JAKARTA & JÓLAGJAFIR

15:51

GLEÐILEG JÓL xx 

Við erum búin að vera skoða hellings á netinu og í bókum hvað er hægt að gera í Jakarta og komumst að lítilli sem engri niðurstöðu. Þetta er stórborg í alla staði og ekki mikið annað að skoða en Monuement og listasöfn. Þannig að við ákváðum að víkka sjóndeildarhringinn og skoða aðeins fyrir utan Jakarta. Og viti menn, haldiði að við höfum ekki fundið fallhlífarstökk 30 mínútum frá Jakarta Airport. Óhætt að segja þá erum við búin að negla þá hugmynd að fara í fallhlífarstökk þarna til að gera dvölina jú 100x skemmtilegri! Enn ef einhver er með góðar hugmyndir um hvað er hægt að gera í Jakarta þá má sá/sú endilega commenta hér fyrir neðan.



Ég var svo lánsöm að fá þennan dýrindisbakpoka í jólagjöf frá frændfólkinu mínu! Ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar að ég opnaði pakkann. Var búin að spurja Sigrúnu frænku mína hvort að ég gæti fengið hennar bakpoka í láni og hún var búin að gefa grænt ljós á það og ég spurði hana í gær hvort að það væri ekki örugglega borðliggjandi. Hún svaraði játandi og glotti. Svo opna ég jólapakkann frá þeim og blasir við mér þessi nýji og fíni bakpoki!! Núna get ég farið alsæl og tilbúin í reisuna :))




GB

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com