UPDATE

14:26

Heil og Sæl!

Mikið bloggleysi hefur ríkt hér enda nóg að gera. Ég er búin að vera að drukkna í lærdómi og vinnu og hef ekki haft neinn tíma til þess að sinna þessu bloggi. Sem betur fer klárast skólinn í maí og þá getur maður dregið andann á ný. 

Boltinn er byrjaður að rúlla og við erum búin að vera panta okkur gistingu í Bandaríkjunum!

Við pöntuðum okkur gistingu í Las Vegas en við munum gista á Hilton hótelinu þar. Þar verður slappað af og notið. Stefnan er svo tekin á að panta gistingu í Los Angeles núna í þessum mánuði.





Við pöntuðum líka Grand Canyon ferð og eigum því bara eftir að panta okkur eina skipulagða ferð í viðbót en það er þriggja daga ferð til Niagara Falls. Við erum hætt við að panta hjá Kilroy eftir að við fundum þetta þrefalt ódýrara sjálf á netinu. Þetta er allt að smella saman!


Mér langaði líka að breyta blogginu smá og hafa það á persónulegu nótunum. Í Bandaríkjaferðinni mun ég ekki blogga um hvern áfangastað fyrir sig heldur mun ég blogga oftar og vera þar af leiðandi virkari. Á bloggrúntunum mínum finnst mér miklu skemmtilegra að lesa minni og hnitmiðaðar færslur heldur en langar og innihaldsmiklar. Eins verð ég með tumblr síðu þar sem að ég verð dugleg að setja inn myndir. 


Yfir í eitthvað allt annað. Ég er algjört ferðanörd og sanka að mér allskyns dóti tengd ferðalögum. Ég er sökker fyrir heimskortum og ég er búin að hreiðra mig í þeim og ýmiskonar ferðardóti. Hér fyrir neðan er eitthvað af því sem ég er búin að koma fyrir í kringum mig.

Heimskortakoddi & Heimskorta vegglímiði (crucial) 

Hugurinn ber mig hálfa leið. Fékk þetta frá vinkonu minni og mér þykir endalaust vænt um þetta.

Safnkrukkan, Myndavél, ýmsir minjagripir, James - strákurinn minn úr ABC hjálparstarfi, ferðabækur og scratch map. 


501 bækurnar eru mögulega bestu gjafir sem hægt er að gefa mér. Þarna fyrir hliðina á eru dagbækur sem að ég skrifaði í í Asíu og mun skrifa í í Bandaríkjunum. Glittir í nokkur Travel Wallet sem fást á AliExpress á skít og kanil. 

Auðveldasta DIY í heimi. Prenta út uppáhalds quote-ið og skella því í ramma.



Fleira var það ekki í bili.
XOX GBV.






You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com