FERÐASÖGUR

10:19

Hinn helmingurinn minn, hún Ástrós, benti réttilega á það að það væri lítið um sögur hér á blogginu.. Ég sagði við hana að það væri í sjálfu sér ekkert búið að gerast sem er þess virði að blogga um. Fór svo að rýna í ferðina og það sem er liðið og sá að það er fullt af skemmtilegu, skrýtnu, skondnu og fyndnu búið að gerast. Ég má til með að deila því með ykkur! Sumt á ykkur ekki eftir að finnast neitt fyndið.. þið vitið… "Had to be there moment" og svona. En það er nú skemmtilegra að skella þessu inn frekar enn að þessar sögur gleymast.





FERÐASÖGUR

Við fórum í tveggja daga ferð til Niagara Falls og pöntuðum ferðina á netinu. Hún var mjög ódýr sem að var þæginlegt fyrir bakpokaferðalangana. Þegar að við mættum í rútuna var okkur afhentur bæklingur með aukagjöldum í ferðinni. Fullt af dóti sem hægt var að gera ef maður myndi borga sig inn í það. Ég og Stefán vorum nú efins með margt og þá helst það sem stóð efst sem var aðgangur inn í einhvern garð til þess að fara hiking. Höfum það líka á hreinu að ég og Stefán klæddum okkur eftir veðrinu í huganum okkar (s.s stullur og bol) en það var ískalt bæði í rútunni og á þessum stoppum. Okey þá, svo kom loks að fyrsta stoppinu sem var þessi fjallganga. Við sögðum við hann að við vildum ekki fara og ætluðum bara frekar að chilla enda ekki búin að borga fyrir þessa ferð. Þegar að allir voru farnir út úr rútunni hóar hann í okkur og spyr okkur hvort við getum haldið leyndarmáli. Við svörum játandi og hann segir okkur að við megum fara í fjallgönguna "free of charge" en bannað að segja hinum!! ég og Stefán nottla alsæl (not) með þetta og drifum okkur í þessa fjallgöngu og bókstaflega hlupum niður þetta fjall. Þvílík veglegheit!

Þegar að við vorum í Miami kom Kjartan vinur minn að sækja okkur eftir að ég og Stefán vorum búin að sólbaða okkur rækilega á Hostelinu. Eftir að við vorum búin að keyra í nokkurn tíma fór ég að velta því fyrir mér afhverju í ósköpunum Kjartan væri búinn að setja rassahitarann á í bílnum í þessum 30 stiga hita og raka. Ég leitaði útum allt af takkanum og sá svo að það væri slökkt á honum. Þegar að ég stóð upp var ég nottla ein stór brunarúst aftan á lærunum og hálfum rasskinnunum eftir tansessionið hjá mér og Stefáni. Það var ekkert djók að setjast aftur í leðursæti svona skaðbrennd!!

Við fórum í tour til þess að sjá hús fræga fólksins í Miami og skipstjórinn tók á móti okkur
Skipstjórinn : Okey folks, remember to put your sunscreen on - it's gonna be a hot day.
*lítur á mig* ESPECIALLY YOU!! YOU'RE NOT WHITE.. YOU'RE CLEAR!!

Í Miami gistum við í 8 manna dormi og við Stefán vorum bæði í efri kojum. Í kojunni fyrir hliðina á mér gisti eldri kona sem að var alltaf farin í háttinn kl. 10 og búin að slökka ljósin. Ég og Stefán pirruðum okkur oftar en ekki á því að vera sækja eitthvað í herbergið og þá var gamla auðvitað búin að slökkva ljósin. Nokkrum dögum seinna þegar að við erum að pakka dótinu okkar fyrir brottför spyr konan hvaðan við erum (og er ekki sofnuð kl. 10 ótrúlegt en satt). Ég svara að við séum frá Íslandi og augun hennar stækkuðu um helming. Hún dáðist af hvítu húðinni minni og mikla hárinu - sem mér fannst mjög óþæginlegt. Jæja.. áfram með söguna. Ég spurði hana svo hvaðan hún væri og hún segist vera frá Swasiland. Ég (Ferðamálafræðineminn) hafði aldrei heyrt um þetta tiltekna land og spyr hvar það er.. hún segir að það sé í Afríku og að þar sé kóngur sem að ræður öllu. Allt ágætt við þetta enda gaman að kynnast fólki frá mismunandi löndum. Hún fer svo að spurja mig hvað er á landinu. Ég svara því að það eru jöklar, eldgos, rok, rigning og snjór og einhvernveginn berst það í umræðuna að jöklarnir séu að minnka útaf gróðurhúsaáhrifum. Hún spyr mig því að þeirri skrýtnu spurningu : ,,What! You're telling me that global warming really exists???" ég sagði við hana að auðvitað væri gróðurhúsaáhrif til og það var eins og ég væri að segja henni að maðurinn væri eilífður - henni brá svo mikið. Jæja.. fáfræðin.

Við Stefán í lyftu í Vegas með fjölskyldu (ATH hér skal skoða enskukunnáttu Stefáns) 
Pabbinn : So are you going to the pool?
Stefán : Yes.
Pabbinn : How is it? 
Stefán : It's 42 degrees.
Pabbinn : ??? 

Gott dæmi um dramatíska kanan var í Miami. Við fengum svona kort til þess að komast inn í herbergin nema hvað að ég lagði mitt frá mér í 5 mínútur á meðan ég var að tannbursta mig og fann það svo aldrei aftur. Ég var sjúklega stressuð því að við borguðum 50$ tryggingargjald og mig langaði svo aftur í þennan pening. Jæja.. allt fór fyrir ekki og það maður fékk ekki peninginn til baka ef að maður týndi lykilinum að lásnum.. sem að ég gerði ekki. En ég fór í lobbýið og tilkynnti lobbýmanninum að ég hafði týnt lyklinum að hurðinni. Hann sagði ekkert mál og bjó bara til nýjan, ekkert ves með það. Ég fór svo út að borða en samt með þetta mega samviskubit að hafa týnt lyklinum. Kom svo aftur og spurði hvort að einhver hefði skilað honum. Kaninn svaraði : No It's gone. And it will be gone forever. It's never coming back. 
- Getiði svona ýmindað ykkur hvað ég átti erfitt með að taka þessu alvarlega??? 

Stefán fór að kaupa sér nýja sandala og tók el clasico á þetta, þrammaði upp að konu sem var að skoða sér íþróttabol og veifar skónnum framan í hana : "Do you have this in 45???" konunni brá heldur í brún, kunni varla orð í ensku "I no work here!!!" Stefáni brá ennþá meira (enda sjálfur ekkert sleipur í ensku) og var fljótur að forða úr þessu vandræðalega atviki.

Eftir fimm tíma ferð til Los Angeles settumst við í strætó og héldum af stað í íbúðina sem við gistum í. Í strætóinum tók útigangskona á móti okkur. Hún var svona alsæl með okkur og gaf okkur endalaus ráð um ýmislega random hluti. Byrjaði á að segja okkur frá uppáhalds Subway staðnum sínum sem að er opin 24/7, hvað hún elskaði bókasafn, hvaða strætó væri best að taka ef að við værum stödd í Mexíkó,  að hún færi daglega í heimsókn til frænda síns þegar að kærastan hans væri farin og inn á milli þvingaði hún hlustendur upp á nammi. Nammið leit ekkert sérlega vel út. Augljóslega búið að vera í hita lengi og eflaust orðið ónýtt enda mjög skrýtinn litur á þessu nammi. Ég og Stefán afþökkuðum alltaf pent en einn galvaskur mexíkóskur trúbadór var þarna með okkur og fékk sér einn sleikjó. Hann var varla búinn að taka einn sleik af honum þegar að andlitið hans fölnar .. hann pakkaði þessum sleikjó aftur í umbúðirnar og þagði alla leiðina að endastoppi.. ég dó úr hlátri!

Þegar að við vorum í Vegas fórum við í rússíbana sem að Kristín vinkona mælti með. Stefán er nú ekki mikill reynslubolti í svona rússíbönum og eins og ég greindi frá í Asíureisunni okkar var hann hálf geltandi í rússíbananum sem hann fór í þar - mér til mikillar ánægju og ég veltist um af hlátri. En rússíbaninn í Vegas var nú meiri viðbjóðurinn! Stefán byrjaði á sínu reglulega gelti af hræðslu á meðan ég grenja úr hlátri útaf honum sem að endaði með því að ég dúndraði hausnum mínum í. Ég er ennþá með kúlu á hausnum og kenni karma algjörlega um þetta. Ég ætti kannski að hætta að hlæja af Stefáni og hálf geltandi hljóðunum sem koma úr honum. 

Los Angeles er borg stútfull af áhugaverðu fólki. Við vorum í Staples Center og þar í kring að vafra í sakleysi okkar einn daginn. Við vorum að fara yfir gangbraut þegar að við bæði rákum upp stór augu. Hinu meginn við götuna voru 20 manns klæddir í Anime búninga. Við erum að tala um dúkkuhausa og allan pakkann. Jæja... það hefur verið einhver ráðstefna eða svoleiðis í gangi þannig að við hlógum bara og héldum áfram að skoða borgina. Þegar að við komum svo úr bíó sama dag er fólk fyrir utan húsið okkar klætt í leður, járn og sokkabuxur.. þá meina ég fáklætt og alveg sultuslakt að fá sér rettu. Jæja.. menningarsjokk tvö á stuttum tíma og við hlógum aftur.. nema svo erum við að hinkra eftir lyftunni og þegar að hún opnast kemur heil hjörð af leðurklæddum, einstaklingum, karlmenn í netasokkabuxum, konur með gat í klofinu og ég get haldið endalaust áfram.  Við vissum ekki hvað stóð á okkur veðrið, fórum í hláturskast og vorum í sjokki eftir þennan dag! Það er augljóst að í LA eru allir eins og þeir vilja!

Ég hef verið lengi með þá kenningu að á hverjum áfangastað sem að maður heimsækir er manni "rænt um hábjartan dag". Í LA dauðlangaði okkur að fara nálægt Hollywood skiltinu. Við ætluðum bara að redda okkur sjálf þangað nema hvað að þegar að við erum að labba Hollywood Boulevard sjáum við auglýsingu þar sem er verið að auglýsa svona ferðir. Maðurinn var alsæll og við spyrjum hann til að gulltryggja hvort að við værum ekki örugglega að fara að skiltinu. Hann svarar játandi og að við munum stoppa á tveimur stöðum til þess að "get some great photos". Jæja. Selt. Slegið og hvar borga ég? Borguðum 30 bökks á kjaft. Vorum orðin snarspennt og fyrsta stoppið okkar var einhver úldin útsýnispallur. Þar sást Hollywood skiltið í órafjarlægð. Jæja.. svo segi ég við Stefán : "Fjúkk eins gott að við fáum betri útsýni en þetta…" Stefán fer svo og spyr guide-inn hvenær næsta stopp er fyrir góðar myndir. Þá tilkynnir guide-inn okkur það að þetta var eina stoppið. Það sem væri framundan væri hús frægafólksins og beverly hills tour (sem við vorum btw búin að fara í). Þarna er þetta skólabókadæmi sett upp. Það er ALLTAF einhver að svindla á manni. 

Í LA erum við að gista í blokk þar sem að hundar eru leyfðir. Ekki nóg með það að konan sem við gistum hjá ELSKAR hundinn sinn heldur heyrist oftar en ekki í geltandi hundum hérna. Eitt skiptið vorum við að fara niður í lyftunni og ég var nýbúin að heyra einhvern hund alveg gelta úr sér raddböndin og hann hljómaði rosalega reiður.. eða mér fannst það. Þegar að lyftan opnast tekur á móti mér hundur og þrammar í áttina að mér. Mér bregður náttúrulega óstjórnanlega mikið, haldandi að hundurinn sé einn á ferð OG að þetta sé brjálaði geltandi hundurinn fyrir ofan, og læt útur mér einhverskonar óp sem hljómaði eins og samblanda af þokulúðri og af einhverjum kúgast. Þegar að lyftan opnast meira er hundurinn bara í bandi, alsæll með eigandanum sinum. Shit. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af.

Talandi um hunda.. þá átti konan í Los Angeles hundinn Pepe sem að hún elskaði meira en lífið sjálft. Þegar að við vorum nýkomin var ég að spjalla við hana og ætla að klappa hundinum. Rétt áður en ég fer og klappa honum segir hún við mig að hann vilji ekki láta klappa sig. Nú jæja, allt í góðu með það nema hvað að Stefán heyrir það náttúrulega ekki og ætlar að vera eitthvað hundalegend, labbar að Pepe og byrjar að reyna klappa honum. Hundurinn trylltist náttúrulega og Stefáni brá svo mikið.. ég meina kommon - hvaða hundur vill ekki láta klappa sér??

Þegar að við fórum í fallhlífarstökkið í Kenosha var fallhlífakennarinn minn náttúrulega ekki heill. Hann ákvað að byrja kalla mig Aquafina í staðinn fyrir Guðfinna og fannst ég vera fallegasta kona í heimi.. sem mér fannst bráðfyndið. Hann sagði svo við mig í lokinn : ,,you're breaking my heart Aquafina" - ég veit ekki.. ég gat ekki annað en hlegið af þessum manni.

Ekki nóg með það að foreldrar mínir gáfu mér nafn sem að ég get með engu móti notað í útlöndum, heldur vefst það einnig fyrir útlendingum að kalla mig gælunöfnum eins og t.d. Guffa eða Finna sem ég hef notað óspart. Ég gafst upp á Starbucks og fékk mér nýtt nafn. Hæbb. Ég heiti StefanÍA



Þegar að við vorum í LA var 4th of july haldinn hátíðlegur. Það var búið að vera svaka pepp dagana áður fyrir flottustu flugeldasýningunni og ég og Stefán orðin mjög spennt enda í Bandaríkjunum þar sem að allt er ýkt og svoleiðis. Við vorum líka með þannig gistingu að við gátum chillað uppá þaki og horft á hana. Þegar að það kom svo loksins að flugeldasýningunni vorum við íslendingarnir vonsviknir. Þetta voru nokkrar rakettur og ein terta. Fyrir allt LA. Uss.. það eru flottari sýningar hjá okkur á þrettándanum.

Enn og aftur sögur frá LA. Við vorum dugleg að kaupa í matinn og í eitt skiptið nenntum við ekki að labba heim og ákváðum því að taka taxa. Það var svört kona fyrir utan búðina sem var líka að bíða eftir taxa. Við vorum búin að láta búðina hringja fyrir okkur og biðum sallarróleg. Svo loksins kemur taxi og við spyrjum hvort að hann sé að sækja ,,Stefan". Hann lítur á konuna og segir svo já, að hann sé að sækja okkur. Hún hneykslast því hún var nú búin að bíða lengur, og ég býð henni að taka leigubílinn. Hún afþakkaði en var mjög þakklát fyrir boðið. Svo setjumst við í leigubílinn og erum að keyrð af stað og þá byrjar leigubílstjórinn að tjá sig að hann tæki ekki svart fólk uppí því það notar einhvern afsláttarmiða. Mér bauð svo við þessu að þegar að hann var búinn að skutla okkur borgaði ég uppá krónu fyrir ferðina. Hann spyr svo ,,WHAT do you not tip?" og ég svara til baka ,,I DON'T TIP RACSISTS!!!" - Djöfull sem ég þoli ekki svona fólk.

Það hefur tíðkast í ferðum hjá mér og Stefáni að ég versli gjarnan mjög mikið og Stefán nennir alltaf að bíða eftir mér og fara með mér í búðir. Hann sagði svo við mig að honum langaði rosalega í skó fyrir Crossfittið. Ég sagði að það væri nú ekkert mál og hófst þá leitin af Reebok búð. Við fórum t tvær búðir en svo kom það í ljós að það var outlet og seldi því ekki nýjustu vörurnar, einmitt það sem við vorum að leita af. Við fórum í mall lengst út í rassgati og þar var líka outlet og vorum orðin nokkuð þreytt á að það væri ekki til venjuleg, authentic rebook búð í öllu Boston. Svo spurðum við þau í outletinu og þau segja okkur að það sé búð í öðru malli. Þegar að við komum heim gúgglum við okkur til og sjáum að það er í 1 og hálfs tíma fjarlægð. Shit hvað ég var ekki að nenna því. En auðvitað gerði ég það. Við vöknuðum klukkan 7:30 (!!!) og hentum okkur í lest í mallið. Þar fékk Stefán loksins skónna sína, alsæll og brosti allan hringinn. Þetta eina mission tók 6 tíma í heildina. Nó djók. Fyrir eitt skópar.

Stefán : ,,Jesús geturðu frekar farið í Sephora heldur en Mac?? Það er nefninlega Wi-Fi þar :/"





Ég skelli inn fleirum ef ég man eitthvað - Vona að þið hafið haft gaman að þessu..


Hafið það gott um verslunarmannahelgina! Ég ætla að njóta hennar í fyrsta skipti í möööörg ár með fjölskyldunni minni.


GB

You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com