MÁNUÐUR TIL STEFNU

19:07

Að hugsa sér að það sé bara mánuður til stefnu! Þetta er búið að vera svo fljótt að líða og spenningurinn fer að ná hámarki. Ég á enn eftir að kaupa nokkrar nauðsynjavörur en gerði góð kaup og keypti mér bakpoka fyrir skoðunarferðir og þessháttar - mjög svo praktísk kaup ;-) 


Keypti þenna Karrimor bakpoka í Sports Direct - kostaði mig 4.500 ef ég man rétt. Þess má til gamans geta að stóri bakpokinn minn er frá sama merki.


Svo datt ég inná heildsölu um daginn og verslaði mér þennan dásamlega maxi kjól á einungis 1.200 kr! Mun hiklaust nota þennan óspart á Balí

Annars er mín besta vinkona, Ástrós, lögð af stað í sína reisu! Hún fór ásamt kærastanum sínum (og góðvini mínum) í janúar og þau ferðast í gegnum S-Ameríku og Nýja Sjáland áður en ég hitti hana! Sjá bloggið þeirra HÉR

Við náðum einnig að bóka okkur Bungalow á Thailensku Eyjunni Koh Phangan fyrir Full Moon partyið sem við verðum á 26. mars, nánar um hostelið hér




Annars er ég búin að vera gríðarlega lasin undanfarið - orðin spítalavesen, blóðprufur, morfín og rúmliggjandi einkenna mig núna en vonandi er ég bara að taka þetta allt út fyrir Asíu og verð hress allan tímann úti! 

Framundan næsta mánuð : Heimilislæknir, kaupa Malaríutöflur, sjúkrakassa, redda nokkrum vegabréfsáritunum, ákveða hvað ég á að taka með, kveðja fólkið mitt, hætta í yndislegu vinnunum mínum og kaupa mér flug heim til Íslands. Annars á ég ábyggilega fullt fleira eftir - en það kemur allt með kalda vatninu

GB xx

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com