FYRSTU DAGARNIR

02:28

Krílí hæ krílí hó…






Það er mikið búið að gerast á þessum tveimur dögum! Ferðin byrjaði nú ágætlega, flugið til NYC var mjög fínt og ESTA-ð gekk líka frekar vel. Nema hvað… um leið og við lendum fær Stefán sms frá Airbnb.com að strákurinn sem að ætlaði að hýsa okkur hafi cancelað gistingunni - JEIIII. Við létum það nú ekki á okkur fá, keyptum okkur símkort - bjuggum til personal hotspot og leituðum að gistingu í tæp klukkutíma. Jú kæru vinir, sumarið er high season og það var lítið sem ekkert laust nema á Trump hótelinu.. og það kostaði 100.000 nóttin. Við sögðum pass við það og þegar að við héldum að allt væri vonlaust fann ég hostel í Queens. Þegar að við komum á hostelið vorum við orðlaus. Sjúklega hreint og flott - og stutt frá undergroundinu. Því miður þurfum við að segja skilið við það eftir tvær nætur því það var uppbókað. Við duttum því aftur í lukkupottinn og fundum okkur annað hostel nálægt Central Park. Það er ekta hostel fýlingur í því og mikið lagt uppúr því að hafa ferðina sem ódýrasta, Hér er veitingarstaður hérna sem að kostar sjúklega lítið, fullt af afþreyingu, þæginlegt andrúmsloft og alltaf eitthvað í gangi. 


En yfir í ferðatengdu hlutina… Við erum búin að skoða helstu main attractions hér. Byrjuðum ferðina á að fara á 5th avenue, Time Square og þaðan í Rockafeller Center. Kíktum svo í Empire State um kvöldið til að fá bæði útsýni yfir borgina að degi til í Rockafeller og að kvöldi til í Empire. Fyrir áhugasama þá var röðin  í Empire state BILUÐ. Við biðum í 1 og hálfan tíma til að komast upp á meðan í Rockafeller pantaði maður miða kl. eitthvað ákveðið og mætti, ekkert vesen - ekkert umstang. En í Empire þá mæta allir bara þegar að þeir vilja.. og það var hrikalegt. 

-
-

Við erum líka búin að skoða 9/11 Memorial og Flat Iron. Kíktum svo í Staten Island ferjuna og sigldum framhjá frelsisstyttunni! Við keyptum okkur lestakort á 30$ sem gildir í 7 daga og erum búin að ferðast útum alla borg á því - þvílík snilld. 

Já ég er mjög fyndinn ferðamaður… 


Á morgun er svo chill dagur.. ekkert mikið planað nema bara að labba um og skoða. Stefán er búinn að ná ótrúlega flottum myndum af New York sem að ég hlakka til að sýna ykkur! Svo förum við í tveggja daga ferð til Niagara Falls eftir það og komum svo aftur til New York í 2 daga. 


Þangað til næst!

XOX - GBV 

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com