IZMIR, TURKEY.

22:51

Jú góðan daginn og gleðilegan fimmtudag. Alveg ótrúlegt að ég sé komin heim frá ferðinni minni og að janúar sé alveg að klárast!

Ferðin mín til Tyrklands var æðisleg. Að vísu fór ég með öðruvísi hugarfar inní þetta námskeið en ég sá fyrir mér beinar fræðslur, símabann og sjálfa mig hlaupandi um akra Tyrklands að mjólka beljur og tína ávexti. Svo var raunin ekki.


Námskeiðið byggðist helst á smiðjum (e. workshops) og vangaveltum um netnotkun nú til dags. Ég lærði heilan helling um þjóðirnar sem voru með okkur en það voru Úkraína, Lettland, Belgía, Danmörk, Jórdanía og náttúrulega Tyrkland.

Ferðasagan er nú alveg fyndin en til að byrja með fékk ég sæti við neyðarútgang en ég hef aldrei verið lánsöm að prufa það. Þvílíkur og annar eins LÚXUS sem það var. Næstu tvö flugin borguðu það fljótt upp en við flugum með Pegasus airlines þar sem að ég náði varla að anda því það var svo stutt milli sætana.

Sæti við neyðarútgang.. þvílík og önnur eins forréttindi. Þarna er undirrituð að teygja úr sér og eins lappastutt og ég er þá kom ég ekki einu sinni við sætið fyrir framan mig! 

Sagan var önnur hjá Pegasus Airlines. Ekkert sjónvarp. Engin afþreying. Ekkert fótapláss. 

Útsýnið var samt sem áður ótrúlega fallegt. En það er ekki pegasus að þakka. 



Lokaáfangastaður var svo Yenifoca - bær/þorp 60km fyrir utan Izmir. Krúttlegur staður en ekkert að frétta þar. Staðurinn er vinsæll áfangastaður að sumri til og það var ekki einu sinni haft fyrir því að hafa minjagripabúðir opnar á þessum tíma, sem þýddi að við keyptum okkar á flugvellinum á uppsprengdu verði.
Yenifoca. Fallegur staður. 

...Þegar að uppi er staðið kynntist ég fuuuuullt af áhugaverðu og yndislegu fólki og fór langt út fyrir þægindarammann minn. Það er mér dýrmætt.


Tilbúin í Intercultural Evening! 

Tvær sykursætar

Íslenska gengið. Yndislegt lið í alla staði!



Á heimleiðinni tóku svo við þrjú flug og aldrei hef ég lent í öðru eins. Um leið og ég settist niður í flugsætið mitt var eins og einhver hafi lamið mig með sleggju en ég steinrotaðist í öllum flugum. Meira segja í seinasta fluginu varð ég fyrir því vandræðalega atviki að ég sat við ganginn og nú er komið svona rosa flottur höfuðpúði í Icelandair vélarnar sem að styðja við þig þegar að þú sefur svo að þú rennur ekki til hliðar (t.d. á sætisfélagann þinn). Nema hvað... auðvitað gaf minn höfuðpúði sig þannig að ég renn með hausinn fram og útá gang og akkurat á þeirri sekúndu er flugfreyja að labba ganginn. Þannig að ég renn í klofið á henni og vakna við það... (úps). Ég er örugglega komin á einhvern bannlista hjá Icelandair því að ég var svo þreytt og örugglega ennþá í miðjum djúpsvefni því ég sofna bara strax aftur. Vakna svo eftir klukkutíma að deyja úr vandræðaleika.



Ekki nóg með það heldur var ég með heyrnatólin plögguð í en hlustaði aldrei á neitt einasta lag eða horfði á neitt? Hvers konar eintak er ég eiginlega?! Til að trompa þetta allt rumskaði ég þegar að hálftími var eftir að fluginu. Þá bað kallinn í gluggasætinu okkur um að færa sig því hann þurfti að pissa.. og konan í miðjusætinu líka. Ég er lafandi hrædd um að þau hafi verið í spreng alla leiðina en ekki náð sambandi við mig þar sem að ég lá meðvitundarlaus í þessu flugsæti. Jesús.

Ég má til með að deila myndum (þar sem að ég fékk svo að taka myndir eins og ég vildi!).

Miðbær Izmir og 1 stk Guffa


Að kvöldi til. Set samt stórt spurningamerki við eiturgrænu lýsinguna á pálmatrjánum. 

Útsýnið sem allir voru að missa vatnið yfir. Ég veit ekki.. mér fannst það ekkert svona spennandi

Hammam er ein mesta snilld í heimi. Tyrkneskt bað þar sem að maður er skrúbbaður í döðlur. Þessi sjomli tók 20 manns á mettíma. 

-

Tvær sætar í litlu þorpi

Fyrir utan afskaplega fallega mosku (ég geri mér fyllilega grein fyrir að hún sjáist ekki!!)

Blundur milli workshoppa. Nauðsyn. 



...Næsta ævintýri er svo í mars en þá liggur leiðin til Parísar með mömmu!

Takk fyrir að fylgjast með! x

- GB


You Might Also Like

0 ummæli

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR

HAFA SAMBAND

gudfinnabirta@gmail.com