TAUMLAUS GLEÐI OG EFTIRVÆNTING

17:03

Það styttist óðfluga í brottför eða "einungis" 124 dagar til stefnu! Ég bið til æðri mátta að þessi tími verður fljótur að líða enda hugsa ég varla um annað þessa dagana en að baða mig í sól og sumaryl þegar að það fer að frosna á þessu skeri! Er búin að vera google-a hluti eins og vitleysingur undanfarið og save-að í möppu myndir sem mér finnst alveg yndislegt að skoða, vitandi það að ég verð þarna á næstunni!

En annars voðalega lítið update í gangi, næsta sprauta er í byrjun nóvember. Stefán fór í sína um daginn eftir margar vesenis ferðir uppá heilsugæslur en það hafðist á endanum. Við erum einnig búin að tryggja okkur miða frá Ísland-London sem að við plötuðum foreldra okkar að gefa okkur í jólagjöf :)) fengum farið á 17.900 en því miður munum við ferðast með Iceland Express. Ferðin hjá Iceland Air nam uppá 45.000 krónur aðra leiðina og því miður var það ekki í boði. Einnig erum við búin að bóka hostel í Kína, Jakarta og Indlandi. Okkur fannst þæginlegast að vera búin að bóka fyrirfram á fyrsta og öðru landi og einnig seinasta landinu en við borgum slikk fyrir þessar gistingar hvorteðer! Við tókum líka snilldarákvörðun að stoppa aðeins í Lundúnum að heimsækja vin okkar Max og verðum þar í nokkra daga til að versla og gera eitthvað sniðugt. Ákvað að deila með ykkur nokkrum vel völdnum myndum úr möppunni minni. Mikið hlakka ég til!


Full moon partyið á Koh Panghan 


Hef heyrt sögur um Indland og þá endalausu götumarkaði sem eru þar... 


Jakarta


Angkor Wat í Kambódíu - Eitt af topp fimm sem ég hlakka til að sjá


Forboðna borginn í Kína, megið búast við ekta túristamynd af mér þarna!


Balí Balí heimsins besta Balí


Jakarta enn og aftur, National Monument


Vang Vieng í Laos a.k.a Kútadjamm a.k.a Snilld


Balí uppá sitt fegurðsta!



You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com