykjavík væri þá í kringum 1. júní. Ég læt fylgja nokkrar myndir af fallegum stöðum sem við munum heimsækja svo að þið fáið smjörþefinn af þessu öllu saman!

Guðfinna Birta

Petronas turnarnir í Kuala Lumpur

Ko phi phi eyjan í Thailandi

Kuta ströndin á Balí

Singapore

Kínamúrinn

Taj Mahal


You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com