FYRSTA SPRAUTAN

15:29

Jæja þá er komið að bloggi númer tvö. Í dag skellti ég mér í fyrstu sprautuna fyrir reisuna. Needless to say þá var ég mjög stressuð enda ekkert sérlega hrifin af sprautum! En ég hringdi í mömmusín sem var svo elskuleg að fara með mér og halda í höndina á mér.
Sprautan var svosem ekkert mál (þökk sé mömmu) en hún kostaði sitt. Ég fékk sprautu við lifrabólgu a&b en hjúkrunarfræðingurinn sem ég talaði við sagði mér að bíða eftir að fara fyrir taugaveikinni. Ég fer aftur eftir mánuð í sömu sprautu og svo aftur eftir 6-12 mánuði. Hún talaði einnig um að maður ætti að panta tíma hjá heimilislækni rétt fyrir brottför og sjá stöðuna hvað varðar malaríutöflur og malaríukrem.


Svo er ég að íhuga að gera kostnaðaráætlun ef vilji er fyrir hendi til þess að þeir sem ætla að ferðast á næstu árum geta séð kostnaðinn fyrir þessu öllu saman!

Þangað til næst....

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com