GRAND CANYON

20:10

Í gær vöknuðum við kl 05:00 á staðaltíma (sem er 12:00 þarna heima hjá ykkur) og hentumst af stað í rútu að skoða Grand Canyon. Við byrjuðum á að skoða Hoove Dam River og Hoover Dam Bridge sem var nú ekki merkilegra en stífla. Við löbbuðum svo á brúnni og tókum nokkrar myndir. 

Svo var komið að næsta stoppi, National Geographic Visitor Center þar sem að sumir hefðu keypt sér 15$ bíómiða að horfa á hálftíma mynd um Grand Canyon. Við sögðum nú pass við því og fengum okkur lunch á meðan.

Eftir myndina fórum við loksins að Grand Canyon og vorum ekki svikin. Þvílíkt og annað eins náttúrufyrirbæri. Myndirnar sýna ekki hversu stórt og mikilfenglegt þetta er - þannig að ég mæli með að fólk fari og skoði þetta. Adrenalínið fór á fullt og í fyrsta skipti á ævi minni fann ég fyrir lofthræðslu!

Tókum vandræðalega mikið af myndum. Hér er smá myndasyrpa : 

 Hérna er SP á Hoover Dam Bridge. 














XOX/GBV

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com